Vígamenn komast í gegnum öryggisnet Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2016 22:11 Vísir/EPA Þegar Ibrahim El Bakraoui sprengdi sig í loft upp á flugvellinum í Brussel, var það í minnst þriðja sinn sem hann fór óáreittur um flugvöll á undanförnum mánuðum. Tyrkir grunuðu hann um að vera hryðjuverkamaður. Hann var fyrrverandi fangi í Belgíu og eftirlýstur fyrir að hafa rofið skilorð. Þrátt fyrir það fékk hann að fljúga frá Istanbúl til Hollands og hverfa í Evrópu. Ferðalag Bakraoui um Evrópu hafa vakið upp spurningar um það hvort að yfirvöld álfunnar viti um þá fimm þúsund sem grunaðir eru um að hafa ferðast til Sýrlands og Írak og barist þar með vígahópum. Þeir menn eru taldir vera mikil ógn gegn öryggi íbúa Evrópu.Rannsókn AP fréttaveitunnar bendir til þess að stór göt sé að finna á öryggisneti Evrópu. Dæmi eru rakin um fleiri vígamenn sem hafa ferðast um heimsálfuna, að virðist alveg óáreittir af lögreglu. Yfirvöld í Tyrklandi hafa vísað um 3,250 grunuðum hryðjuverkamönnum úr landi frá 2011 og þar eru ekki með taldir þeir sem hafa reynt að ferðast til Sýrlands og hafa verið stöðvaðir. Þegar kemur að Bakraoui segja Tyrkir að yfirvöld í Belgíu hafi ekki farið fram á að hann yrði framseldur þangað og því hafi honum verið frjálst að ferðast um Evrópu. Embættismenn í Tyrklandi segja að yfirvöld í Belgíu hafi verið vöruð við því að hann væri grunaður um að vera hryðjuverkamaður. Stjórnvöld í Belgíu segja að þær upplýsingar hafi ekki fylgt viðvöruninni. Þá segir í grein AP að engin alþjóðalög fjalli um framsöl, einungis viðmið og starfsreglur. Þá er upplýsingaflæði á milli leyniþjónusta lítið sem ekkert. Þá sérstaklega þegar kemur að Tyrklandi. Þó er unnið að nýjum reglum innan ESB og eru þær sagðar vera nærri því tilbúnar. Samkvæmt þeim verði nöfn íbúa ESB borin saman við gagnagrunna lögregluembætta. Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Þegar Ibrahim El Bakraoui sprengdi sig í loft upp á flugvellinum í Brussel, var það í minnst þriðja sinn sem hann fór óáreittur um flugvöll á undanförnum mánuðum. Tyrkir grunuðu hann um að vera hryðjuverkamaður. Hann var fyrrverandi fangi í Belgíu og eftirlýstur fyrir að hafa rofið skilorð. Þrátt fyrir það fékk hann að fljúga frá Istanbúl til Hollands og hverfa í Evrópu. Ferðalag Bakraoui um Evrópu hafa vakið upp spurningar um það hvort að yfirvöld álfunnar viti um þá fimm þúsund sem grunaðir eru um að hafa ferðast til Sýrlands og Írak og barist þar með vígahópum. Þeir menn eru taldir vera mikil ógn gegn öryggi íbúa Evrópu.Rannsókn AP fréttaveitunnar bendir til þess að stór göt sé að finna á öryggisneti Evrópu. Dæmi eru rakin um fleiri vígamenn sem hafa ferðast um heimsálfuna, að virðist alveg óáreittir af lögreglu. Yfirvöld í Tyrklandi hafa vísað um 3,250 grunuðum hryðjuverkamönnum úr landi frá 2011 og þar eru ekki með taldir þeir sem hafa reynt að ferðast til Sýrlands og hafa verið stöðvaðir. Þegar kemur að Bakraoui segja Tyrkir að yfirvöld í Belgíu hafi ekki farið fram á að hann yrði framseldur þangað og því hafi honum verið frjálst að ferðast um Evrópu. Embættismenn í Tyrklandi segja að yfirvöld í Belgíu hafi verið vöruð við því að hann væri grunaður um að vera hryðjuverkamaður. Stjórnvöld í Belgíu segja að þær upplýsingar hafi ekki fylgt viðvöruninni. Þá segir í grein AP að engin alþjóðalög fjalli um framsöl, einungis viðmið og starfsreglur. Þá er upplýsingaflæði á milli leyniþjónusta lítið sem ekkert. Þá sérstaklega þegar kemur að Tyrklandi. Þó er unnið að nýjum reglum innan ESB og eru þær sagðar vera nærri því tilbúnar. Samkvæmt þeim verði nöfn íbúa ESB borin saman við gagnagrunna lögregluembætta.
Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira