Einn sökudólgur stjórnarmaðurinn skrifar 6. apríl 2016 11:00 Staða forsætisráðherra var orðin vonlaus eftir uppljóstranir um eignir hans og konu hans í aflandsfélaginu Wintris Inc. á Tortóla. Afsögn Sigmundar Davíðs var óumflýjanleg eftir að hann var hirtur eins og óþekkur skólastrákur af forseta. Það er þó ekki sú staðreynd að þau hjón hafi átt félagið eða að forsætisráðherra hafi vanrækt að gera grein fyrir eign sinni í hagsmunaskráningu (sem hann sannanlega átti að gera) sem kom honum verst, heldur voru það miklu frekar viðbrögð Sigmundar við uppljóstruninni sem gera útslagið. Í fyrsta lagi var frammistaða Sigmundar í viðtalinu fræga ekki boðleg. Það hefur hann sjálfur viðurkennt. Forsætisráðherra verður að hafa langlundargeð og manndóm til að svara erfiðum spurningum. Í öðru lagi þá laug forsætisráðherra blákalt í viðtalinu, þegar hann sagðist aldrei hafa átt aflandseignir. Það eitt ætti að vera frágangssök. Í þriðja lagi þá hafa viðbrögðin verið í besta falli fáránleg. Af hverju heyrðist hvorki hósti né stuna frá honum um tilvist viðtalsins þær þrjár vikur sem liðu frá því það var tekið, og þar til það var sýnt? Hvernig má það vera að endaleikurinn hafi verið sá að arka umboðslaus á Bessastaði, til þess eins að snúa aftur með skottið milli lappana? Síðast en ekki síst hefur Sigmundur gert Ísland að athlægi um víða veröld. Sú staðreynd að tíðindin rati í alþjóðlega stórmiðla gerir hugmyndir um samsæri Ríkisútvarpsins í besta falli hlægilegar. Sigmundur Davíð og hans ríkisstjórn unnu marga stóra sigra. Efnahagsmálin hafa stórbatnað og uppgjöri gömlu bankanna er við það að ljúka. Þá glittir í afnám gjaldeyrishafta. Það er synd að svona hafi þurft að fara, en sökudólgurinn er aðeins einn. Sigmundur Davíð sjálfur. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Staða forsætisráðherra var orðin vonlaus eftir uppljóstranir um eignir hans og konu hans í aflandsfélaginu Wintris Inc. á Tortóla. Afsögn Sigmundar Davíðs var óumflýjanleg eftir að hann var hirtur eins og óþekkur skólastrákur af forseta. Það er þó ekki sú staðreynd að þau hjón hafi átt félagið eða að forsætisráðherra hafi vanrækt að gera grein fyrir eign sinni í hagsmunaskráningu (sem hann sannanlega átti að gera) sem kom honum verst, heldur voru það miklu frekar viðbrögð Sigmundar við uppljóstruninni sem gera útslagið. Í fyrsta lagi var frammistaða Sigmundar í viðtalinu fræga ekki boðleg. Það hefur hann sjálfur viðurkennt. Forsætisráðherra verður að hafa langlundargeð og manndóm til að svara erfiðum spurningum. Í öðru lagi þá laug forsætisráðherra blákalt í viðtalinu, þegar hann sagðist aldrei hafa átt aflandseignir. Það eitt ætti að vera frágangssök. Í þriðja lagi þá hafa viðbrögðin verið í besta falli fáránleg. Af hverju heyrðist hvorki hósti né stuna frá honum um tilvist viðtalsins þær þrjár vikur sem liðu frá því það var tekið, og þar til það var sýnt? Hvernig má það vera að endaleikurinn hafi verið sá að arka umboðslaus á Bessastaði, til þess eins að snúa aftur með skottið milli lappana? Síðast en ekki síst hefur Sigmundur gert Ísland að athlægi um víða veröld. Sú staðreynd að tíðindin rati í alþjóðlega stórmiðla gerir hugmyndir um samsæri Ríkisútvarpsins í besta falli hlægilegar. Sigmundur Davíð og hans ríkisstjórn unnu marga stóra sigra. Efnahagsmálin hafa stórbatnað og uppgjöri gömlu bankanna er við það að ljúka. Þá glittir í afnám gjaldeyrishafta. Það er synd að svona hafi þurft að fara, en sökudólgurinn er aðeins einn. Sigmundur Davíð sjálfur.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira