Læknir segist hafa gefið leikmönnum Arsenal, Chelsea og Leicester ólögleg lyf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 09:46 Leikmenn Arsenal og Leicester City eru sagðir vera meðal sjúklinga læknisins. Vísir/Getty Breski læknirinn Mark Bonar segist hafa gefið 150 íþróttamönnum í Englandi ólögleg lyf en þar á meðal eru leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, breskir hjólreiðamenn í Tour de France, hnefaleikameistari, tennisspilarar, bardagaíþróttamenn og krikketleikmenn. Breska blaðið The Sunday Times slær þessu upp hjá sér en blaðamaðurinn komst að þessu þegar hann tók upp viðtal við Mark Bonar með falinni myndavél. Blaðamaðurinn heimsótti stofu þessa 38 ára gamla læknis í London og þar viðurkenndi hann að hafa gefið þessum frægu íþróttamönnum ólögleg lyf undanfarin sex ár þar á meðal EPO-lyfið sem Lance Armstrong tók, karlmannshormón, stera og vaxtarhormón. Í þessu myndbandi segir læknirinn frá því að hann væri með fjölda sjúklinga, sem hann kallaði leynisjúklinga en þar á meðal voru leikmenn ensku úrvalsdeildarliðanna Arsenal, Chelsea og Leicester City. „Það að sumir sjúklinga minna séu atvinnuíþróttamenn kemur ekki málinu við. Ef að það er eitthvað að hjá þeim og þeir bera einkenni þá mun ég sinna þeim. Þeir gera sér líka fulla grein fyrir áhættunni sem þeir taka með því að nota þessi lyf á meðan þeir keppa. Það er síðan á þeirra ábyrgð að fylgja lögum um ólöglega lyfjanotkun," segir Mark Bonar í viðtalinu. „Ég er ekki að meðhöndla íþróttamenn aðeins til að gefa þeim árangursaukandi lyf. Það er aðeins fylgikvilli þessarar meðferðar minnar," sagði Bonar. Hann viðurkennir þó að árangur íþróttamannanna hafi verið margfalt meiri í framhaldinu. Mark Bonar segist ekki auglýsa sig opinberlega heldur treysti hann á það að íþróttamenn heyri af meðferð hans mann frá manni. John Whittingdale, íþróttamálaráðherra á Bretlandi er bæði hneykslaður og áhyggjufullur yfir fréttunum og hefur þegar krafist þess að það fari fram óháð rannsókn á því til hvaða aðgerða var gripið þegar fyrstu ásakanir bárust. Hann vill ennfremur fá það á hreint hvað sér best að gera til að hreinsa breskar íþróttir af notkun árangursaukandi lyfja. Aðrar íþróttir Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Sjá meira
Breski læknirinn Mark Bonar segist hafa gefið 150 íþróttamönnum í Englandi ólögleg lyf en þar á meðal eru leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, breskir hjólreiðamenn í Tour de France, hnefaleikameistari, tennisspilarar, bardagaíþróttamenn og krikketleikmenn. Breska blaðið The Sunday Times slær þessu upp hjá sér en blaðamaðurinn komst að þessu þegar hann tók upp viðtal við Mark Bonar með falinni myndavél. Blaðamaðurinn heimsótti stofu þessa 38 ára gamla læknis í London og þar viðurkenndi hann að hafa gefið þessum frægu íþróttamönnum ólögleg lyf undanfarin sex ár þar á meðal EPO-lyfið sem Lance Armstrong tók, karlmannshormón, stera og vaxtarhormón. Í þessu myndbandi segir læknirinn frá því að hann væri með fjölda sjúklinga, sem hann kallaði leynisjúklinga en þar á meðal voru leikmenn ensku úrvalsdeildarliðanna Arsenal, Chelsea og Leicester City. „Það að sumir sjúklinga minna séu atvinnuíþróttamenn kemur ekki málinu við. Ef að það er eitthvað að hjá þeim og þeir bera einkenni þá mun ég sinna þeim. Þeir gera sér líka fulla grein fyrir áhættunni sem þeir taka með því að nota þessi lyf á meðan þeir keppa. Það er síðan á þeirra ábyrgð að fylgja lögum um ólöglega lyfjanotkun," segir Mark Bonar í viðtalinu. „Ég er ekki að meðhöndla íþróttamenn aðeins til að gefa þeim árangursaukandi lyf. Það er aðeins fylgikvilli þessarar meðferðar minnar," sagði Bonar. Hann viðurkennir þó að árangur íþróttamannanna hafi verið margfalt meiri í framhaldinu. Mark Bonar segist ekki auglýsa sig opinberlega heldur treysti hann á það að íþróttamenn heyri af meðferð hans mann frá manni. John Whittingdale, íþróttamálaráðherra á Bretlandi er bæði hneykslaður og áhyggjufullur yfir fréttunum og hefur þegar krafist þess að það fari fram óháð rannsókn á því til hvaða aðgerða var gripið þegar fyrstu ásakanir bárust. Hann vill ennfremur fá það á hreint hvað sér best að gera til að hreinsa breskar íþróttir af notkun árangursaukandi lyfja.
Aðrar íþróttir Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Sjá meira