Innlent

Hæstiréttur staðfestir farbann í mansalsmáli

Bjarki Ármannsson skrifar
Maðurinn er grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili sínu í Vík.
Maðurinn er grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili sínu í Vík. Vísir
Hæstiréttur staðfesti í dag farbann yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili sínu í Vík í Mýrdal. Hann mun sæta farbanni til 25. maí næstkomandi.

Maðurinn var handtekinn þann 18. febrúar síðastliðinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi. Hann er eigandi fyrirtækisins Vonta International, sem var undirverktaki fataframleiðandans Icewear.

Maðurinn og konurnar tvær, sem eru systur, eru öll frá Srí Lanka. Auk kvennanna tveggja, sem farnar eru af landi, eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu, tvær konur og tveir karlar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×