Er skömmin mín? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 8. apríl 2016 09:48 Mér líður illa. Síðan ég horfði á Kastljósþáttinn umtalaða hef ég upplifað margar vondar tilfinningar. Ég er að upplifa mikla sorg, reiði, svekkelsi, vonleysi og depurð yfir því hvernig er komið fyrir landinu mínu og þjóð....og ég ber ábyrgð á því. Eins og margir aðrir í aðdraganda alþingiskosninganna 2013 ákvað ég að kjósa Framsókn og þá sér í lagi SDG sem mér fannst með framgöngu sinni í InDefence hópnum, andstöðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið, fyrirheit um aðgerðir til að rétta við heimilin í landinu, og þá sér í lagi að afnema verðtryggingu lána, og láta ekki undan kröfuhöfum föllnu bankana vegna skulda sem hefðu að öllu óbreyttu komið þjóðinni í skuldafangelsi um ókomna framtíð vegna fjárglæfrastarfssemi fárra vera stefna sem ég gæti stutt. Ég hélt í einfeldni minni að framsóknarflokkurinn hefði tekið rækilega til í sínum ranni og nú væri komið fólk til valda innan hans sem vildi leiðrétta það sem hefði verið látið viðgangast á árunum fyrir hrun. Með SDG í fararbroddi leit þetta nokkuð vel út, virtist vera alþýðlegur maður og líklegur til að leiða flokkinn inn á nýjar brautir og losa hann við þann ljóta spillingarstimpil sem hann hafði fengið á sig. Og til þess að fylgja sannfæringu minni rækilega eftir skráði ég mig í flokkinn... Ég átti að vita betur, ég átti að kynna mér betur manninn og hvað stæði að baki honum áður en ég kaus hann. Skömmin er mín. Enda fóru að renna á mig tvær grímur fljótlega eftir kosningar eða á þeirri mínútu sem hann með umboð til að mynda ríkisstjórn fór beint til formanns Sjálfstæðisflokksins og myndaði með honum ríkisstjórn. Ég skildi þetta ekki alveg, hvernig stóð á því að hann myndaði ríkisstjórn með flokknum sem í hugum margra bar beinlínis ábyrgð á hruninu verandi samfellt í ríkisstjórn í mörg ár í aðdraganda þess og kom á spiltu lagalegu og fjármálalegu umhverfi sem orsakaði hrunið. Flokkinn sem hafði nánast gert út af við Framsóknarflokkinn í stjórnarsamstarfi á árunum fyrir hrun. Þetta var flokkurinn sem hann sneri sér fyrst til ! Ég skil þetta núna, ég skil núna að ég var hafður að fífli svo ég hef því eftir vendingar síðustu daga sagt mig úr flokknum. Ég skil núna að „fyrir heimilin í landinu“ var bara leikrit sem sett var á svið svo það væri hægt að halda áfram að maka krókinn fyrir sig og sína bak við tjöldin, svo hægt væri að útbýta bitlingum til vina og vandamanna, halda áfram að soga út auð íslensku þjóðarinnar og rétta fáum útvöldum. Svo neitaði hann að segja af sér. Það var eins og hann gerði sér ekki grein fyrir skaðanum sem hann væri að valda íslensku samfélagi. Það er eins og hann væri ekki í tengslum við raunveruleikann. Það var verið að útvarpa og sjónvarpa því útum allan heim að Forsætisráðherra Íslands væri tengdur félagi í skattaskjóli eins og ótíndur glæpamaður. Hann leyndi því að hann ætti eða hefði átt í þessu félagi, hann reyndi að ljúga sig frá því vitandi upp á sig skömmina og hann skammast sín ekki. En ég skammast mín, ég sit uppi með skömmina að hafa kosið hann og treyst honum fyrir því að lagfæra það sem miður hafði farið. Að laga Ísland svo ég gæti verið stoltur Íslendingur á ný. Ekki efast ég um það að það verði hlegið að mér fyrir að hafa verið svona vitlaus....en ég þoli það alveg, ég get alveg viðkennt það þegar ég hef rangt fyrir mér. En ég þoli ekki að láta hafa mig að fífli og það mun ég ekki líða. Þess vegna skora ég á alla þá sem vilja Íslandi vel, vilja byggja upp íslenskt samfélag á grunni velferðar, jafnréttis og jafnræðis að rísa upp. Láta til sín taka og stofna stjórnmálaafl sem hefur enga tengingu við hagsmunahópa og/eða persónulega hagsmuni að verja. Venjulegt fólk eins og mig og þig, fólk sem vill raunverulegar breytingar Íslendingum öllum til heilla. Afl þar sem hagsmunir heildarinnar eru ávalt hafðir að leiðarljósi án þess að draga úr eða hefta frelsi einstaklingsins til framkvæmda og nýsköpunar. Afl þar sem við endurreisum heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Afl sem styður þá sem minna mega sín. Afl sem stendur fyrir efnahagslegum úrbótum. Afl sem samanstendur af fólki úr öllum stéttum, alls staðar af landinu, fólk sem veit hvernig það er að skulda, basla og reyna að sjá fyrir sér og sínum eftir leikreglum sem virðast hafa það eina markmið að hygla ákveðnum hópum á kostnað heildarinnar. Afl sem samanstendur af Íslendingum sem vilja Ísland aftur úr höndum spilltra og gráðugra sérhagsmunahópa. Afl sem vill endurreisa Ísland og gera að fyrirmyndarþjóðfélagi sem við getum verið stolt af en ekki skammast okkur fyrir eins og staðan er í dag. Afl sem vill byggja upp samfélag sem börnin okkar geta tekið við af stolti þegar fram líða stundir. Nú þurfum við að standa saman Íslendingar og sýna heiminum hvernig fólk við erum í raun og veru. Endurheimtum stolt okkar sem þjóð svo við getum hætt að skammast okkar því ég er viss um að ég er ekki sá eini sem skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Vídalín Guðmundsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Mér líður illa. Síðan ég horfði á Kastljósþáttinn umtalaða hef ég upplifað margar vondar tilfinningar. Ég er að upplifa mikla sorg, reiði, svekkelsi, vonleysi og depurð yfir því hvernig er komið fyrir landinu mínu og þjóð....og ég ber ábyrgð á því. Eins og margir aðrir í aðdraganda alþingiskosninganna 2013 ákvað ég að kjósa Framsókn og þá sér í lagi SDG sem mér fannst með framgöngu sinni í InDefence hópnum, andstöðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið, fyrirheit um aðgerðir til að rétta við heimilin í landinu, og þá sér í lagi að afnema verðtryggingu lána, og láta ekki undan kröfuhöfum föllnu bankana vegna skulda sem hefðu að öllu óbreyttu komið þjóðinni í skuldafangelsi um ókomna framtíð vegna fjárglæfrastarfssemi fárra vera stefna sem ég gæti stutt. Ég hélt í einfeldni minni að framsóknarflokkurinn hefði tekið rækilega til í sínum ranni og nú væri komið fólk til valda innan hans sem vildi leiðrétta það sem hefði verið látið viðgangast á árunum fyrir hrun. Með SDG í fararbroddi leit þetta nokkuð vel út, virtist vera alþýðlegur maður og líklegur til að leiða flokkinn inn á nýjar brautir og losa hann við þann ljóta spillingarstimpil sem hann hafði fengið á sig. Og til þess að fylgja sannfæringu minni rækilega eftir skráði ég mig í flokkinn... Ég átti að vita betur, ég átti að kynna mér betur manninn og hvað stæði að baki honum áður en ég kaus hann. Skömmin er mín. Enda fóru að renna á mig tvær grímur fljótlega eftir kosningar eða á þeirri mínútu sem hann með umboð til að mynda ríkisstjórn fór beint til formanns Sjálfstæðisflokksins og myndaði með honum