Sumarlegt kjúklingasalat með mexíkó-ostasósu og Doritos 28. apríl 2016 14:51 Doritos kjúklingasalat Sumarlegt kjúklingasalat með Mexíkó-ostasósu Einföld matreiðsla Áætlaður tími frá byrjun til enda: 30 mínúturFyrir 3-4 Hráefni 2 kjúklingarbringur 1 msk ólífuolíaSalt og nýmalaður pipar 2 msk Fajitas kryddblanda (er í pokum)1 poki blandað kál 1/4 Iceberg höfuð 1 rauðlaukur 1 lárpera 6-8 jarðarber6-8 kirsuberjatómatar Jalepeno, valfrjálst og magn eftir smekk Doritos, magn eftir smekk Aðferð: Stillið ofninn í 180°C.Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið bringurnar í 2 mínútur á hvorri hlið, kryddið til með salti, pipar og Fajitas kryddblöndu. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót og eldið í ofni við 180°C í 22 mínútur. Skerið öll hráefnin sem talin eru upp hér að ofan fremur smátt og blandið vel saman í skál. Þegar kjúklingabringurnar eru tilbúnar þá eru þær einnig skornar í litla bita og bætt út á salatið. Ljúffenga ostasósan er síðan dreifð yfir ásamt Doritos flögum, en mér finnst æðislega gott að mylja Doritos út á salöt en þá verður salatið svo stökkt og gott. Berið strax fram og njótið vel.P.s. ef það verður afgangur sem er heldur ótrúlegt - þá er gott að setja salatið í tortillakökur og útbúa vefjur sem hægt er að borða daginn eftir! Mexíkó-ostasósan sem allir ættu að prófa 1 dós sýrður rjómi, í bláu dósinni frá MS1/2 Mexíkó-ostur Salt og piparAðferð:Rífið ostinn niður með rifjárni. Setjið ostinn og sýrða rjómann í skál og maukið með töfrasprota eða notið matvinnsluvél ef þið viljið það heldur. Kryddið sósuna til með salti og pipar. Ef ykkur finnst sósan of þykk þá getið þið bætt aðeins meira af sýrðum rjóma saman við. Sósan er æðislega góð og ég notaði hann einnig sem ídýfu fyrir Doritos snakkið. Missið ekki af lokaþætti Matargleði Evu í kvöld klukkan 19:15 á Stöð 2 Eva Laufey Kjúklingur Partýréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið
Doritos kjúklingasalat Sumarlegt kjúklingasalat með Mexíkó-ostasósu Einföld matreiðsla Áætlaður tími frá byrjun til enda: 30 mínúturFyrir 3-4 Hráefni 2 kjúklingarbringur 1 msk ólífuolíaSalt og nýmalaður pipar 2 msk Fajitas kryddblanda (er í pokum)1 poki blandað kál 1/4 Iceberg höfuð 1 rauðlaukur 1 lárpera 6-8 jarðarber6-8 kirsuberjatómatar Jalepeno, valfrjálst og magn eftir smekk Doritos, magn eftir smekk Aðferð: Stillið ofninn í 180°C.Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið bringurnar í 2 mínútur á hvorri hlið, kryddið til með salti, pipar og Fajitas kryddblöndu. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót og eldið í ofni við 180°C í 22 mínútur. Skerið öll hráefnin sem talin eru upp hér að ofan fremur smátt og blandið vel saman í skál. Þegar kjúklingabringurnar eru tilbúnar þá eru þær einnig skornar í litla bita og bætt út á salatið. Ljúffenga ostasósan er síðan dreifð yfir ásamt Doritos flögum, en mér finnst æðislega gott að mylja Doritos út á salöt en þá verður salatið svo stökkt og gott. Berið strax fram og njótið vel.P.s. ef það verður afgangur sem er heldur ótrúlegt - þá er gott að setja salatið í tortillakökur og útbúa vefjur sem hægt er að borða daginn eftir! Mexíkó-ostasósan sem allir ættu að prófa 1 dós sýrður rjómi, í bláu dósinni frá MS1/2 Mexíkó-ostur Salt og piparAðferð:Rífið ostinn niður með rifjárni. Setjið ostinn og sýrða rjómann í skál og maukið með töfrasprota eða notið matvinnsluvél ef þið viljið það heldur. Kryddið sósuna til með salti og pipar. Ef ykkur finnst sósan of þykk þá getið þið bætt aðeins meira af sýrðum rjóma saman við. Sósan er æðislega góð og ég notaði hann einnig sem ídýfu fyrir Doritos snakkið. Missið ekki af lokaþætti Matargleði Evu í kvöld klukkan 19:15 á Stöð 2
Eva Laufey Kjúklingur Partýréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið