Harpa með þrennu í fjórða sigri stelpnanna í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2016 16:51 Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrjú mörk í Minsk. Vísir/Hilmar Þór Guðmundsson/KSÍ Íslenska kvennalandsliðið er áfram með fullt hús í riðli sínum í undankeppni EM 2017 eftir flottan 5-0 útisigur á Hvíta Rússlandi í fyrsta mótsleik ársins. Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en það var fyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir sem kom íslenska liðinu í 1-0 eftir aðeins þrettán mínútna leik. Margrét Lára var þarna að skora sitt 76. mark fyrir A-landsliðið og bætir enn við metið sitt. Íslenska liðið er með tólf stig af tólf mögulegum og markatöluna 17-0. Liðið er enn í öðru sæti, þremur stigum á eftir Skotlandi en á leik inni á Skotana sem hafa líka unnið alla sína leiki. Íslenska liðið vann fyrri leik liðanna 2-0 á Laugardalsvellinum en heimastúlkur áttu fá svör við þeim íslensku á gervigrasinu í Minsk í dag. Næsti leikur íslenska liðsins er úti í Skotlandi 3. júní næstkomandi og er það án vafa annar af tveimur úrslitaleikjum riðilsins. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi í 1-0 á 13. mínútu með laglegu skoti frá vítateig eftir frábæra langa sendingu frá Fanndísi Friðriksdóttur. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað markið í tómt markið á 24. mínútu eftir að Dagný Brynjarsdóttir gaf boltann óeigingjarnt á hana. Harpa skoraði síðan fjórða markið á 34. mínútu með skalla eftir að Elín Metta Jensen skallaði fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur á hana. Harpa innsiglaði síðan þrennuna sína á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Fanndísi. Dagný Brynjarsdóttir kórónaði flottan leik sinn með því að skora fimmta markið á 86. mínútu og enn á ný kom markið eftir undirbúning Fanndísar Friðriksdóttur. Fanndís tók þá frábæra hornspyrnu og Dagný skoraði með laglegum skalla úr teignum. Það var lokamark leiksins og íslensku stelpurnar hafa farið á kostum í þremur útileikjum sínum í undankeppninni. Þrír sigrar og fimmtán mörk í þremur leikjum. Íslensku stelpurnar léku léttleikandi og skemmtilegan fótbolta í dag og helst mátti gagnrýna liðið fyrir fyrirgjafirnar sem voru oft ekki nógu góðar. Hápressan, samspilið og vinnslan í liðinu voru til mikillar fyrirmyndar og stelpurnar og þjálfarinn Freyr Alexandersson eigi mikið hrós skilið fyrir vel upp lagðan leik. Dagný Brynjarsdóttir vann boltann hvað eftir annað á miðjunni og Sara Björk Gunnarsdóttir stjórnaði spilinu eins og herforingi. Frábær leikur hjá þeim báðum. Fanndís Friðriksdóttir átti þrjár stoðsendingar í leiknum og eina sendingu að auki sem átti stóran þátt í marki. Fanndís var því allt í öllu í mörkum íslenska liðsins. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Margrét Lára: Verðum að brjóta þær snemma Kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í Hvíta-Rússlandi á morgun í undankeppni EM 2017. 11. apríl 2016 16:30 Freyr: Ekkert svigrúm til þess að misstíga sig "Það eru allir heilir og í góðu líkamlegu ástandi. Það eru allir leikmenn klárir í að takast á við verkefnið á morgun,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins. 11. apríl 2016 20:30 Verð aldrei laus við meiðslin Margrét Lára Viðarsdóttir verður líklega aldrei 100 prósent laus við meiðslin sem hafa hrjáð hana undanfarin ár. Hún verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem mætir Hvít-Rússum ytra í dag. 12. apríl 2016 06:00 Elín Metta í byrjunarliðinu á móti Hvít-Rússum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í undankeppni EM. 12. apríl 2016 13:47 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið er áfram með fullt hús í riðli sínum í undankeppni EM 2017 eftir flottan 5-0 útisigur á Hvíta Rússlandi í fyrsta mótsleik ársins. Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en það var fyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir sem kom íslenska liðinu í 1-0 eftir aðeins þrettán mínútna leik. Margrét Lára var þarna að skora sitt 76. mark fyrir A-landsliðið og bætir enn við metið sitt. Íslenska liðið er með tólf stig af tólf mögulegum og markatöluna 17-0. Liðið er enn í öðru sæti, þremur stigum á eftir Skotlandi en á leik inni á Skotana sem hafa líka unnið alla sína leiki. Íslenska liðið vann fyrri leik liðanna 2-0 á Laugardalsvellinum en heimastúlkur áttu fá svör við þeim íslensku á gervigrasinu í Minsk í dag. Næsti leikur íslenska liðsins er úti í Skotlandi 3. júní næstkomandi og er það án vafa annar af tveimur úrslitaleikjum riðilsins. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi í 1-0 á 13. mínútu með laglegu skoti frá vítateig eftir frábæra langa sendingu frá Fanndísi Friðriksdóttur. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað markið í tómt markið á 24. mínútu eftir að Dagný Brynjarsdóttir gaf boltann óeigingjarnt á hana. Harpa skoraði síðan fjórða markið á 34. mínútu með skalla eftir að Elín Metta Jensen skallaði fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur á hana. Harpa innsiglaði síðan þrennuna sína á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Fanndísi. Dagný Brynjarsdóttir kórónaði flottan leik sinn með því að skora fimmta markið á 86. mínútu og enn á ný kom markið eftir undirbúning Fanndísar Friðriksdóttur. Fanndís tók þá frábæra hornspyrnu og Dagný skoraði með laglegum skalla úr teignum. Það var lokamark leiksins og íslensku stelpurnar hafa farið á kostum í þremur útileikjum sínum í undankeppninni. Þrír sigrar og fimmtán mörk í þremur leikjum. Íslensku stelpurnar léku léttleikandi og skemmtilegan fótbolta í dag og helst mátti gagnrýna liðið fyrir fyrirgjafirnar sem voru oft ekki nógu góðar. Hápressan, samspilið og vinnslan í liðinu voru til mikillar fyrirmyndar og stelpurnar og þjálfarinn Freyr Alexandersson eigi mikið hrós skilið fyrir vel upp lagðan leik. Dagný Brynjarsdóttir vann boltann hvað eftir annað á miðjunni og Sara Björk Gunnarsdóttir stjórnaði spilinu eins og herforingi. Frábær leikur hjá þeim báðum. Fanndís Friðriksdóttir átti þrjár stoðsendingar í leiknum og eina sendingu að auki sem átti stóran þátt í marki. Fanndís var því allt í öllu í mörkum íslenska liðsins.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Margrét Lára: Verðum að brjóta þær snemma Kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í Hvíta-Rússlandi á morgun í undankeppni EM 2017. 11. apríl 2016 16:30 Freyr: Ekkert svigrúm til þess að misstíga sig "Það eru allir heilir og í góðu líkamlegu ástandi. Það eru allir leikmenn klárir í að takast á við verkefnið á morgun,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins. 11. apríl 2016 20:30 Verð aldrei laus við meiðslin Margrét Lára Viðarsdóttir verður líklega aldrei 100 prósent laus við meiðslin sem hafa hrjáð hana undanfarin ár. Hún verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem mætir Hvít-Rússum ytra í dag. 12. apríl 2016 06:00 Elín Metta í byrjunarliðinu á móti Hvít-Rússum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í undankeppni EM. 12. apríl 2016 13:47 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Margrét Lára: Verðum að brjóta þær snemma Kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í Hvíta-Rússlandi á morgun í undankeppni EM 2017. 11. apríl 2016 16:30
Freyr: Ekkert svigrúm til þess að misstíga sig "Það eru allir heilir og í góðu líkamlegu ástandi. Það eru allir leikmenn klárir í að takast á við verkefnið á morgun,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins. 11. apríl 2016 20:30
Verð aldrei laus við meiðslin Margrét Lára Viðarsdóttir verður líklega aldrei 100 prósent laus við meiðslin sem hafa hrjáð hana undanfarin ár. Hún verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem mætir Hvít-Rússum ytra í dag. 12. apríl 2016 06:00
Elín Metta í byrjunarliðinu á móti Hvít-Rússum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í undankeppni EM. 12. apríl 2016 13:47