Mótmælendur töfðu ræðu Trump Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2016 21:52 Donald Trump. Vísir/Getty Hundruð mótmælenda sem höfðu safnast fyrir framan fund Repúblikana í Kaliforníu töfðu ræðu forsetaframbjóðandans Donald Trump. Leyniþjónustumenn þurftu að leiða Trump inn um hliðarinngang vegna mótmælendanna sem ítrekað ruddu sér leið í gegnum vegatálma lögreglu. Lögregluþjónar í óeirðabúnaði héldu aftur af mótmælendunum sem grýttu eggjum í þá. Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 17 mótmælendur voru handteknir. Að mestu voru mótmælin í gær friðsöm þar sem fylkingar skiptust á móðgunum sín á milli en þegar líða fór á daginn fjölgaði í hópunum og kom til átaka þeirra á milli. Þá voru rúður brotnar í lögreglubíl og var krotað á veggi hússins þar sem fundur Trump fór fram.Trump gerði grín að móttökunum þegar hann mætti í pontu og sagði að honum hefði liðið eins og hann væri að „fara yfir landamærin. Mótmælendur héldu uppi skiltum sem á stað „Stöðvið hatrið“ en Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Mexíkó og innflytjendur frá Mexíkó. Hann hefur talað um Mexíkóa sem nauðgara og glæpamenn sem séu ábyrgir fyrir því að hafa flutt ólögleg fíkniefni til Bandaríkjanna. Eins og frægt er vill hann byggja vegg á landamærum ríkjanna og neyða stjórnvöld Mexíkó til þess að borga fyrir byggingu veggsins. Samkvæmt BBC er Trump einstaklega óvinsæll á meðal kjósenda frá sunnanverðri Ameríku en stór hluti íbúa Kaliforníu eiga rætur sínar að rekja til Mexíkó. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Hundruð mótmælenda sem höfðu safnast fyrir framan fund Repúblikana í Kaliforníu töfðu ræðu forsetaframbjóðandans Donald Trump. Leyniþjónustumenn þurftu að leiða Trump inn um hliðarinngang vegna mótmælendanna sem ítrekað ruddu sér leið í gegnum vegatálma lögreglu. Lögregluþjónar í óeirðabúnaði héldu aftur af mótmælendunum sem grýttu eggjum í þá. Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 17 mótmælendur voru handteknir. Að mestu voru mótmælin í gær friðsöm þar sem fylkingar skiptust á móðgunum sín á milli en þegar líða fór á daginn fjölgaði í hópunum og kom til átaka þeirra á milli. Þá voru rúður brotnar í lögreglubíl og var krotað á veggi hússins þar sem fundur Trump fór fram.Trump gerði grín að móttökunum þegar hann mætti í pontu og sagði að honum hefði liðið eins og hann væri að „fara yfir landamærin. Mótmælendur héldu uppi skiltum sem á stað „Stöðvið hatrið“ en Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Mexíkó og innflytjendur frá Mexíkó. Hann hefur talað um Mexíkóa sem nauðgara og glæpamenn sem séu ábyrgir fyrir því að hafa flutt ólögleg fíkniefni til Bandaríkjanna. Eins og frægt er vill hann byggja vegg á landamærum ríkjanna og neyða stjórnvöld Mexíkó til þess að borga fyrir byggingu veggsins. Samkvæmt BBC er Trump einstaklega óvinsæll á meðal kjósenda frá sunnanverðri Ameríku en stór hluti íbúa Kaliforníu eiga rætur sínar að rekja til Mexíkó.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira