Sjaldan meiri ánægja með störf Ólafs Ragnars Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 15:03 Ólafur Ragnar Grímsson Vísir/Anton Brink 60,7 prósent svarenda í könnun MMR á dögunum sögðust vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en könnunin var framkvæmd dagana 4.-5. apríl síðastliðinn. Í fréttatilkynningu frá MMR segir að ánægja með störf forseta hafi sjaldan mælst meiri, en í könnun MMR í febrúar 2013 sögðust 63,6 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars. Í sambærilegri könnun í desember í fyrra kváðust rúm 47 prósent ánægð með störf forseta. Flestum eru atburðir síðustu vikna eflaust enn í fersku minni en þegar könnun MMR var gerð var mikið um að vera í stjórnmálunum. Þann 5. apríl fór þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á Bessastaði og óskaði eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða kosninga. Í kjölfar þess fundar hélt Ólafur Ragnar blaðamannafund þar sem hann greindi frá því að hann hefði hafnað beiðni ráðherrans. Í gær tilkynnti Ólafur Ragnar svo að hann ætlaði að bjóða sig fram í sjötta sinn sem forseti og má ætla, af niðurstöðum könnunar MMR nú, að sú ákvörðun hafi glatt marga. Heildarfjöldi svarenda í könnuninni var 987 einstaklingar. 15 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera óánægð með störf Ólafs Ragnars en ánægja með forsetann er afar mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þannig segjast 99 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Framsókn vera ánægð með störf Ólafs Ragnars borið saman við 27 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir "Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram,“ segir einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins. 19. apríl 2016 14:16 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
60,7 prósent svarenda í könnun MMR á dögunum sögðust vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en könnunin var framkvæmd dagana 4.-5. apríl síðastliðinn. Í fréttatilkynningu frá MMR segir að ánægja með störf forseta hafi sjaldan mælst meiri, en í könnun MMR í febrúar 2013 sögðust 63,6 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars. Í sambærilegri könnun í desember í fyrra kváðust rúm 47 prósent ánægð með störf forseta. Flestum eru atburðir síðustu vikna eflaust enn í fersku minni en þegar könnun MMR var gerð var mikið um að vera í stjórnmálunum. Þann 5. apríl fór þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á Bessastaði og óskaði eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða kosninga. Í kjölfar þess fundar hélt Ólafur Ragnar blaðamannafund þar sem hann greindi frá því að hann hefði hafnað beiðni ráðherrans. Í gær tilkynnti Ólafur Ragnar svo að hann ætlaði að bjóða sig fram í sjötta sinn sem forseti og má ætla, af niðurstöðum könnunar MMR nú, að sú ákvörðun hafi glatt marga. Heildarfjöldi svarenda í könnuninni var 987 einstaklingar. 15 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera óánægð með störf Ólafs Ragnars en ánægja með forsetann er afar mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þannig segjast 99 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Framsókn vera ánægð með störf Ólafs Ragnars borið saman við 27 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir "Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram,“ segir einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins. 19. apríl 2016 14:16 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir "Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram,“ segir einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins. 19. apríl 2016 14:16
Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00
Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56