Starfsmenn í Straumsvík komnir aftur til starfa sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. mars 2016 12:32 "Verkfallinu er frestað frá laugardeginum og þangað til niðurstöður atkvæðagreiðslna liggja fyrir," segir formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Vísir/Vilhelm Vinnustöðvun í álverinu í Straumsvík hefur verið frestað tímabundið á meðan greidd verða atkvæði um miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram á laugardag. Reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir fljótlega eftir páska. „Verkfallinu er frestað frá laugardeginum og þangað til niðurstöður atkvæðagreiðslna liggja fyrir, sem er þá 11. apríl. Það verður svo núna á næstunni sem menn reyna að kynna þetta fyrir starfsmönnum fyrirtækisins sem hafa þá umhugsunarfrest yfir páska," segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Ríkissáttasemjari taldi ljóst að frekari sáttaumleitanir myndu ekki bera árangur og lagði því fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga í álverinu. Haldnir hafa verið 39 sáttafundir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. Þá hefur verið boðað til allsherjarverkfalls í tvígang á þessum tíma en hætt var við þau í bæði skiptin. Um tíma var yfirvinnubann í gildi en hinn 1. mars síðastliðinn hófst ótímabundin vinnustöðvun á útflutningi á áli. Kolbeinn segist aðspurður ekki geta svarað til um það hvort von sé á að tillagan verði samþykkt, né hvers eðlis hún sé. „Ég get ekkert sagt til um það. Við leggjum þetta alfarið í mat þeirra sem starfa þarna á vinnustaðnum og það er þeirra að dæma og sjá hvað er inni í miðlunartillögunni. Ég held það sé rétt að bíða eftir að þeir gefi svar sitt." Verði tillagan samþykkt lýsa deiluaðilar því yfir að ágreiningi sé lokið, ásamt því sem fyrirtækið skuldbindur sig til að draga málshöfðun vegna lögbanna til baka. Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Slæmt að yfirmenn standi í útskipun "Þeir hafa mikilvægum skyldum að sinna annars staðar í verksmiðjunni sem er ekki sinnt á meðan. Það er vissulega mjög slæmt,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, um yfirmenn álversins í Straumsvík sem hafa gengið í störf hafnarverkamanna fyrirtækisins undanfarið og sinnt útskipun á meðan á verkfalli stendur. 10. mars 2016 07:00 Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilunni "Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni.“ 19. mars 2016 18:45 Fleiri stjórnendur ÍSAL fá að ganga í störfin Alls nítján yfirmenn álversins í Straumsvík mega ganga í störf hafnarverkamanna. 8. mars 2016 10:26 Deilan harðnar hjá ISAL í Straumsvík Lestun áls í þriðja flutningaskipið frá því verkfallsaðgerðir hófust er byrjuð. Lögbann sýslumanns á hluta aðgerða Verkalýðsfélagsins Hlífar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 17. mars 2016 07:00 Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Formaður Hlífar segir Ísal vilja allt eða ekkert í kröfu fyrirtækisins um aukna útvistun starfa hjá álverinu. 9. mars 2016 14:29 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vinnustöðvun í álverinu í Straumsvík hefur verið frestað tímabundið á meðan greidd verða atkvæði um miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram á laugardag. Reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir fljótlega eftir páska. „Verkfallinu er frestað frá laugardeginum og þangað til niðurstöður atkvæðagreiðslna liggja fyrir, sem er þá 11. apríl. Það verður svo núna á næstunni sem menn reyna að kynna þetta fyrir starfsmönnum fyrirtækisins sem hafa þá umhugsunarfrest yfir páska," segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Ríkissáttasemjari taldi ljóst að frekari sáttaumleitanir myndu ekki bera árangur og lagði því fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga í álverinu. Haldnir hafa verið 39 sáttafundir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. Þá hefur verið boðað til allsherjarverkfalls í tvígang á þessum tíma en hætt var við þau í bæði skiptin. Um tíma var yfirvinnubann í gildi en hinn 1. mars síðastliðinn hófst ótímabundin vinnustöðvun á útflutningi á áli. Kolbeinn segist aðspurður ekki geta svarað til um það hvort von sé á að tillagan verði samþykkt, né hvers eðlis hún sé. „Ég get ekkert sagt til um það. Við leggjum þetta alfarið í mat þeirra sem starfa þarna á vinnustaðnum og það er þeirra að dæma og sjá hvað er inni í miðlunartillögunni. Ég held það sé rétt að bíða eftir að þeir gefi svar sitt." Verði tillagan samþykkt lýsa deiluaðilar því yfir að ágreiningi sé lokið, ásamt því sem fyrirtækið skuldbindur sig til að draga málshöfðun vegna lögbanna til baka.
Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Slæmt að yfirmenn standi í útskipun "Þeir hafa mikilvægum skyldum að sinna annars staðar í verksmiðjunni sem er ekki sinnt á meðan. Það er vissulega mjög slæmt,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, um yfirmenn álversins í Straumsvík sem hafa gengið í störf hafnarverkamanna fyrirtækisins undanfarið og sinnt útskipun á meðan á verkfalli stendur. 10. mars 2016 07:00 Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilunni "Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni.“ 19. mars 2016 18:45 Fleiri stjórnendur ÍSAL fá að ganga í störfin Alls nítján yfirmenn álversins í Straumsvík mega ganga í störf hafnarverkamanna. 8. mars 2016 10:26 Deilan harðnar hjá ISAL í Straumsvík Lestun áls í þriðja flutningaskipið frá því verkfallsaðgerðir hófust er byrjuð. Lögbann sýslumanns á hluta aðgerða Verkalýðsfélagsins Hlífar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 17. mars 2016 07:00 Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Formaður Hlífar segir Ísal vilja allt eða ekkert í kröfu fyrirtækisins um aukna útvistun starfa hjá álverinu. 9. mars 2016 14:29 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Slæmt að yfirmenn standi í útskipun "Þeir hafa mikilvægum skyldum að sinna annars staðar í verksmiðjunni sem er ekki sinnt á meðan. Það er vissulega mjög slæmt,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, um yfirmenn álversins í Straumsvík sem hafa gengið í störf hafnarverkamanna fyrirtækisins undanfarið og sinnt útskipun á meðan á verkfalli stendur. 10. mars 2016 07:00
Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilunni "Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni.“ 19. mars 2016 18:45
Fleiri stjórnendur ÍSAL fá að ganga í störfin Alls nítján yfirmenn álversins í Straumsvík mega ganga í störf hafnarverkamanna. 8. mars 2016 10:26
Deilan harðnar hjá ISAL í Straumsvík Lestun áls í þriðja flutningaskipið frá því verkfallsaðgerðir hófust er byrjuð. Lögbann sýslumanns á hluta aðgerða Verkalýðsfélagsins Hlífar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 17. mars 2016 07:00
Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Formaður Hlífar segir Ísal vilja allt eða ekkert í kröfu fyrirtækisins um aukna útvistun starfa hjá álverinu. 9. mars 2016 14:29