Þúsund sigurleikir hjá Duncan í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2016 15:30 Tim Duncan og Tony Parker hafa unnið marga leiki saman. Vísir/Getty Tim Duncan, leikmaður San Antontio Spurs, var enn á ný í sigurliði í nótt þegar Spurs-liðið vann 88-86 sigur á Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var þúsundasti sigurleikur Tim Duncan á ferli sínum í NBA-deildinni og er hann aðeins þriðji leikmaðurinn sem nær því sögu deildarinnar. Hinir tveir eru Kareem Abdul-Jabbar (1074 sigurleikir) og Robert Parish (1014 sigurleikir) en Tim Duncan er á eini sem hefur unnið þúsund leiki með einu og sama liðinu. Duncan hafði bætti met John Stockton (953) í nóvember yfir flesta sigurleiki með einu félagi. Tim Duncan hefur spilað í NBA síðan 1997 en með hann innanborðs hefur San Antonio Spurs unnið 50 leiki eða fleiri á öllum árum nema því sem var stytt vegna verkfalls leikmanna. Tim Duncan var rólegur í þessum þúsundasta sigurleik sínu, skoraði 3 stig, tók 2 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og varði 2 skot. Tim Duncan hefur verið að bæta við afrekskrána í vetur en í mars varð hann aðeins sjötti leikmaðurinn sem nær að taka 15 þúsund fráköst. Duncan og Abdul-Jabbar eru nú þeir einu í sögunni með að minnsta kosti tuttugu og fimm þúsund stig, fimmtán þúsund fráköst og þrjú þúsund varin skot. Það setur þessa þúsund sigurleiki kannski í smá samhengi að Tim Duncan hefur unnið fleiri sigra í NBA en eftirtalin félög: Charlotte (912), Minnesota (843), Toronto (730), Memphis (694) og New Orleans (527). Annað gott dæmi til samanburðar er að Michael Jordan spilaði samtals 930 leiki með Chicago Bulls.ICYMI: Tim Duncan picked up career win number 1,000, becoming 3rd player in NBA history to reach the feat. pic.twitter.com/psg4Zwqb6w— NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 6, 2016 NBA Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Tim Duncan, leikmaður San Antontio Spurs, var enn á ný í sigurliði í nótt þegar Spurs-liðið vann 88-86 sigur á Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var þúsundasti sigurleikur Tim Duncan á ferli sínum í NBA-deildinni og er hann aðeins þriðji leikmaðurinn sem nær því sögu deildarinnar. Hinir tveir eru Kareem Abdul-Jabbar (1074 sigurleikir) og Robert Parish (1014 sigurleikir) en Tim Duncan er á eini sem hefur unnið þúsund leiki með einu og sama liðinu. Duncan hafði bætti met John Stockton (953) í nóvember yfir flesta sigurleiki með einu félagi. Tim Duncan hefur spilað í NBA síðan 1997 en með hann innanborðs hefur San Antonio Spurs unnið 50 leiki eða fleiri á öllum árum nema því sem var stytt vegna verkfalls leikmanna. Tim Duncan var rólegur í þessum þúsundasta sigurleik sínu, skoraði 3 stig, tók 2 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og varði 2 skot. Tim Duncan hefur verið að bæta við afrekskrána í vetur en í mars varð hann aðeins sjötti leikmaðurinn sem nær að taka 15 þúsund fráköst. Duncan og Abdul-Jabbar eru nú þeir einu í sögunni með að minnsta kosti tuttugu og fimm þúsund stig, fimmtán þúsund fráköst og þrjú þúsund varin skot. Það setur þessa þúsund sigurleiki kannski í smá samhengi að Tim Duncan hefur unnið fleiri sigra í NBA en eftirtalin félög: Charlotte (912), Minnesota (843), Toronto (730), Memphis (694) og New Orleans (527). Annað gott dæmi til samanburðar er að Michael Jordan spilaði samtals 930 leiki með Chicago Bulls.ICYMI: Tim Duncan picked up career win number 1,000, becoming 3rd player in NBA history to reach the feat. pic.twitter.com/psg4Zwqb6w— NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 6, 2016
NBA Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira