Dorrit snúist hugur um veruna á Bessastöðum Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2016 20:05 Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff. Vísir/Anton Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, var mótfallin ákvörðun hans um að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Íslands, en snerist hugur vegna atburða hér á landi undanfarið. Ólafur sagði frá þessu á blaðamannafundinum í dag þegar hann tilkynnti framboð sitt. Hann hefur gegnt embættinu síðan 1996 og býður hann fram krafta sína í sjötta skiptið. „Dorrit var nú lengi vel þeirrar skoðunar að þetta væri komið nóg og það væri kominn tími til þess að við hefðum meiri tíma fyrir okkur sjálf,“ sagði Ólafur. „En hún hefur hins vegar, sérstaklega í kjölfar þeirra atburða sem hér urðu að undanförnu, komist að þeirri niðurstöðu, eins og hún hefur orðað það, að það sé skylda mín að verða við þessum kröfum og þessum óskum um að gefa aftur kost á mér og það væri ábyrgðarleysi að svara þeim kröfum neitandi. Svo verður það bara að koma í ljós hvort að þjóðin vildi að ég yrði hér áfram eða ekki. Við munum taka þeim úrslitum af æðruleysi hver svo sem að þau kunna að vera.“Sjá einnig: Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Í áramótaávarpi sínu 2012 sagðist Ólafur ekki ætla að bjóða sig fram aftur til forseta og sagði hann að þau hlakkaði til frjálsari stunda. Síðan snerist honum þó hugur og bauð hann sig fram aftur eins og þekkt er og sigraði í kosningum. Ólafur Ragnar hefur nú þegar verið 20 ár í embætti, nái hann endurkjöri verður hann 24 ár í embætti forseta Íslands. Forsetakjör Tengdar fréttir Guðmundur Franklín dregur framboðið til baka Lýsir yfir stuðningi við Ólaf Ragnar Grímsson. 18. apríl 2016 17:38 Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 „Núna hefur staðan breyst allverulega“ Guðni Th. Jóhannesson enn undir feldi. 18. apríl 2016 18:46 Fæstir láta framboð Ólafs Ragnars slá sig út af laginu Forsetaframbjóðendur eru flestir sammála því að ákvörðun forseta Íslands hafi komið sér á óvart. 18. apríl 2016 18:07 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, var mótfallin ákvörðun hans um að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Íslands, en snerist hugur vegna atburða hér á landi undanfarið. Ólafur sagði frá þessu á blaðamannafundinum í dag þegar hann tilkynnti framboð sitt. Hann hefur gegnt embættinu síðan 1996 og býður hann fram krafta sína í sjötta skiptið. „Dorrit var nú lengi vel þeirrar skoðunar að þetta væri komið nóg og það væri kominn tími til þess að við hefðum meiri tíma fyrir okkur sjálf,“ sagði Ólafur. „En hún hefur hins vegar, sérstaklega í kjölfar þeirra atburða sem hér urðu að undanförnu, komist að þeirri niðurstöðu, eins og hún hefur orðað það, að það sé skylda mín að verða við þessum kröfum og þessum óskum um að gefa aftur kost á mér og það væri ábyrgðarleysi að svara þeim kröfum neitandi. Svo verður það bara að koma í ljós hvort að þjóðin vildi að ég yrði hér áfram eða ekki. Við munum taka þeim úrslitum af æðruleysi hver svo sem að þau kunna að vera.“Sjá einnig: Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Í áramótaávarpi sínu 2012 sagðist Ólafur ekki ætla að bjóða sig fram aftur til forseta og sagði hann að þau hlakkaði til frjálsari stunda. Síðan snerist honum þó hugur og bauð hann sig fram aftur eins og þekkt er og sigraði í kosningum. Ólafur Ragnar hefur nú þegar verið 20 ár í embætti, nái hann endurkjöri verður hann 24 ár í embætti forseta Íslands.
Forsetakjör Tengdar fréttir Guðmundur Franklín dregur framboðið til baka Lýsir yfir stuðningi við Ólaf Ragnar Grímsson. 18. apríl 2016 17:38 Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 „Núna hefur staðan breyst allverulega“ Guðni Th. Jóhannesson enn undir feldi. 18. apríl 2016 18:46 Fæstir láta framboð Ólafs Ragnars slá sig út af laginu Forsetaframbjóðendur eru flestir sammála því að ákvörðun forseta Íslands hafi komið sér á óvart. 18. apríl 2016 18:07 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Guðmundur Franklín dregur framboðið til baka Lýsir yfir stuðningi við Ólaf Ragnar Grímsson. 18. apríl 2016 17:38
Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15
Fæstir láta framboð Ólafs Ragnars slá sig út af laginu Forsetaframbjóðendur eru flestir sammála því að ákvörðun forseta Íslands hafi komið sér á óvart. 18. apríl 2016 18:07