Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2016 22:55 Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, á tali við fjölmiðla skömmu áður en rann upp fyrir honum ljós. Höskuldur Þórhallsson stal að margra mati senunni þegar hann varð að nokkurs konar sjálfskipuðum upplýsingafulltrúa stjórnarflokkanna. Hann tilkynnti fjölmiðlafólki á Alþingi að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir væri ráðherraefni, á undan áætlun. Höskuldur hefur húmor fyrir uppákomunni og útskýrir aðdraganda hennar á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Eftir langan fund í þingflokknum biðum við á meðan Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð færu fram til að svara blaðamönnum,“ segir Höskuldur. „Ég brá mér afsíðis í hliðarherbergi til að tala í símann. Þegar ég kláraði samtölin sem tóku all langan tíma var ég á leið heim og gekk í flasið á blaðamönnum.“Sjá einnig:Kynntur sem formaður aðeins of snemma Blaðamenn höfðu beðið lengi eftir tíðindum af fundinum en skömmu áður hafði Sigmundur Davíð svo gott sem tilkynnt að Sigurður Ingi tæki við af honum, án þess að segja það berum orðum. „Það hvarflaði ekki að mér annað en að oddvitarnir væru þegar búnir að svara blaðamönnum um niðurstöðu dagsins,“ segir Höskuldur. Það höfðu þeir hins vegar ekki gert. „Þetta var ferlegt - ég viðurkenni það - en svona er þetta - ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar „blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Höskuldur sá sem studdi ekki tillögu Sigmundar Taldi að hún myndi ekki leysa vandann. 6. apríl 2016 22:18 Twitter logar: „Erlendir blaðamenn eru að drepast úr hlátri“ Útspil stjórnarflokkanna fer misvel ofan í landsmenn. 6. apríl 2016 21:24 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson stal að margra mati senunni þegar hann varð að nokkurs konar sjálfskipuðum upplýsingafulltrúa stjórnarflokkanna. Hann tilkynnti fjölmiðlafólki á Alþingi að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir væri ráðherraefni, á undan áætlun. Höskuldur hefur húmor fyrir uppákomunni og útskýrir aðdraganda hennar á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Eftir langan fund í þingflokknum biðum við á meðan Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð færu fram til að svara blaðamönnum,“ segir Höskuldur. „Ég brá mér afsíðis í hliðarherbergi til að tala í símann. Þegar ég kláraði samtölin sem tóku all langan tíma var ég á leið heim og gekk í flasið á blaðamönnum.“Sjá einnig:Kynntur sem formaður aðeins of snemma Blaðamenn höfðu beðið lengi eftir tíðindum af fundinum en skömmu áður hafði Sigmundur Davíð svo gott sem tilkynnt að Sigurður Ingi tæki við af honum, án þess að segja það berum orðum. „Það hvarflaði ekki að mér annað en að oddvitarnir væru þegar búnir að svara blaðamönnum um niðurstöðu dagsins,“ segir Höskuldur. Það höfðu þeir hins vegar ekki gert. „Þetta var ferlegt - ég viðurkenni það - en svona er þetta - ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar „blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Höskuldur sá sem studdi ekki tillögu Sigmundar Taldi að hún myndi ekki leysa vandann. 6. apríl 2016 22:18 Twitter logar: „Erlendir blaðamenn eru að drepast úr hlátri“ Útspil stjórnarflokkanna fer misvel ofan í landsmenn. 6. apríl 2016 21:24 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00
Höskuldur sá sem studdi ekki tillögu Sigmundar Taldi að hún myndi ekki leysa vandann. 6. apríl 2016 22:18
Twitter logar: „Erlendir blaðamenn eru að drepast úr hlátri“ Útspil stjórnarflokkanna fer misvel ofan í landsmenn. 6. apríl 2016 21:24