ríkisstjórn. Ég skildi þetta ekki alveg, hvernig stóð á því að hann myndaði ríkisstjórn með flokknum sem í hugum margra bar beinlínis ábyrgð á hruninu verandi samfellt í ríkisstjórn í mörg ár í aðdraganda þess og kom á spiltu lagalegu og fjármálalegu umhverfi sem orsakaði hrunið. Flokkinn sem hafði nánast gert út af við Framsóknarflokkinn í stjórnarsamstarfi á árunum fyrir hrun. Þetta var flokkurinn sem hann sneri sér fyrst til ! Ég skil þetta núna, ég skil núna að ég var hafður að fífli svo ég hef því eftir vendingar síðustu daga sagt mig úr flokknum. Ég skil núna að „fyrir heimilin í landinu“ var bara leikrit sem sett var á svið svo það væri hægt að halda áfram að maka krókinn fyrir sig og sína bak við tjöldin, svo hægt væri að útbýta bitlingum til vina og vandamanna, halda áfram að soga út auð íslensku þjóðarinnar og rétta fáum útvöldum. Svo neitaði hann að segja af sér. Það var eins og hann gerði sér ekki grein fyrir skaðanum sem hann væri að valda íslensku samfélagi. Það er eins og hann væri ekki í tengslum við raunveruleikann. Það var verið að útvarpa og sjónvarpa því útum allan heim að Forsætisráðherra Íslands væri tengdur félagi í skattaskjóli eins og ótíndur glæpamaður. Hann leyndi því að hann ætti eða hefði átt í þessu félagi, hann reyndi að ljúga sig frá því vitandi upp á sig skömmina og hann skammast sín ekki. En ég skammast mín, ég sit uppi með skömmina að hafa kosið hann og treyst honum fyrir því að lagfæra það sem miður hafði farið. Að laga Ísland svo ég gæti verið stoltur Íslendingur á ný. Ekki efast ég um það að það verði hlegið að mér fyrir að hafa verið svona vitlaus....en ég þoli það alveg, ég get alveg viðkennt það þegar ég hef rangt fyrir mér. En ég þoli ekki að láta hafa mig að fífli og það mun ég ekki líða. Þess vegna skora ég á alla þá sem vilja Íslandi vel, vilja byggja upp íslenskt samfélag á grunni velferðar, jafnréttis og jafnræðis að rísa upp. Láta til sín taka og stofna stjórnmálaafl sem hefur enga tengingu við hagsmunahópa og/eða persónulega hagsmuni að verja. Venjulegt fólk eins og mig og þig, fólk sem vill raunverulegar breytingar Íslendingum öllum til heilla. Afl þar sem hagsmunir heildarinnar eru ávalt hafðir að leiðarljósi án þess að draga úr eða hefta frelsi einstaklingsins til framkvæmda og nýsköpunar. Afl þar sem við endurreisum heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Afl sem styður þá sem minna mega sín. Afl sem stendur fyrir efnahagslegum úrbótum. Afl sem samanstendur af fólki úr öllum stéttum, alls staðar af landinu, fólk sem veit hvernig það er að skulda, basla og reyna að sjá fyrir sér og sínum eftir leikreglum sem virðast hafa það eina markmið að hygla ákveðnum hópum á kostnað heildarinnar. Afl sem samanstendur af Íslendingum sem vilja Ísland aftur úr höndum spilltra og gráðugra sérhagsmunahópa. Afl sem vill endurreisa Ísland og gera að fyrirmyndarþjóðfélagi sem við getum verið stolt af en ekki skammast okkur fyrir eins og staðan er í dag. Afl sem vill byggja upp samfélag sem börnin okkar geta tekið við af stolti þegar fram líða stundir. Nú þurfum við að standa saman Íslendingar og sýna heiminum hvernig fólk við erum í raun og veru. Endurheimtum stolt okkar sem þjóð svo við getum hætt að skammast okkar því ég er viss um að ég er ekki sá eini sem skammast sín.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun