Innanríkisráðherra verður að loka neyðarbrautinni eða borga milljón á dag Bjarki Ármannsson skrifar 22. mars 2016 14:29 Dómur fallinn í máli Reykjavíkurborgar gegn ríkinu vegna lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Vísir/Baldur Loka á NA-SV braut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn. Verði það ekki gert leggjast dagsektir upp á milljón krónur á ríkið. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem Reykjavíkurborg höfðaði á hendur innanríkisráðuneytinu. Með dómnum er innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal, gert að standa við samning sem fyrri innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gerði við Reykjavíkurborg og fleiri aðila árið 2013 um lokun flugbrautarinnar, sem í daglegu tali gengur undir nafninu neyðarbrautin.Ólöf Nordal innanríkisráðherra.Vísir/ErnirÓlöf hafnaði því í fyrra að loka brautinni en meirihluti borgarstjórnar taldi að með því væri ekki staðið við samningana frá 2013. Reykjavíkurborg hefur gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga byggingu um 600 íbúða, sem myndi skarast við aðflug að neyðarbrautinni.Sjá einnig: Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Reykjavíkurborg höfðaði málið upphaflega í desember síðastliðnum en Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði því frá þar sem hann taldi kröfugerð borgarinnar óljósa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti því þá yfir að málarekstur borgarinnar myndi þó halda áfram. Héraðsdómur féllst á það að með samningnum frá 2013 hefði þáverandi innanríkisráðherra skuldbundið sig til þess að loka flugbrautinni. Ríkið var í dag jafnframt dæmt til þess að greiða borginni tvær milljónir króna í málskostnað. Gera má ráð fyrir því að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar, enda miklir hagsmunir undir. Tengdar fréttir Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00 Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37 Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
Loka á NA-SV braut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn. Verði það ekki gert leggjast dagsektir upp á milljón krónur á ríkið. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem Reykjavíkurborg höfðaði á hendur innanríkisráðuneytinu. Með dómnum er innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal, gert að standa við samning sem fyrri innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gerði við Reykjavíkurborg og fleiri aðila árið 2013 um lokun flugbrautarinnar, sem í daglegu tali gengur undir nafninu neyðarbrautin.Ólöf Nordal innanríkisráðherra.Vísir/ErnirÓlöf hafnaði því í fyrra að loka brautinni en meirihluti borgarstjórnar taldi að með því væri ekki staðið við samningana frá 2013. Reykjavíkurborg hefur gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga byggingu um 600 íbúða, sem myndi skarast við aðflug að neyðarbrautinni.Sjá einnig: Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Reykjavíkurborg höfðaði málið upphaflega í desember síðastliðnum en Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði því frá þar sem hann taldi kröfugerð borgarinnar óljósa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti því þá yfir að málarekstur borgarinnar myndi þó halda áfram. Héraðsdómur féllst á það að með samningnum frá 2013 hefði þáverandi innanríkisráðherra skuldbundið sig til þess að loka flugbrautinni. Ríkið var í dag jafnframt dæmt til þess að greiða borginni tvær milljónir króna í málskostnað. Gera má ráð fyrir því að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar, enda miklir hagsmunir undir.
Tengdar fréttir Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00 Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37 Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00
Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30
Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45
Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37
Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22