Körfubolti

Meistararnir byrjuðu úrslitakeppnina á auðveldum sigri | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry spilaði bara fyrri hálfleikinn í gærkvöldi, en skoraði 24 stig.
Curry spilaði bara fyrri hálfleikinn í gærkvöldi, en skoraði 24 stig. vísir/getty
Golden State Warriors byrja úrslitakeppnina í NBA-deildinni af fullum krafti, en þeir unnu öruggan sigur á Houston í gærkvöldi, 104-78.

Meistararnir frá því í fyrra byrjuðu af miklum krafti og komust í 6-0 og eftir það var aldrei snúið. Þeir unnu fyrsta leikhlutann 33-15 og voru 60-33 yfir í hálfleik, en lokatölur 104-78.

Stephen Curry lék á alls oddi í fyrri hálfleik og skoraði 24 stig, en hann spilaði ekkert í síðari hálfleik vegna meiðsla. Hann endaði þó stigahæstur hjá Warriors, en James Harden var stigahæstur hjá Houston með 17 stig.

Oklahoma átti ekki í neinum vandræðum með Dallas Mavericks á heimavelli í nótt. Oklahoma setti tóninn í fyrri hálfleik og leiddi 26-11 eftir hann og voru 26 stigum yfir í hálfleik, 59-33. Þeir unnu að lokum 38 stiga sigur, 108-70.

Russell Westbrook spilaði vel í liði Oklahoma og skoraði 24 stig og gaf ellefu stoðsendingar, en Dirk Nowitzki skoraði átján stig fyrir gestina frá Dallas.

Indiana hefur tekið forystuna í einvíginu gegn Toronto, en Indiana vann tíu stiga sigur í fyrsta leik liðanna í Toronto í gærkvöldi, 100-90. Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi og staðan var meðal annars 43-45, Toronto í vil í hálfleik.

Í síðari hálfleik reyndust gestirnir sterkari og stálu heimavallarréttinum af Toronto. Paul George var frábær í liði Indiana, en hann skoraði 33 stig og gaf sex stoðsendingar. Í liði Toronto var Cory Joseph stigahæstur með átján stig.

Boston og Atlanta voru með nákvæmlega sama sigurhlutfall í deildarkeppninni í vetur og þau mættast í Atlanta í nótt, en leikurinn var rosalega spennandi.

Atlanta vann að lokum eins stigs sigur, 102-101, eftir æsispennandi lokamínútur þar sem Atlanta reyndust þó sterkari. Al Horford spilaði vel fyrir Atlanta, en hann skoraði 25 stig og tók 12 fráköst. Isaiah Thomas skoraði 27 stig fyrir gestina og gaf átta stoðsendingar.

Hér að neðan má sjá öll úrslitin og nokkur myndbönd frá leikjum gærkvöldsins.

Öll úrslit næturinnar:

Golden State - Houston 104-78

Oklahoma - Dallas 108-70

Indiana - Toronto 100-90

Boston - Atlanta 102-101

Curry-vaktin: Westbrook og Durant voru í stuði í nótt: Barátta Thomas og Al:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×