Rússíbani sem fer alla leið í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2016 07:00 Pálína Gunnlaugsdóttir er fimmfaldur Íslandsmeistari. vísir/stefán Körfubolti Snæfell hefur aldrei tapað í lokaúrslitum kvenna og Haukakonan Pálína Gunnlaugsdóttir á fimm gullpeninga úr þeim fimm úrslitaeinvígum sem hún hefur tekið þátt á ferlinum. Snæfellsliðið hefur unnið 3-0 sigra á Haukum (2014) og Keflavík (2015) í lokaúrslitum síðustu tveggja ára en ólíkt þessum einvígum er Snæfellsliðið ekki með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu í ár sem hefst með fyrsta leik klukkan 17.00 í dag á heimavelli Hauka á Ásvöllum. „Þetta verður einhver rússíbani,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sem var svo nálægt því að slá Hauka út í undanúrslitunum. Grindavík komst í 2-0 en Haukar unnu þrjá síðustu leikina. Daníel hefur þrisvar fagnað sigri á móti Haukum á tímabilinu en lið hans tapaði aftur á móti öllum fimm leikjum sínum á móti Snæfelli, þar á meðal bikarúrslitaleiknum í febrúar. „Bæði liðin eru með gríðarlega sterkan heimavöll og ég er alveg sannfærður um að þetta fari í oddaleik og endi því í úrslitaleik á Ásvöllum,“ segir Daníel og það má heyra á honum að það er ekkert auðvelt að spá fyrir um næstu Íslandsmeistara. „Ég giska á það að Snæfell hafi þetta í oddaleik,“ segir Daníel.graf/fréttablaðið„Haukar eru með gríðarlega sterkt lið en Snæfell er líka með frábært lið. Snæfell er líka með frábæran erlendan leikmann sem getur klárað leiki upp á sitt eindæmi. Þetta verður barátta á milli Haiden og Helenu,“ segir Daníel. Haiden Palmer hjá Snæfelli og Helena Sverrisdóttir hjá Haukum voru framlagshæstar í undanúrslitunum og í þeim innbyrðisleikjum liðanna sem þær hafa byrjað vel hafa þeirra lið verið í mjög góðum málum. „Þetta getur dottið báðum megin en í þessu einvígi, sem verður stál í stál, þá tel ég að Snæfell hafi yfirhöndina. Þær eru líka með gríðarlega sterkan leiðtoga í Gunnhildi og eru ríkjandi meistarar sem hjálpar þeim líka,“ segir Daníel. Haukarnir unnu 19 stiga sigur í síðasta leik liðanna þar sem Haukaliðið var komið í 27-12 eftir fyrsta leikhlutann. Þá voru 49 dagar og einn bikarmeistaratitill hjá Snæfelli frá því að liðin mættust í Stykkishólmi þar sem Snæfell komst í 29-11 eftir fyrsta leikhlutann og vann 84-70. „Í seríunni okkar á móti Haukum var varnarleikurinn í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Það er það sem Haukarnir ætla að byggja á en Snæfell er með öðruvísi lið en við og hefur innanborðs leikstjórnanda sem er að skora mikið,“ segir Daníel. „Þetta verður gríðarlega skemmtilegt einvígi,“ segir Daníel að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Körfubolti Snæfell hefur aldrei tapað í lokaúrslitum kvenna og Haukakonan Pálína Gunnlaugsdóttir á fimm gullpeninga úr þeim fimm úrslitaeinvígum sem hún hefur tekið þátt á ferlinum. Snæfellsliðið hefur unnið 3-0 sigra á Haukum (2014) og Keflavík (2015) í lokaúrslitum síðustu tveggja ára en ólíkt þessum einvígum er Snæfellsliðið ekki með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu í ár sem hefst með fyrsta leik klukkan 17.00 í dag á heimavelli Hauka á Ásvöllum. „Þetta verður einhver rússíbani,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sem var svo nálægt því að slá Hauka út í undanúrslitunum. Grindavík komst í 2-0 en Haukar unnu þrjá síðustu leikina. Daníel hefur þrisvar fagnað sigri á móti Haukum á tímabilinu en lið hans tapaði aftur á móti öllum fimm leikjum sínum á móti Snæfelli, þar á meðal bikarúrslitaleiknum í febrúar. „Bæði liðin eru með gríðarlega sterkan heimavöll og ég er alveg sannfærður um að þetta fari í oddaleik og endi því í úrslitaleik á Ásvöllum,“ segir Daníel og það má heyra á honum að það er ekkert auðvelt að spá fyrir um næstu Íslandsmeistara. „Ég giska á það að Snæfell hafi þetta í oddaleik,“ segir Daníel.graf/fréttablaðið„Haukar eru með gríðarlega sterkt lið en Snæfell er líka með frábært lið. Snæfell er líka með frábæran erlendan leikmann sem getur klárað leiki upp á sitt eindæmi. Þetta verður barátta á milli Haiden og Helenu,“ segir Daníel. Haiden Palmer hjá Snæfelli og Helena Sverrisdóttir hjá Haukum voru framlagshæstar í undanúrslitunum og í þeim innbyrðisleikjum liðanna sem þær hafa byrjað vel hafa þeirra lið verið í mjög góðum málum. „Þetta getur dottið báðum megin en í þessu einvígi, sem verður stál í stál, þá tel ég að Snæfell hafi yfirhöndina. Þær eru líka með gríðarlega sterkan leiðtoga í Gunnhildi og eru ríkjandi meistarar sem hjálpar þeim líka,“ segir Daníel. Haukarnir unnu 19 stiga sigur í síðasta leik liðanna þar sem Haukaliðið var komið í 27-12 eftir fyrsta leikhlutann. Þá voru 49 dagar og einn bikarmeistaratitill hjá Snæfelli frá því að liðin mættust í Stykkishólmi þar sem Snæfell komst í 29-11 eftir fyrsta leikhlutann og vann 84-70. „Í seríunni okkar á móti Haukum var varnarleikurinn í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Það er það sem Haukarnir ætla að byggja á en Snæfell er með öðruvísi lið en við og hefur innanborðs leikstjórnanda sem er að skora mikið,“ segir Daníel. „Þetta verður gríðarlega skemmtilegt einvígi,“ segir Daníel að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira