Nýtt nafn í 50-45-90 klúbb NBA í bókstaflegri merkingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 16:30 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry átti ótrúlegt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hvort sem litið er á frammistöðu hans sjálfs eða gengi liðs hans Golden State Warriors. Curry endurskrifaði söguna á báðum stöðum. Curry skoraði 46 stig í nótt þegar Golden State Warriors bæti met Chicago Bulls frá 1995-96 með því að vinna sinn 73. leik á tímabilinu. Meðal athyglisverðustu tölfræði Stephen Curry í deildarkeppninni er sú að hann varð með hittni sinni í vetur aðeins þriðji meðlimurinn í 50-45-90 klúbbi NBA-deildarinnar. Reyndar er sjá fjórði með hálfgerða aukaaðild. Meðlimir í þeim klúbbi enda tímabilið með betri en fimmtíu prósent skotnýtingu, betri en 45 prósent þriggja stiga nýtingu og betri en 90 prósent vítanýtingu. Stephen Curry skoraði 30,1 stig og gaf 6,7 stoðsendingar að meðaltali í 79 leikjum sínum með Golden State Warriors á þessu tímabili. Hann var með 50,4 prósent skotnýtingu, 45,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 90,8 prósent vítanýtingu. Curry skoraði 5,1 þriggja stiga körfu að meðaltali í leik eða 402 þrista í 79 leikjum. Enginn tók fleiri þriggja stiga skot og enginn í sögunni hefur verið nálægt því að hitti úr fleiri slíkum skotum. Það sem er jafnvel skemmtilegra er að hingað til hafa allir meðlimirnir heitið Steve en það eru Steve Kerr, Steve Nash og svo Steve Novak sem er með aukaaðild. Steve Novak var með 52,2 prósent skotnýtingu, 56,6 prósent þriggja stiga nýtingu og 100 prósent vítanýtingu með Dallas Mavericks og San Antonio Spurs tímabilið 2010-11 en tók aðeins 67 skot, 45 þriggja stiga skot og 8 víti. Hann náði því ekki lágmörkunum yfir fjölda skota. Hinir tveir náðu hinsvegar nauðsynlegum lágmörkum til þess að fá fulla aðild að klúbbnum. Steve Kerr var með 50,6 prósent skotnýtingu, 51,5 prósent þriggja stiga nýtingu og 92,9 prósent vítanýtingu í 82 leikjum með Chicago Bulls tímabilið 1995-96. Steve Nash var með 50,4 prósent skotnýtingu, 47 prósent þriggja stiga nýtingu og 90,6 prósent vítanýtingu í 81 leik með Phoenix Suns tímabilið 2007-08.Stephen Curry: 3rd player to shoot 90% from the FT line, 50% from the field and 45% from 3-point range in a season pic.twitter.com/bQvKLDyd0c— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 14, 2016 NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Stephen Curry átti ótrúlegt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hvort sem litið er á frammistöðu hans sjálfs eða gengi liðs hans Golden State Warriors. Curry endurskrifaði söguna á báðum stöðum. Curry skoraði 46 stig í nótt þegar Golden State Warriors bæti met Chicago Bulls frá 1995-96 með því að vinna sinn 73. leik á tímabilinu. Meðal athyglisverðustu tölfræði Stephen Curry í deildarkeppninni er sú að hann varð með hittni sinni í vetur aðeins þriðji meðlimurinn í 50-45-90 klúbbi NBA-deildarinnar. Reyndar er sjá fjórði með hálfgerða aukaaðild. Meðlimir í þeim klúbbi enda tímabilið með betri en fimmtíu prósent skotnýtingu, betri en 45 prósent þriggja stiga nýtingu og betri en 90 prósent vítanýtingu. Stephen Curry skoraði 30,1 stig og gaf 6,7 stoðsendingar að meðaltali í 79 leikjum sínum með Golden State Warriors á þessu tímabili. Hann var með 50,4 prósent skotnýtingu, 45,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 90,8 prósent vítanýtingu. Curry skoraði 5,1 þriggja stiga körfu að meðaltali í leik eða 402 þrista í 79 leikjum. Enginn tók fleiri þriggja stiga skot og enginn í sögunni hefur verið nálægt því að hitti úr fleiri slíkum skotum. Það sem er jafnvel skemmtilegra er að hingað til hafa allir meðlimirnir heitið Steve en það eru Steve Kerr, Steve Nash og svo Steve Novak sem er með aukaaðild. Steve Novak var með 52,2 prósent skotnýtingu, 56,6 prósent þriggja stiga nýtingu og 100 prósent vítanýtingu með Dallas Mavericks og San Antonio Spurs tímabilið 2010-11 en tók aðeins 67 skot, 45 þriggja stiga skot og 8 víti. Hann náði því ekki lágmörkunum yfir fjölda skota. Hinir tveir náðu hinsvegar nauðsynlegum lágmörkum til þess að fá fulla aðild að klúbbnum. Steve Kerr var með 50,6 prósent skotnýtingu, 51,5 prósent þriggja stiga nýtingu og 92,9 prósent vítanýtingu í 82 leikjum með Chicago Bulls tímabilið 1995-96. Steve Nash var með 50,4 prósent skotnýtingu, 47 prósent þriggja stiga nýtingu og 90,6 prósent vítanýtingu í 81 leik með Phoenix Suns tímabilið 2007-08.Stephen Curry: 3rd player to shoot 90% from the FT line, 50% from the field and 45% from 3-point range in a season pic.twitter.com/bQvKLDyd0c— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 14, 2016
NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira