NBA: San Antonio vann síðasta heimaleikinn og náði meti Boston | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2016 07:15 San Antonio Spurs þurfti að hafa mikið fyrir síðasta heimasigri tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta en hann kom í höfn eftir framlengingunni og sá til þess að þetta Spurs-lið er komið í sögubækurnar.Kawhi Leonard skoraði 26 stig þegar San Antonio Spurs vann 102-98 sigur á Oklahoma City Thunder eftir framlengdan leik. Þetta var fertugasti heimasigur San Antonio liðsins og með því jafnaði liðið met Boston Celtics frá 1985-86. Bæði liðin unnu 40 af 41 heimaleik sínum. „Þetta er eitt af þessum goðsagnakenndu liðum með Larry Bird, (Kevin) McHale og (Robert) Parrish. Þetta er því nokkuð gott hjá okkur. Það er ekki auðvelt að tapa bara einum heimaleik allt tímabilið," sagði Tony Parker eftir leikinn. San Antonio gat þarna tapað fjórða leik sínum í röð eftir töp fyrir Golden State (tvisvar) og Denver í leikjunum á undan en tókst að vinna sig inn í leikinn eftir slaka byrjun. Billy Donovan, þjálfari Oklahoma City gerði Spurs aðeins auðveldara fyrir með því að hvíla stjörnuleikmennina Kevin Durant, Russell Westbrook og Serge Ibaka. Oklahoma City náði mest 18 stiga forystu í fyrri hálfleik en Spurs vann sig inn í leikinn. Dion Waiters kom leiknum í framlengingu með því að skora körfu og fá víti að auki eftir brot David West. Kawhi Leonard skoraði 6 stig í framlengingunni og Parker var með þrjú stig. Tony Parker skoraði alls 20 stig og Tim Duncan var með 12 stig og 9 fráköst. Dion Waiters, Enes Kanter, Steven Adams og Cameron Payne skoruðu allir 17 stig fyrir Oklahoma City Thunder. Kanter var einnig með 16 fráköst.Joe Johnson skoraði 25 stig og Luol Deng var með 17 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann 99-93 sigur á Detroit Pistons. Miami tryggir sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með útisigri á Boston Celtics í lokaleik sínum. Dwyane Wade skoraði 14 stig í leiknum en hann skoraði ekki sín fyrstu stig í leiknum fyrr en 4:14 voru eftir af fyrri hálfleiknum og hafði ekki þurft að bíða svona lengi í leik til að komast á blað í meira en áratug.Nýliðinn Norman Powell var með 18 stig og Litháinn bætti við 17 stigum og 11 fráköstum þegar Toronto Raptors liðið vann 122-98 heimasigur á Philadelphia 76ers. Robert Covington skoraði 24 stig fyrir Philadelphia liðið.Paul George og George Hill skoruðu báðir 19 stig fyrir Indiana Pacers í 102-90 heimasigri á New York Knicks. Þessi sigrar Toronto Raptors og Indiana Pacers sáu til þess að liðin munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Toronto-liðið er með heimavallarréttinn.Austin Rivers, sonur þjálfarans Doc Rivers, var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers í 110-84 sigri á Memphis Grizzlies en Austin skoraði 14 stig. Chris Paul bætti við 12 stigum og 13 stoðsendingum og Blake Griffin var einnig með 12 stig. Zach Randolph skoraði 14 stig fyrir Memphis en Clippers-liðið vann alla fjóra leikhlutana.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New York Knicks 102-90 Detroit Pistons - Miami Heat 93-99 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 122-98 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 102-98 (framlengt) Los Angeles Clippers - Memphis Grizzlies 110-84Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
San Antonio Spurs þurfti að hafa mikið fyrir síðasta heimasigri tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta en hann kom í höfn eftir framlengingunni og sá til þess að þetta Spurs-lið er komið í sögubækurnar.Kawhi Leonard skoraði 26 stig þegar San Antonio Spurs vann 102-98 sigur á Oklahoma City Thunder eftir framlengdan leik. Þetta var fertugasti heimasigur San Antonio liðsins og með því jafnaði liðið met Boston Celtics frá 1985-86. Bæði liðin unnu 40 af 41 heimaleik sínum. „Þetta er eitt af þessum goðsagnakenndu liðum með Larry Bird, (Kevin) McHale og (Robert) Parrish. Þetta er því nokkuð gott hjá okkur. Það er ekki auðvelt að tapa bara einum heimaleik allt tímabilið," sagði Tony Parker eftir leikinn. San Antonio gat þarna tapað fjórða leik sínum í röð eftir töp fyrir Golden State (tvisvar) og Denver í leikjunum á undan en tókst að vinna sig inn í leikinn eftir slaka byrjun. Billy Donovan, þjálfari Oklahoma City gerði Spurs aðeins auðveldara fyrir með því að hvíla stjörnuleikmennina Kevin Durant, Russell Westbrook og Serge Ibaka. Oklahoma City náði mest 18 stiga forystu í fyrri hálfleik en Spurs vann sig inn í leikinn. Dion Waiters kom leiknum í framlengingu með því að skora körfu og fá víti að auki eftir brot David West. Kawhi Leonard skoraði 6 stig í framlengingunni og Parker var með þrjú stig. Tony Parker skoraði alls 20 stig og Tim Duncan var með 12 stig og 9 fráköst. Dion Waiters, Enes Kanter, Steven Adams og Cameron Payne skoruðu allir 17 stig fyrir Oklahoma City Thunder. Kanter var einnig með 16 fráköst.Joe Johnson skoraði 25 stig og Luol Deng var með 17 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann 99-93 sigur á Detroit Pistons. Miami tryggir sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með útisigri á Boston Celtics í lokaleik sínum. Dwyane Wade skoraði 14 stig í leiknum en hann skoraði ekki sín fyrstu stig í leiknum fyrr en 4:14 voru eftir af fyrri hálfleiknum og hafði ekki þurft að bíða svona lengi í leik til að komast á blað í meira en áratug.Nýliðinn Norman Powell var með 18 stig og Litháinn bætti við 17 stigum og 11 fráköstum þegar Toronto Raptors liðið vann 122-98 heimasigur á Philadelphia 76ers. Robert Covington skoraði 24 stig fyrir Philadelphia liðið.Paul George og George Hill skoruðu báðir 19 stig fyrir Indiana Pacers í 102-90 heimasigri á New York Knicks. Þessi sigrar Toronto Raptors og Indiana Pacers sáu til þess að liðin munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Toronto-liðið er með heimavallarréttinn.Austin Rivers, sonur þjálfarans Doc Rivers, var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers í 110-84 sigri á Memphis Grizzlies en Austin skoraði 14 stig. Chris Paul bætti við 12 stigum og 13 stoðsendingum og Blake Griffin var einnig með 12 stig. Zach Randolph skoraði 14 stig fyrir Memphis en Clippers-liðið vann alla fjóra leikhlutana.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New York Knicks 102-90 Detroit Pistons - Miami Heat 93-99 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 122-98 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 102-98 (framlengt) Los Angeles Clippers - Memphis Grizzlies 110-84Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira