Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 07:30 Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. Kobe Bryant þurfti vissulega að spila í 42 mínútur og taka 50 skot í leiknum en hann ætlaði sér að enda á alvöru Kobe frammistöðu og sigri eftir alla þessa tapleiki á tímabilinu. Hann hefur aldrei tekið fleiri skot í einum leik ekki einu sinni þegar hann skoraði 81 stig fyrir tíu árum. Sigrarnir voru aðeins 17 hjá Lakers en Svarta mamban neitaði hreinlega að enda á tapi. Hann fór fyrir endurkomu Lakers sem lenti fimmtán stigum undir í leiknum. Síðustu sekúndurnar voru líka magnaðar enda skoraði Kobe þrist þegar 59 sekúndur voru eftir og önnur þriggja stiga karfa hans 31 sekúndum fyrir leikslok kom Lakers yfir í 97-96. Hann náði síðan sextugasta stiginu með því nýta tvö víti fjórtán sekúndum fyrir leikslok. Bryant endaði síðan á því að gefa stoðsendingu á Jordan Clarkson áður en hann yfirgaf völlinn í síðasta sinn 4,1 sekúndum fyrir leikslok. Allir í Staples Center höfðu staðið á fætur fyrir lokakaflann og það var vissulega Kobe-legt að skora átta stig á síðustu 55 sekúndum sínum í NBA hvað þá að ná 60 stigum í síðasta leiknum.Þetta var í fyrsta sinn síðan 2009 sem Kobe nær að skora fimmtíu stig í leik og lokaleikurinn komst upp í fimmta sætið yfir stigahæstu leiki hans á ferlinum. Kobe sem er að verða 38 ára á árinu varð ennfremur elsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora yfir 50 stig í einum leik. Wilt Chamberlain var áður sá elsti til að skora 60 stig í NBA og hann var meira en fimm árum yngri en Kobe sem var 37 ára og 234 daga í lokaleiknum sínum. Kobe nýtti alls 22 af 50 skotum sínum í leiknum þar af 6 af 21 þriggja stiga skoti. Hann var einnig með 4 fráköst og 4 stoðsendingar.Kobe skoraði 48 stigum meira en næststigahæsti leikmaður Lakers-liðsins sem var Jordan Clarkson með 12 stig. Það var boðið upp á mikla sýningu í nótt þegar Kobe Bryant sagði bless og má sjá myndbönd frá þessu sögulega kvöldi hér í fréttinni þar á meðal hvað nokkrar af mestu goðsögnum NBA-deildarinnar sögðu um hann í myndbandi sem var sýnt fyrir leikinn. NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. Kobe Bryant þurfti vissulega að spila í 42 mínútur og taka 50 skot í leiknum en hann ætlaði sér að enda á alvöru Kobe frammistöðu og sigri eftir alla þessa tapleiki á tímabilinu. Hann hefur aldrei tekið fleiri skot í einum leik ekki einu sinni þegar hann skoraði 81 stig fyrir tíu árum. Sigrarnir voru aðeins 17 hjá Lakers en Svarta mamban neitaði hreinlega að enda á tapi. Hann fór fyrir endurkomu Lakers sem lenti fimmtán stigum undir í leiknum. Síðustu sekúndurnar voru líka magnaðar enda skoraði Kobe þrist þegar 59 sekúndur voru eftir og önnur þriggja stiga karfa hans 31 sekúndum fyrir leikslok kom Lakers yfir í 97-96. Hann náði síðan sextugasta stiginu með því nýta tvö víti fjórtán sekúndum fyrir leikslok. Bryant endaði síðan á því að gefa stoðsendingu á Jordan Clarkson áður en hann yfirgaf völlinn í síðasta sinn 4,1 sekúndum fyrir leikslok. Allir í Staples Center höfðu staðið á fætur fyrir lokakaflann og það var vissulega Kobe-legt að skora átta stig á síðustu 55 sekúndum sínum í NBA hvað þá að ná 60 stigum í síðasta leiknum.Þetta var í fyrsta sinn síðan 2009 sem Kobe nær að skora fimmtíu stig í leik og lokaleikurinn komst upp í fimmta sætið yfir stigahæstu leiki hans á ferlinum. Kobe sem er að verða 38 ára á árinu varð ennfremur elsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora yfir 50 stig í einum leik. Wilt Chamberlain var áður sá elsti til að skora 60 stig í NBA og hann var meira en fimm árum yngri en Kobe sem var 37 ára og 234 daga í lokaleiknum sínum. Kobe nýtti alls 22 af 50 skotum sínum í leiknum þar af 6 af 21 þriggja stiga skoti. Hann var einnig með 4 fráköst og 4 stoðsendingar.Kobe skoraði 48 stigum meira en næststigahæsti leikmaður Lakers-liðsins sem var Jordan Clarkson með 12 stig. Það var boðið upp á mikla sýningu í nótt þegar Kobe Bryant sagði bless og má sjá myndbönd frá þessu sögulega kvöldi hér í fréttinni þar á meðal hvað nokkrar af mestu goðsögnum NBA-deildarinnar sögðu um hann í myndbandi sem var sýnt fyrir leikinn.
NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira