Lögregla á Brusselflugvelli hótar verkfalli Þorfinnur Ómarsson skrifar 1. apríl 2016 13:49 Lögregla á flugvellinum í Brussel hótar því að fara í verkfall verði flugvöllurinn opnaður á ný í dag, eins og gert er ráð fyrir. Flugvöllurinn hefur verið lokaður frá hryðjuverkaárásunum fyrir tíu dögum og þótt hann verði opnaður í dag er ólíklegt talið að flugsamgöngur komist í eðlilegt horf þar sem öryggismálum er enn ábótavant. Mun lengri tíma hefur tekið að tryggja öryggi á flugvellinum hér í Brussel en stefnt var að í fyrstu. Eftir árásirnar á þriðjudag í síðustu viku, sem kostuðu þrjátíu og tvo lífið og skildu yfir hundrað manns eftir í sárum, var rætt um að hefja flug að nýju tveimur dögum síðar. Það hefur ekki gengið eftir og hefur hver frestunin verið tilkynnt á fætur annarri. Síðast í gær var svo gefið út að tæknilega væri hægt að opna flugvöllinn í kvöld, en þó að mjög takmörkuðu leyti, eða sem nemur 20 prósentum af hefðbundinni starfsemi. Þannig er ljóst að þó flugvöllurinn opni í kvöld, munu mörg flugfélög áfram þurfa að aflýsa flugi næstu vikurnar, í það minnsta. Hversu mikil áhrif þetta kann að hafa á flug Icelandair á næstunni er óvíst á þessari stundu. En jafnvel þó yfirvöld telji sig geta hafið flug að takmörkuðu leyti í kvöld, gætu þau áform breyst síðar í dag, þar sem öryggismál eru enn í tvísýnu. Þannig hefur lögregla á flugvellinum kvartað sáran yfir andvaraleysi yfirvalda, sem fara með rannsókn á hryðjuverkunum, og hótar að fara í verkfall um helgina, verði flugvöllurinn opnaður. Lögregla fer fram á ýmsar úrbætur og telur ekki nóg að koma öryggismálum í sama horf og fyrir árásina, því eins og fram hefur komið var hún gerð við innritunarborð, þar sem nær engin öryggisgæsla hefur verið til þessa. Því leggur lögregla til að vopnaleit á farþegum hefjist fyrr, eða strax við inngang í flugstöðina, en slíkt myndi krefjast verulegra breytinga á flugvellinum. Þessar hugmyndir hafa raunar verið ræddar víðar í Evrópu undanfarna daga og er talið líklegt að sprengjuárásin á Brussel-flugvelli muni hafa víðtæk áhrif á öryggisgæslu á flugvöllum í Evrópu og jafnvel víðar. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00 Flugvöllurinn í Brussel ekki jafn mikið skemmdur og talið var Mögulega verður hægt að opna flugvöllinn á ný á þriðjudaginn í næstu viku. 26. mars 2016 22:03 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Lögregla á flugvellinum í Brussel hótar því að fara í verkfall verði flugvöllurinn opnaður á ný í dag, eins og gert er ráð fyrir. Flugvöllurinn hefur verið lokaður frá hryðjuverkaárásunum fyrir tíu dögum og þótt hann verði opnaður í dag er ólíklegt talið að flugsamgöngur komist í eðlilegt horf þar sem öryggismálum er enn ábótavant. Mun lengri tíma hefur tekið að tryggja öryggi á flugvellinum hér í Brussel en stefnt var að í fyrstu. Eftir árásirnar á þriðjudag í síðustu viku, sem kostuðu þrjátíu og tvo lífið og skildu yfir hundrað manns eftir í sárum, var rætt um að hefja flug að nýju tveimur dögum síðar. Það hefur ekki gengið eftir og hefur hver frestunin verið tilkynnt á fætur annarri. Síðast í gær var svo gefið út að tæknilega væri hægt að opna flugvöllinn í kvöld, en þó að mjög takmörkuðu leyti, eða sem nemur 20 prósentum af hefðbundinni starfsemi. Þannig er ljóst að þó flugvöllurinn opni í kvöld, munu mörg flugfélög áfram þurfa að aflýsa flugi næstu vikurnar, í það minnsta. Hversu mikil áhrif þetta kann að hafa á flug Icelandair á næstunni er óvíst á þessari stundu. En jafnvel þó yfirvöld telji sig geta hafið flug að takmörkuðu leyti í kvöld, gætu þau áform breyst síðar í dag, þar sem öryggismál eru enn í tvísýnu. Þannig hefur lögregla á flugvellinum kvartað sáran yfir andvaraleysi yfirvalda, sem fara með rannsókn á hryðjuverkunum, og hótar að fara í verkfall um helgina, verði flugvöllurinn opnaður. Lögregla fer fram á ýmsar úrbætur og telur ekki nóg að koma öryggismálum í sama horf og fyrir árásina, því eins og fram hefur komið var hún gerð við innritunarborð, þar sem nær engin öryggisgæsla hefur verið til þessa. Því leggur lögregla til að vopnaleit á farþegum hefjist fyrr, eða strax við inngang í flugstöðina, en slíkt myndi krefjast verulegra breytinga á flugvellinum. Þessar hugmyndir hafa raunar verið ræddar víðar í Evrópu undanfarna daga og er talið líklegt að sprengjuárásin á Brussel-flugvelli muni hafa víðtæk áhrif á öryggisgæslu á flugvöllum í Evrópu og jafnvel víðar.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00 Flugvöllurinn í Brussel ekki jafn mikið skemmdur og talið var Mögulega verður hægt að opna flugvöllinn á ný á þriðjudaginn í næstu viku. 26. mars 2016 22:03 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00
Flugvöllurinn í Brussel ekki jafn mikið skemmdur og talið var Mögulega verður hægt að opna flugvöllinn á ný á þriðjudaginn í næstu viku. 26. mars 2016 22:03