Pavel: Við erum miklu sterkari fimm á fimm Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2016 21:30 Pavel var góður í kvöld. vísir/anton "Þetta var ekki auðvelt en við gerðum okkur þetta aðeins auðveldara með því að vera skynsamir," sagði Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, við Vísi etir 72-54 sigur KR á Njarðvík í DHL-höllinni í kvöld. Eftir að kasta frá sér 24 stiga forskoti í Ljónagryfjunni í síðasta leik var ekkert slíkt í boði hjá meisturunum sem spiluðu afskaplega vel í kvöld. "Við lögðum það sama í þennan leik og við höfum gert í hinum tveimur. Það má segja að síðasti leikur hafi verið, já, skemmtilegur," sagði Pavel og glotti. "Við töpuðum þeim leik ekki því við lögðum okkur ekki fram heldur bara vegna heimsku. Við tókum á því í dag. Þegar við náðum forskoti þá vorum við skynsamir og spiluðum á vopninu okkar," sagði hann. Vopnið sem hann talar um er Michael Craion sem átti góðan leik þrátt fyrir að hitta aðeins úr sjö af 24 skotum sínum. Hann tók í heildina 18 fráköst, þar af tólf sóknarfráköst. "Vopnið okkar var ekki alveg að setja skotin niður í dag en við getum ekki beðið um meira en Mike að fá sniðskot trekk í trekk undir körfunni. Hann er að opna helling fyrir hina fyrir utan," sagði Pavel. "Þetta var bara gott frá A-Ö. Vörnin var til fyrirmyndar og við náðum að loka á Hauk og Loga sem hafa verið erfiðir." KR skaut níu af 23 fyrir utan þriggja stiga línuna en heimamenn fengu mikið af opnum skotum í kvöld. Craion átti heldur betur sinn þátt í því en hann hélt gestunum uppteknum undir körfunni. "Þetta er ákveðinn líkindareikningur. Við erum að fá opin skot. Ég á eftir að sjá þetta aftur en mér líður eins og við séum að fá opin skot trekk í trekk. Þetta er einföld stærðfræði. Við erum að skjóta 35-40 prósent fyrir utan þannig á meðan við fáum þessi opnu skot þá erum við að fara að setja þau af og til," sagði Pavel. KR getur komist í úrslitaeinvígið með sigri í Ljónagryfjunni í næsta leik en hann er ekkert að bóka sigur þar þó honum finnist KR-liðið betra í uppstilltum leik. "Maður verður að taka út fyrir sviga að við erum í DHL-höllinni. Ljónagryfjan er gryfja. Það er réttnefni. Njarðvík er stemningslið og þrífst á þessum látum og þessum áhlaupum sem liðið kemur með," sagði Pavel. "Við verðum að stoppa það. Ég hef engar áhyggjur af því að við fáum ekki skotin, við megum bara ekki leyfa þeim að komast í gírinn. Við þurfum bara að halda þeim í skefjum og láta þá spila fimm á fimm á móti okkur. Þá tel ég okkur miklu sterkara en þá," sagði Pavel Ermolinskij. Dominos-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
"Þetta var ekki auðvelt en við gerðum okkur þetta aðeins auðveldara með því að vera skynsamir," sagði Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, við Vísi etir 72-54 sigur KR á Njarðvík í DHL-höllinni í kvöld. Eftir að kasta frá sér 24 stiga forskoti í Ljónagryfjunni í síðasta leik var ekkert slíkt í boði hjá meisturunum sem spiluðu afskaplega vel í kvöld. "Við lögðum það sama í þennan leik og við höfum gert í hinum tveimur. Það má segja að síðasti leikur hafi verið, já, skemmtilegur," sagði Pavel og glotti. "Við töpuðum þeim leik ekki því við lögðum okkur ekki fram heldur bara vegna heimsku. Við tókum á því í dag. Þegar við náðum forskoti þá vorum við skynsamir og spiluðum á vopninu okkar," sagði hann. Vopnið sem hann talar um er Michael Craion sem átti góðan leik þrátt fyrir að hitta aðeins úr sjö af 24 skotum sínum. Hann tók í heildina 18 fráköst, þar af tólf sóknarfráköst. "Vopnið okkar var ekki alveg að setja skotin niður í dag en við getum ekki beðið um meira en Mike að fá sniðskot trekk í trekk undir körfunni. Hann er að opna helling fyrir hina fyrir utan," sagði Pavel. "Þetta var bara gott frá A-Ö. Vörnin var til fyrirmyndar og við náðum að loka á Hauk og Loga sem hafa verið erfiðir." KR skaut níu af 23 fyrir utan þriggja stiga línuna en heimamenn fengu mikið af opnum skotum í kvöld. Craion átti heldur betur sinn þátt í því en hann hélt gestunum uppteknum undir körfunni. "Þetta er ákveðinn líkindareikningur. Við erum að fá opin skot. Ég á eftir að sjá þetta aftur en mér líður eins og við séum að fá opin skot trekk í trekk. Þetta er einföld stærðfræði. Við erum að skjóta 35-40 prósent fyrir utan þannig á meðan við fáum þessi opnu skot þá erum við að fara að setja þau af og til," sagði Pavel. KR getur komist í úrslitaeinvígið með sigri í Ljónagryfjunni í næsta leik en hann er ekkert að bóka sigur þar þó honum finnist KR-liðið betra í uppstilltum leik. "Maður verður að taka út fyrir sviga að við erum í DHL-höllinni. Ljónagryfjan er gryfja. Það er réttnefni. Njarðvík er stemningslið og þrífst á þessum látum og þessum áhlaupum sem liðið kemur með," sagði Pavel. "Við verðum að stoppa það. Ég hef engar áhyggjur af því að við fáum ekki skotin, við megum bara ekki leyfa þeim að komast í gírinn. Við þurfum bara að halda þeim í skefjum og láta þá spila fimm á fimm á móti okkur. Þá tel ég okkur miklu sterkara en þá," sagði Pavel Ermolinskij.
Dominos-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira