Skattaskjól og siðferði stjórnmálamanna Bjarni Halldór Janusson og Geir Finnsson. skrifar 4. apríl 2016 11:21 Í hinum stóra heimi er Ísland smáþjóð, en í huga okkar erum við stærst. Enginn er þessu meira sammála en þeir sem nú ráða hér ríkjum. Það vill bara svo til að við erum ekki endilega stærst í því samhengi sem við getum státað okkur af. Ísland trónir nú efst á lista meðal þjóða á borð við Rússland, Sýrland og Sádí-Arabíu. Forsætisráðherra Íslands er í hópi þjóðarleiðtoga sem eiga sterk tengsl við þekkt skattaskjól. Alþjóðlegar táknmyndir pólitískrar spillingar og vafasams siðferðis víða um heim. Það er ástæða fyrir því að Ísland fær svona mikla umfjöllun. Fjöldi þeirra Íslendinga, sem tengdir eru skattaskjólum, er sláandi þegar tekið er tillit til íbúafjölda landsins. Á listanum má finna forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra landsins svo örfáir aðilar séu nefndir. Íslensku nöfnin á listanum eru mun fleiri, eða um 600 talsins. Þar má finna nöfn fjölda kjörinna fulltrúa á listanum. Það kemur þó varla á óvart. Undanfarin ár hafa mörg mál sprottið upp þar sem stjórnmálamenn fara hvorki eftir reglum né viðurkenndum stjórnsýsluháttum. Áliti almennings á stjórnsýslunni hefur hrakað, en aðeins einn af hverjum fimm treystir ríkisstjórninni og sjöundi hver segist treysta Alþingi. Slíkt gerist þegar sérhagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni. Það eru ekki einungis aðild ráðherra að málinu sem bendir til vanhæfni, heldur einnig viðbrögð þeirra við uppljóstrunum. Feluleikur og óheiðarleiki einkennir því miður íslensk stjórnmál og mál er að linni. Það er eðlileg krafa landsmanna að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar upplýsi um hagsmunatengsl sín. Almannahagsmunir skulu ráða för í stað sérhagsmuna í stefnumótun og skipulagningu samfélagsins. Í frjálslyndu og réttlátu samfélagi er í himnalagi að stunda viðskipti og eiga sínar eignir, svo lengi sem maður gerir grein fyrir þeim. Það kann vel að vera að forsætisráðherra hafi ekki brotið lög með athæfi sínu, en það leikur enginn vafi á að siðferðisbresturinn er mikill. Það er nefnilega eitt að taka þátt í vafasömum viðskiptum sem kynnu, tæknilega séð, að standast lagalegar kröfur, en allt annað þegar stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðar og segja síðan ósatt um aðild sína. Augu alþjóðlegra fréttamiðla eru á okkur og notuð er mynd þar sem forsætisráðherra Íslands er stillt upp við hlið leiðtoga Sýrlands, Írans, Sádí-Arabíu, Úkraínu og Rússlands. Þetta er okkur, sem þjóð, afar skaðlegt. Vinnunni, sem við höfum lagt í að læra af mistökum okkar í hruninu, hefur verið kastað á glæ. Ráðamenn sem hegða sér þannig brjóta beinlínis gegn hagsmunum þjóðarinnar. Þótt forsætisráðherra hafi ekki endilega farið á svig við lög né gerst sekur um stórfelld brot, þá réttlætir það einfaldlega ekki neitt. Brot hans varðar siðferði og stangast á við það réttláta samfélag sem við viljum sjá. Þegar forsætisráðherra fegrar stöðu sína í stað þess að viðurkenna brot sín, þá er það ekki einungis hans eigin orðspor sem bíður hnekki heldur einnig þjóðarinnar og slíkt er með öllu ólíðandi. Nýir og ferskir vindar eru löngu tímabærir inn um dyr Alþingis. Þó að Íran og Sádi-Arabía muni líklega seint leyfa þegnum sínum að finna smjörþefinn af lýðræði, þá gefst okkur Íslendingum sem betur fer færi á að sýna vilja okkar í verki og þann rétt skulum við virða og nýta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í hinum stóra heimi er Ísland smáþjóð, en í huga okkar erum við stærst. Enginn er þessu meira sammála en þeir sem nú ráða hér ríkjum. Það vill bara svo til að við erum ekki endilega stærst í því samhengi sem við getum státað okkur af. Ísland trónir nú efst á lista meðal þjóða á borð við Rússland, Sýrland og Sádí-Arabíu. Forsætisráðherra Íslands er í hópi þjóðarleiðtoga sem eiga sterk tengsl við þekkt skattaskjól. Alþjóðlegar táknmyndir pólitískrar spillingar og vafasams siðferðis víða um heim. Það er ástæða fyrir því að Ísland fær svona mikla umfjöllun. Fjöldi þeirra Íslendinga, sem tengdir eru skattaskjólum, er sláandi þegar tekið er tillit til íbúafjölda landsins. Á listanum má finna forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra landsins svo örfáir aðilar séu nefndir. Íslensku nöfnin á listanum eru mun fleiri, eða um 600 talsins. Þar má finna nöfn fjölda kjörinna fulltrúa á listanum. Það kemur þó varla á óvart. Undanfarin ár hafa mörg mál sprottið upp þar sem stjórnmálamenn fara hvorki eftir reglum né viðurkenndum stjórnsýsluháttum. Áliti almennings á stjórnsýslunni hefur hrakað, en aðeins einn af hverjum fimm treystir ríkisstjórninni og sjöundi hver segist treysta Alþingi. Slíkt gerist þegar sérhagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni. Það eru ekki einungis aðild ráðherra að málinu sem bendir til vanhæfni, heldur einnig viðbrögð þeirra við uppljóstrunum. Feluleikur og óheiðarleiki einkennir því miður íslensk stjórnmál og mál er að linni. Það er eðlileg krafa landsmanna að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar upplýsi um hagsmunatengsl sín. Almannahagsmunir skulu ráða för í stað sérhagsmuna í stefnumótun og skipulagningu samfélagsins. Í frjálslyndu og réttlátu samfélagi er í himnalagi að stunda viðskipti og eiga sínar eignir, svo lengi sem maður gerir grein fyrir þeim. Það kann vel að vera að forsætisráðherra hafi ekki brotið lög með athæfi sínu, en það leikur enginn vafi á að siðferðisbresturinn er mikill. Það er nefnilega eitt að taka þátt í vafasömum viðskiptum sem kynnu, tæknilega séð, að standast lagalegar kröfur, en allt annað þegar stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðar og segja síðan ósatt um aðild sína. Augu alþjóðlegra fréttamiðla eru á okkur og notuð er mynd þar sem forsætisráðherra Íslands er stillt upp við hlið leiðtoga Sýrlands, Írans, Sádí-Arabíu, Úkraínu og Rússlands. Þetta er okkur, sem þjóð, afar skaðlegt. Vinnunni, sem við höfum lagt í að læra af mistökum okkar í hruninu, hefur verið kastað á glæ. Ráðamenn sem hegða sér þannig brjóta beinlínis gegn hagsmunum þjóðarinnar. Þótt forsætisráðherra hafi ekki endilega farið á svig við lög né gerst sekur um stórfelld brot, þá réttlætir það einfaldlega ekki neitt. Brot hans varðar siðferði og stangast á við það réttláta samfélag sem við viljum sjá. Þegar forsætisráðherra fegrar stöðu sína í stað þess að viðurkenna brot sín, þá er það ekki einungis hans eigin orðspor sem bíður hnekki heldur einnig þjóðarinnar og slíkt er með öllu ólíðandi. Nýir og ferskir vindar eru löngu tímabærir inn um dyr Alþingis. Þó að Íran og Sádi-Arabía muni líklega seint leyfa þegnum sínum að finna smjörþefinn af lýðræði, þá gefst okkur Íslendingum sem betur fer færi á að sýna vilja okkar í verki og þann rétt skulum við virða og nýta.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar