Innanríkisráðherra verður að loka neyðarbrautinni eða borga milljón á dag Bjarki Ármannsson skrifar 22. mars 2016 14:29 Dómur fallinn í máli Reykjavíkurborgar gegn ríkinu vegna lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Vísir/Baldur Loka á NA-SV braut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn. Verði það ekki gert leggjast dagsektir upp á milljón krónur á ríkið. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem Reykjavíkurborg höfðaði á hendur innanríkisráðuneytinu. Með dómnum er innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal, gert að standa við samning sem fyrri innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gerði við Reykjavíkurborg og fleiri aðila árið 2013 um lokun flugbrautarinnar, sem í daglegu tali gengur undir nafninu neyðarbrautin.Ólöf Nordal innanríkisráðherra.Vísir/ErnirÓlöf hafnaði því í fyrra að loka brautinni en meirihluti borgarstjórnar taldi að með því væri ekki staðið við samningana frá 2013. Reykjavíkurborg hefur gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga byggingu um 600 íbúða, sem myndi skarast við aðflug að neyðarbrautinni.Sjá einnig: Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Reykjavíkurborg höfðaði málið upphaflega í desember síðastliðnum en Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði því frá þar sem hann taldi kröfugerð borgarinnar óljósa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti því þá yfir að málarekstur borgarinnar myndi þó halda áfram. Héraðsdómur féllst á það að með samningnum frá 2013 hefði þáverandi innanríkisráðherra skuldbundið sig til þess að loka flugbrautinni. Ríkið var í dag jafnframt dæmt til þess að greiða borginni tvær milljónir króna í málskostnað. Gera má ráð fyrir því að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar, enda miklir hagsmunir undir. Tengdar fréttir Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00 Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37 Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Loka á NA-SV braut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn. Verði það ekki gert leggjast dagsektir upp á milljón krónur á ríkið. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem Reykjavíkurborg höfðaði á hendur innanríkisráðuneytinu. Með dómnum er innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal, gert að standa við samning sem fyrri innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gerði við Reykjavíkurborg og fleiri aðila árið 2013 um lokun flugbrautarinnar, sem í daglegu tali gengur undir nafninu neyðarbrautin.Ólöf Nordal innanríkisráðherra.Vísir/ErnirÓlöf hafnaði því í fyrra að loka brautinni en meirihluti borgarstjórnar taldi að með því væri ekki staðið við samningana frá 2013. Reykjavíkurborg hefur gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga byggingu um 600 íbúða, sem myndi skarast við aðflug að neyðarbrautinni.Sjá einnig: Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Reykjavíkurborg höfðaði málið upphaflega í desember síðastliðnum en Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði því frá þar sem hann taldi kröfugerð borgarinnar óljósa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti því þá yfir að málarekstur borgarinnar myndi þó halda áfram. Héraðsdómur féllst á það að með samningnum frá 2013 hefði þáverandi innanríkisráðherra skuldbundið sig til þess að loka flugbrautinni. Ríkið var í dag jafnframt dæmt til þess að greiða borginni tvær milljónir króna í málskostnað. Gera má ráð fyrir því að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar, enda miklir hagsmunir undir.
Tengdar fréttir Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00 Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37 Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00
Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30
Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45
Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37
Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22