Dagmundur og faldi fjársjóðurinn Ívar Halldórsson skrifar 7. apríl 2016 00:03 Dagmundur hét drengur einn sem bjó í Þingstræti. Hann fékk að passa sandkassa fyrir leikskólastýruna Lýðveldi á leikskólanum Í hverfinu. Þetta var mikill heiður fannst honum. Hann settist í sandkassann sposkur á svipinn og byrjaði að moka ofan í fötu. Lýðveldur hafði lánað honum fötu og skóflu. Það var samt alveg bannað að moka sandi út fyrir sandkassann, sagði Lýðveldur honum. Dagmundur sagði öllum krökkunum að hann væri að passa sandkassann fyrir Lýðveldi, og það væri bannað að taka sand úr sandkassann. Dagmundur fékk lánaða fötu og skóflu. Honum fannst gaman að moka ofan í fötuna með skóflunni sinni. En hann langaði til að geyma fötuna með flotta sandinum í fyrir utan sandkassann. Þannig ætti hann alltaf flottan sand til að leika sér með seinna. Ef sandurinn í sandkassanum myndi til dæmis klárast, eða ef einhver myndi pissa í hann, þá ætti hann þennan fína aukasand til að leika sér með. Vinur hans Gjaldur frá Eyri, sem bjó í Bankastrætinu, sagði að þetta væri góð hugmynd. Þegar enginn sá, laumaði Dagmundur fötunni yfir sandkassabrúnina, og geymdi hana í grasinu fyrir utan sandkassann. Hann gaf Skatthildi vinkonu sinni svo karamellu fyrir að fylgjast með fötunni. Skatthildur var sátt við sitt og tuggði karamelluna með bestu lyst. Hann var duglegur að láta hina krakkana vita að það borgaði sig alltaf að hafa allan sandinn í sandkassanum og ekki sniðugt að taka sand úr kassanum. Lýðveldur hafði sagt honum það. Ef allir myndu taka sand úr kassanum myndi enginn sandur verða eftir til að leika sér með. Og ef hundur myndi koma og skíta í sandinn þá væri bara hægt að nota vettlinga og halda áfram að moka. Krökkunum fannst þetta skynsamlegt. Einn daginn sá einn strákurinn úr hverfinu að Dagmundur var að geyma sand í fötu fyrir utan sandkassann. Strákurinn sem hét Almann Borgarr hafði alltaf fundist Dagmundur vera skemmtilegur strákur. Honum gramdist samt að Dagmundur bannaði honum að taka sand úr sandkassann, þegar hann gerði það svo sjálfur. Almann Borgarr sagði öllum krökkunum að Dagmundur væri plötuskjóða. Seinna um daginn þegar Dagmundur var að moka í sandkassanum komu krakkarnir úr hverfinu og sögðu honum að fara úr sandkassanum. „Af hverju?“, spurði Dagmundur. Af því að þú ert plötuskjóða! Dagmundur virtist mjög hissa og sagði: „En ég gaf Skatthildi karamellu fyrir að passa fötuna!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Dagmundur hét drengur einn sem bjó í Þingstræti. Hann fékk að passa sandkassa fyrir leikskólastýruna Lýðveldi á leikskólanum Í hverfinu. Þetta var mikill heiður fannst honum. Hann settist í sandkassann sposkur á svipinn og byrjaði að moka ofan í fötu. Lýðveldur hafði lánað honum fötu og skóflu. Það var samt alveg bannað að moka sandi út fyrir sandkassann, sagði Lýðveldur honum. Dagmundur sagði öllum krökkunum að hann væri að passa sandkassann fyrir Lýðveldi, og það væri bannað að taka sand úr sandkassann. Dagmundur fékk lánaða fötu og skóflu. Honum fannst gaman að moka ofan í fötuna með skóflunni sinni. En hann langaði til að geyma fötuna með flotta sandinum í fyrir utan sandkassann. Þannig ætti hann alltaf flottan sand til að leika sér með seinna. Ef sandurinn í sandkassanum myndi til dæmis klárast, eða ef einhver myndi pissa í hann, þá ætti hann þennan fína aukasand til að leika sér með. Vinur hans Gjaldur frá Eyri, sem bjó í Bankastrætinu, sagði að þetta væri góð hugmynd. Þegar enginn sá, laumaði Dagmundur fötunni yfir sandkassabrúnina, og geymdi hana í grasinu fyrir utan sandkassann. Hann gaf Skatthildi vinkonu sinni svo karamellu fyrir að fylgjast með fötunni. Skatthildur var sátt við sitt og tuggði karamelluna með bestu lyst. Hann var duglegur að láta hina krakkana vita að það borgaði sig alltaf að hafa allan sandinn í sandkassanum og ekki sniðugt að taka sand úr kassanum. Lýðveldur hafði sagt honum það. Ef allir myndu taka sand úr kassanum myndi enginn sandur verða eftir til að leika sér með. Og ef hundur myndi koma og skíta í sandinn þá væri bara hægt að nota vettlinga og halda áfram að moka. Krökkunum fannst þetta skynsamlegt. Einn daginn sá einn strákurinn úr hverfinu að Dagmundur var að geyma sand í fötu fyrir utan sandkassann. Strákurinn sem hét Almann Borgarr hafði alltaf fundist Dagmundur vera skemmtilegur strákur. Honum gramdist samt að Dagmundur bannaði honum að taka sand úr sandkassann, þegar hann gerði það svo sjálfur. Almann Borgarr sagði öllum krökkunum að Dagmundur væri plötuskjóða. Seinna um daginn þegar Dagmundur var að moka í sandkassanum komu krakkarnir úr hverfinu og sögðu honum að fara úr sandkassanum. „Af hverju?“, spurði Dagmundur. Af því að þú ert plötuskjóða! Dagmundur virtist mjög hissa og sagði: „En ég gaf Skatthildi karamellu fyrir að passa fötuna!“
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun