Vatn og vinna Eiríkur Hjálmarsson skrifar 22. mars 2016 07:00 Sumir segja að skoðunarferðir með ferðamenn séu í raun rútuferðir á milli klósetta. Það ber vissulega margt snoturt og áhugavert fyrir augu á leiðinni en grunnþörfunum verði að sinna. Vatn og vinna er yfirskrift alþjóðlegs vatnsdags Sameinuðu þjóðanna nú í ár en hann er haldinn er 22. mars ár hvert. Við erum hvött til að leiða hugann að því hvernig vatn snertir vinnuna okkar og þar sem vatnið er hrein og klár lífsnauðsyn ættum við ekki að þurfa að hugsa lengi. Þannig snertir aðgengi að rennandi vatni augljóslega starf leiðsögumannsins og rútubílstjórans. Við í Reykjavík notum talsvert af vatni. Þótt þessi mikli elexír sé vottaður sem matvæli, drekkum við kannski minnst af honum. Verulegt magn fer í þvotta, talsvert í að sturta niður, slatti í eldamennsku og svo stólar slökkviliðið á sama vatn og við súpum á. Heimilin í höfuðborginni nota hinsvegar bara helminginn af vatninu sem rennur um æðar vatnsveitu Veitna. Fyrirtæki og stofnanir þar sem við vinnum nota hinn helminginn. Snemma á síðustu öld, þegar vatnsveita var loks lögð í Reykjavík, var hún forsenda framleiðslu á matvælum með öðrum hætti en fyrr. Fiskur var þveginn úr hreinu vatni, drykkjarvöruframleiðsla gat hafist og hægt var að þrífa mjólkurbúin. Á síðari árum sjáum við til dæmis lyfjafyrirtæki nota mikið vatn einmitt til að losna við þrif með kemískum efnum og vatnið er að mörgu leyti grundvöllur þess hreinlætis sem nauðsynlegt er til að meðalaldur þjóðarinnar sé samanburðarhæfur. Nú er hann einn sá hæsti í heimi. Þegar við sjáum Ísland auglýst sem hreint og tært vísar það vitaskuld til þeirrar hreinu orku sem við notum en kannski ennþá frekar til vatnsins. Þannig er hreint vatn hluti þeirrar ímyndar sem reynist ferðaþjónustunni vel til að markaðssetja ferðalög til Íslands og er hreint vatn þar með ein undirstaða vinnu stöðugt fleiri landsmanna. Svona auðlind þurfum við að fara vel með og við gætum best að ímyndinni með að passa upp á vatnsbólin, vatnsveiturnar og vatnið sjálft; árnar, vötnin og sjóinn og vatnið í jörðinni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Sumir segja að skoðunarferðir með ferðamenn séu í raun rútuferðir á milli klósetta. Það ber vissulega margt snoturt og áhugavert fyrir augu á leiðinni en grunnþörfunum verði að sinna. Vatn og vinna er yfirskrift alþjóðlegs vatnsdags Sameinuðu þjóðanna nú í ár en hann er haldinn er 22. mars ár hvert. Við erum hvött til að leiða hugann að því hvernig vatn snertir vinnuna okkar og þar sem vatnið er hrein og klár lífsnauðsyn ættum við ekki að þurfa að hugsa lengi. Þannig snertir aðgengi að rennandi vatni augljóslega starf leiðsögumannsins og rútubílstjórans. Við í Reykjavík notum talsvert af vatni. Þótt þessi mikli elexír sé vottaður sem matvæli, drekkum við kannski minnst af honum. Verulegt magn fer í þvotta, talsvert í að sturta niður, slatti í eldamennsku og svo stólar slökkviliðið á sama vatn og við súpum á. Heimilin í höfuðborginni nota hinsvegar bara helminginn af vatninu sem rennur um æðar vatnsveitu Veitna. Fyrirtæki og stofnanir þar sem við vinnum nota hinn helminginn. Snemma á síðustu öld, þegar vatnsveita var loks lögð í Reykjavík, var hún forsenda framleiðslu á matvælum með öðrum hætti en fyrr. Fiskur var þveginn úr hreinu vatni, drykkjarvöruframleiðsla gat hafist og hægt var að þrífa mjólkurbúin. Á síðari árum sjáum við til dæmis lyfjafyrirtæki nota mikið vatn einmitt til að losna við þrif með kemískum efnum og vatnið er að mörgu leyti grundvöllur þess hreinlætis sem nauðsynlegt er til að meðalaldur þjóðarinnar sé samanburðarhæfur. Nú er hann einn sá hæsti í heimi. Þegar við sjáum Ísland auglýst sem hreint og tært vísar það vitaskuld til þeirrar hreinu orku sem við notum en kannski ennþá frekar til vatnsins. Þannig er hreint vatn hluti þeirrar ímyndar sem reynist ferðaþjónustunni vel til að markaðssetja ferðalög til Íslands og er hreint vatn þar með ein undirstaða vinnu stöðugt fleiri landsmanna. Svona auðlind þurfum við að fara vel með og við gætum best að ímyndinni með að passa upp á vatnsbólin, vatnsveiturnar og vatnið sjálft; árnar, vötnin og sjóinn og vatnið í jörðinni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun