Að stíga út úr skjóli Árni Páll Árnason skrifar 1. apríl 2016 07:00 Ríkisstjórnin er nú rúin trausti. Forsætisráðherra hefur ekki upplýst um hagsmuni sína, sem máli gátu skipt við meðferð brýnna þjóðarhagsmuna. Fjármálaráðherra er tvísaga um eignir í erlendum skattaskjólum. Á alþjóðavettvangi hafa vestræn ríki barist af hörku gegn skattaskjólum og Ísland hefur tekið þátt í þeirri baráttu. Það er einsdæmi að forysta ríkisstjórnar vestræns lýðræðisríkis eigi eignir í slíkum skjólum og það verður þjóðinni ekki til vegsauka. Þar fyrir utan er það birtingarmynd þeirrar staðreyndar að forysta stjórnarflokkanna deilir ekki kjörum með þjóðinni. Fréttir sem birst hafa undanfarna daga sýna að upplýsingum var leynt fyrir þjóðinni fyrir síðustu kosningar. Þegar þing hefst á ný í næstu viku munu þingmenn stjórnarmeirihlutans þurfa að svara þeirri spurningu hvort þeir treysti sér til að hitta kjósendur sína eða hvort þeir ætla að hreiðra um sig með forystumönnunum í skjólinu. Okkar ábyrgð er að tryggja að stjórnkerfið taki þetta mál og rannsaki. Þess vegna hef ég fyrir hönd okkar í stjórnarandstöðunni óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, með umboðsmanni Alþingis, til að fara yfir hæfi forsætisráðherra til að vinna að samningum við kröfuhafa þegar hann sat beggja vegna borðsins. Við þurfum líka að fá skýr svör frá fjármálaráðherra um af hverju í ósköpunum forsætisráðherra landsins þurfti einn manna ekki að uppfylla neinar trúnaðarskyldur vegna afnámsferlisins, eða af hverju fjármálaráðherrann krafði hann og aðra þá sem unnið hafa að afnámi hafta ekki um að þeir gerðu grein fyrir hagsmunum sínum af niðurstöðunni. Við þurfum forystu sem treystir sér til að koma hreint fram og hafa allt uppi á borðum. Forystu sem deilir kjörum með þjóðinni. Ekki forystu sem sífellt flækist úr einu skjóli í annað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er nú rúin trausti. Forsætisráðherra hefur ekki upplýst um hagsmuni sína, sem máli gátu skipt við meðferð brýnna þjóðarhagsmuna. Fjármálaráðherra er tvísaga um eignir í erlendum skattaskjólum. Á alþjóðavettvangi hafa vestræn ríki barist af hörku gegn skattaskjólum og Ísland hefur tekið þátt í þeirri baráttu. Það er einsdæmi að forysta ríkisstjórnar vestræns lýðræðisríkis eigi eignir í slíkum skjólum og það verður þjóðinni ekki til vegsauka. Þar fyrir utan er það birtingarmynd þeirrar staðreyndar að forysta stjórnarflokkanna deilir ekki kjörum með þjóðinni. Fréttir sem birst hafa undanfarna daga sýna að upplýsingum var leynt fyrir þjóðinni fyrir síðustu kosningar. Þegar þing hefst á ný í næstu viku munu þingmenn stjórnarmeirihlutans þurfa að svara þeirri spurningu hvort þeir treysti sér til að hitta kjósendur sína eða hvort þeir ætla að hreiðra um sig með forystumönnunum í skjólinu. Okkar ábyrgð er að tryggja að stjórnkerfið taki þetta mál og rannsaki. Þess vegna hef ég fyrir hönd okkar í stjórnarandstöðunni óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, með umboðsmanni Alþingis, til að fara yfir hæfi forsætisráðherra til að vinna að samningum við kröfuhafa þegar hann sat beggja vegna borðsins. Við þurfum líka að fá skýr svör frá fjármálaráðherra um af hverju í ósköpunum forsætisráðherra landsins þurfti einn manna ekki að uppfylla neinar trúnaðarskyldur vegna afnámsferlisins, eða af hverju fjármálaráðherrann krafði hann og aðra þá sem unnið hafa að afnámi hafta ekki um að þeir gerðu grein fyrir hagsmunum sínum af niðurstöðunni. Við þurfum forystu sem treystir sér til að koma hreint fram og hafa allt uppi á borðum. Forystu sem deilir kjörum með þjóðinni. Ekki forystu sem sífellt flækist úr einu skjóli í annað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun