Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2016 21:39 Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Getty Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Gaëlle Enganamouit er frá Kamerún og hún þurfti að hlusta á óskemmtileg köll áhorfenda allan leikinn. Hún var reyndar ekki sú eina því hin brasilíska Marta fékk einnig sinn skammt. Svo slæmt varð þetta á endanum að dómari leiksins, hin ítalska Carina Vitulano, stoppaði leikinn í seini hálfleik og fór og talaði við eftirlitsdómara UEFA. Skömmu síðar kom vallarþulurinn í kallkerfi vallarins og tilkynnti að kynþáttafordómar ættu ekki heima í fótbolta. „Ég heyrði vel að þeir voru að kalla en mér var alveg sama. Þegar þú ætlar að gera þitt besta þá máttu ekki láta þetta hafa áhrif á þig," sagði Gaëlle Enganamouit við DN.se eftir leikinn. Heimavöllur Frankfurt er lítill og áhorfendurnir eru mjög nálægt vellinum. Það heyrðist því mjög vel í þeim og það fór ekki á milli mála að þar var á ferðinni harðasta kynþáttarníð. Sænska liðið stóð sig frábærlega á heimavelli Evrópumeistara Frankfurt og komst í 1-0 með marki Söru Bjarkar. Það nægði þó aðeins til að koma leiknum í vítakeppni þar sem Frankfurt vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð. Rosengård tapaði leiknum á endanum í vítakeppni eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir hafði klikkað á sínu víti en Gaëlle Enganamouit skoraði úr sinni vítaspyrnu. „Ég verð aldrei hrædd á vellinum. Ég vil alltaf skora og það heyrðist ekki mikið í þeim eftir að ég skoraði," sagði Gaëlle Enganamouit. Jack Majgaard Jensen, þjálfari Rosengård, hikaði ekki við að láta Gaëlle Enganamouit taka víti þrátt fyrir alls þessa ömurlegu meðferð áhorfenda í leiknum. „Ég ætlaði að sýna þessum vitleysingum að þeir munu ekki ráða því hvort við vinnum eða töpum þessari vítakeppni. Ég sá að hún var klár og því lét ég hana taka víti," sagði Jack Majgaard Jensen.Gaëlle Enganamouit.Vísir/Getty Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Sjá meira
Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Gaëlle Enganamouit er frá Kamerún og hún þurfti að hlusta á óskemmtileg köll áhorfenda allan leikinn. Hún var reyndar ekki sú eina því hin brasilíska Marta fékk einnig sinn skammt. Svo slæmt varð þetta á endanum að dómari leiksins, hin ítalska Carina Vitulano, stoppaði leikinn í seini hálfleik og fór og talaði við eftirlitsdómara UEFA. Skömmu síðar kom vallarþulurinn í kallkerfi vallarins og tilkynnti að kynþáttafordómar ættu ekki heima í fótbolta. „Ég heyrði vel að þeir voru að kalla en mér var alveg sama. Þegar þú ætlar að gera þitt besta þá máttu ekki láta þetta hafa áhrif á þig," sagði Gaëlle Enganamouit við DN.se eftir leikinn. Heimavöllur Frankfurt er lítill og áhorfendurnir eru mjög nálægt vellinum. Það heyrðist því mjög vel í þeim og það fór ekki á milli mála að þar var á ferðinni harðasta kynþáttarníð. Sænska liðið stóð sig frábærlega á heimavelli Evrópumeistara Frankfurt og komst í 1-0 með marki Söru Bjarkar. Það nægði þó aðeins til að koma leiknum í vítakeppni þar sem Frankfurt vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð. Rosengård tapaði leiknum á endanum í vítakeppni eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir hafði klikkað á sínu víti en Gaëlle Enganamouit skoraði úr sinni vítaspyrnu. „Ég verð aldrei hrædd á vellinum. Ég vil alltaf skora og það heyrðist ekki mikið í þeim eftir að ég skoraði," sagði Gaëlle Enganamouit. Jack Majgaard Jensen, þjálfari Rosengård, hikaði ekki við að láta Gaëlle Enganamouit taka víti þrátt fyrir alls þessa ömurlegu meðferð áhorfenda í leiknum. „Ég ætlaði að sýna þessum vitleysingum að þeir munu ekki ráða því hvort við vinnum eða töpum þessari vítakeppni. Ég sá að hún var klár og því lét ég hana taka víti," sagði Jack Majgaard Jensen.Gaëlle Enganamouit.Vísir/Getty
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Sjá meira
Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43