Luis Enrique, þjálfari Barcelona: Þetta er 99,9 prósent mér að kenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 08:00 Lionel Messi gengur af velli. Vísir/Getty Luis Enrique, þjálfari Barcelona, var að vonum svekktur eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni í gær og talaði um að liðið sitt væri í holu. Barcelona tapaði 2-0 í seinni leiknum á móti Atletico Madrid í átta liða úrslitunum og þar með 3-2 samanlagt. Atletico Madrid komst í undanúrslitin ásamt Bayern München, Manchester City og Real Madrid. „Leikmenn eru mjög leiðir. Við náðum ekki fram okkar besta þessa dagana. Það voru allir spenntir fyrir því að reyna að vinna Meistaradeildina aftur en það var ekki í spilunum fyrir okkur í ár," sagði Luis Enrique en liðið vann Meistaradeildina í fyrra. „Það fer ekkert á milli mála að við erum í holu. Þetta er 99,9 prósent mér að kenna en ekki hundrað prósent. Ég er þjálfarinn og ber mesta ábyrgðina," sagði Luis Enrique. Þetta er aðeins í þriðja sinn á síðustu ellefu árum þar sem Barcelona kemst ekki í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið er enn með þriggja stiga forystu á Atletico Madrid á toppi spænsku deildarinnar en hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum. „Þetta var leikurinn sem við bjuggumst við en kannski bjóst ég þó ekki við að Atletico myndi spila svona aftarlega. Þetta var ekki okkar besti dagur," sagði Luis Enrique sem vann þrennuna á sínu fyrsta tímabili í fyrra og á enn möguleika á að vinna tvo titla á tímabili númer tvö þrátt fyrir þetta tap í gær. „Við verðum að halda ró okkar og hugsa um það að við eigum enn möguleika á að vinna tvo titla. Það geta allir komið með skýringar en ég þarf að greina leikinn til að koma með mína," sagði Luis Enrique.Luis EnriqueVísir/GettyFyrsta markið Annað markið Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Fullkominn varnarleikur og tvenna frá Griezmann fleytti Atlético áfram | Sjáðu mörkin Atlético Madrid gerði sér lítið fyrir og sló Evrópumeistara Barcelona úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. apríl 2016 20:45 Bayern München í undanúrslit fimmta árið í röð | Sjáðu mörkin Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fimmta árið í röð eftir 2-2 jafntefli við Benfica í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld. 13. apríl 2016 20:45 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Luis Enrique, þjálfari Barcelona, var að vonum svekktur eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni í gær og talaði um að liðið sitt væri í holu. Barcelona tapaði 2-0 í seinni leiknum á móti Atletico Madrid í átta liða úrslitunum og þar með 3-2 samanlagt. Atletico Madrid komst í undanúrslitin ásamt Bayern München, Manchester City og Real Madrid. „Leikmenn eru mjög leiðir. Við náðum ekki fram okkar besta þessa dagana. Það voru allir spenntir fyrir því að reyna að vinna Meistaradeildina aftur en það var ekki í spilunum fyrir okkur í ár," sagði Luis Enrique en liðið vann Meistaradeildina í fyrra. „Það fer ekkert á milli mála að við erum í holu. Þetta er 99,9 prósent mér að kenna en ekki hundrað prósent. Ég er þjálfarinn og ber mesta ábyrgðina," sagði Luis Enrique. Þetta er aðeins í þriðja sinn á síðustu ellefu árum þar sem Barcelona kemst ekki í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið er enn með þriggja stiga forystu á Atletico Madrid á toppi spænsku deildarinnar en hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum. „Þetta var leikurinn sem við bjuggumst við en kannski bjóst ég þó ekki við að Atletico myndi spila svona aftarlega. Þetta var ekki okkar besti dagur," sagði Luis Enrique sem vann þrennuna á sínu fyrsta tímabili í fyrra og á enn möguleika á að vinna tvo titla á tímabili númer tvö þrátt fyrir þetta tap í gær. „Við verðum að halda ró okkar og hugsa um það að við eigum enn möguleika á að vinna tvo titla. Það geta allir komið með skýringar en ég þarf að greina leikinn til að koma með mína," sagði Luis Enrique.Luis EnriqueVísir/GettyFyrsta markið Annað markið
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Fullkominn varnarleikur og tvenna frá Griezmann fleytti Atlético áfram | Sjáðu mörkin Atlético Madrid gerði sér lítið fyrir og sló Evrópumeistara Barcelona úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. apríl 2016 20:45 Bayern München í undanúrslit fimmta árið í röð | Sjáðu mörkin Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fimmta árið í röð eftir 2-2 jafntefli við Benfica í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld. 13. apríl 2016 20:45 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Fullkominn varnarleikur og tvenna frá Griezmann fleytti Atlético áfram | Sjáðu mörkin Atlético Madrid gerði sér lítið fyrir og sló Evrópumeistara Barcelona úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. apríl 2016 20:45
Bayern München í undanúrslit fimmta árið í röð | Sjáðu mörkin Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fimmta árið í röð eftir 2-2 jafntefli við Benfica í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld. 13. apríl 2016 20:45