Víkurgarður: Nafli Reykjavíkur Þórir Stephensen skrifar 28. apríl 2016 07:00 Í Kvosinni í Reykjavík hefur byggst upp kjarni menningar og stjórnsýslu, sem nærir bæði borgina og landsbyggðina. Nokkrar byggingar tjá þetta, öðrum fremur, með tilveru sinni, Dómkirkjan, Stjórnarráðið, Alþingishúsið og Menntaskólinn. Þær standa fyrir gildum, sem eiga sér djúpar rætur, dýrmætar fyrir samfélagið. Dómkirkjan á elstu ræturnar. Bóndinn í Reykjavík, bæ fyrsta landnámsmannsins, var allsherjargoði, helgaði Alþingi ár hvert. Þar hlýtur að hafa verið blótstaður, trúlega hörgur. Þegar Þormóður allsherjargoði kom heim af kristnitökuþinginu sumarið 1000, beið hans það hlutverk að reisa nýjan guðsþjónustustað, kirkju, en þörfin var þó ekki síðri fyrir kirkjugarð. Að þeirra tíma trú var leg í vígðri mold skilyrði fyrir himnavist. Ekki er víst að þetta hafi tekist þegar á fyrstu missirum. Því hafa e.t.v. einhverjir verið settir í hin fornu kuml, en verið fluttir þaðan í kirkjugarðinn þegar hann var kominn. Þá gætu aðrir kumlbúar hafa fylgt með, jafnvel landnámsmennirnir. A.m.k. hafa engin kuml fundist í landi Reykjavíkur. Staðreynd er, að hörgurinn hvarf en kirkja og kirkjugarður risu í túninu framan við Reykjavíkurbæinn. Garðurinn var notaður í um 840 ár. Þar hvíla því nærri 30 kynslóðir Reykvíkinga. Þetta er fólk, sem barðist harðri baráttu til þess að lifa af og var um leið dýrmætt fyrir umhverfi sitt og samfélag. Meðal þeirra eru ýmsir, sem mörkuðu djúp spor í þjóðarsöguna. Við hljótum að sýna þessu fólki þá virðingu að varðveita legstaði þess. Sagt hefur verið, að umhirða kirkjugarða sé mælikvarði á menningu samfélagsins. Þeir hafa víða orðið „lungu“ borganna og friðarreitir fyrir þá sem vilja njóta sólar, sögu og mannlífs. Því miður hefur okkur ekki auðnast að halda Víkurgarði óskertum. Og enn er að honum ráðist. Nú á að byggja hótel á hluta hans, hótel sem á svo að hafa aðaldyr út í ósnerta hlutann. Alþingi hefur amast við þessari byggingu, tókst ekki að stöðva áformin, en hefur þó sagt, að aðgengi megi ekki vera frá Kirkjustræti. Þess vegna vilja hóteleigendur nota Víkurgarð. Það er auðvitað algjör óhæfa og því þurfa rétt yfirvöld að stöðva væntanlega byggingu. Víkurgarðs getur beðið yndislegt og mjög þarft hlutverk. Skipulagi hans ætti að breyta, taka burt gervileiðin og færa styttu Skúla fógeta úr kirkjugrunninum, á hentugri stað. Síðan mætti marka í stéttina útlínur síðustu kirkjunnar, sem var dómkirkja í 11 ár, koma fyrir bekkjum, blómakerum, litlum gosbrunni og síðast en ekki síst fræðsluskiltum, sem skýra sögu Reykjavíkur.Þurfa fleira en hótel Borgargestir þurfa fleira en hótel. Við verðum að hafa eitthvað til að sýna þeim. Þarna höfum við helgistað tvennra trúarbragða á bæ fyrsta landnámsmannsins. Það hygg ég sé einstætt. Þarna er grunnur dómkirkju, sem trúlega hefur verið sú minnsta í heiminum. Við getum miðlað sjaldgæfri sögu um upphaf byggðar og höfuðborgar og sýnt hvernig hún tengist Alþingi, menntun, myndlist, atvinnusögu og frelsisbaráttu. Myndir dýrlinga Víkurkirkju geta skreytt söguskiltin ásamt myndum úr ásatrú. Mynd Þorkels mána, sem þráði að deyja inn í sólarljósið er þarna fyrir. Öll þessi næring trúar og menningar leitar til okkar á þessum stað eins og eftir ósýnilegum naflastreng. Getur ekki verið, að einmitt þarna sé „nafli“ Reykjavíkur? Ef við leggjumst í skoðun á honum, held ég að við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu, að þennan stað verði að varðveita.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í Kvosinni í Reykjavík hefur byggst upp kjarni menningar og stjórnsýslu, sem nærir bæði borgina og landsbyggðina. Nokkrar byggingar tjá þetta, öðrum fremur, með tilveru sinni, Dómkirkjan, Stjórnarráðið, Alþingishúsið og Menntaskólinn. Þær standa fyrir gildum, sem eiga sér djúpar rætur, dýrmætar fyrir samfélagið. Dómkirkjan á elstu ræturnar. Bóndinn í Reykjavík, bæ fyrsta landnámsmannsins, var allsherjargoði, helgaði Alþingi ár hvert. Þar hlýtur að hafa verið blótstaður, trúlega hörgur. Þegar Þormóður allsherjargoði kom heim af kristnitökuþinginu sumarið 1000, beið hans það hlutverk að reisa nýjan guðsþjónustustað, kirkju, en þörfin var þó ekki síðri fyrir kirkjugarð. Að þeirra tíma trú var leg í vígðri mold skilyrði fyrir himnavist. Ekki er víst að þetta hafi tekist þegar á fyrstu missirum. Því hafa e.t.v. einhverjir verið settir í hin fornu kuml, en verið fluttir þaðan í kirkjugarðinn þegar hann var kominn. Þá gætu aðrir kumlbúar hafa fylgt með, jafnvel landnámsmennirnir. A.m.k. hafa engin kuml fundist í landi Reykjavíkur. Staðreynd er, að hörgurinn hvarf en kirkja og kirkjugarður risu í túninu framan við Reykjavíkurbæinn. Garðurinn var notaður í um 840 ár. Þar hvíla því nærri 30 kynslóðir Reykvíkinga. Þetta er fólk, sem barðist harðri baráttu til þess að lifa af og var um leið dýrmætt fyrir umhverfi sitt og samfélag. Meðal þeirra eru ýmsir, sem mörkuðu djúp spor í þjóðarsöguna. Við hljótum að sýna þessu fólki þá virðingu að varðveita legstaði þess. Sagt hefur verið, að umhirða kirkjugarða sé mælikvarði á menningu samfélagsins. Þeir hafa víða orðið „lungu“ borganna og friðarreitir fyrir þá sem vilja njóta sólar, sögu og mannlífs. Því miður hefur okkur ekki auðnast að halda Víkurgarði óskertum. Og enn er að honum ráðist. Nú á að byggja hótel á hluta hans, hótel sem á svo að hafa aðaldyr út í ósnerta hlutann. Alþingi hefur amast við þessari byggingu, tókst ekki að stöðva áformin, en hefur þó sagt, að aðgengi megi ekki vera frá Kirkjustræti. Þess vegna vilja hóteleigendur nota Víkurgarð. Það er auðvitað algjör óhæfa og því þurfa rétt yfirvöld að stöðva væntanlega byggingu. Víkurgarðs getur beðið yndislegt og mjög þarft hlutverk. Skipulagi hans ætti að breyta, taka burt gervileiðin og færa styttu Skúla fógeta úr kirkjugrunninum, á hentugri stað. Síðan mætti marka í stéttina útlínur síðustu kirkjunnar, sem var dómkirkja í 11 ár, koma fyrir bekkjum, blómakerum, litlum gosbrunni og síðast en ekki síst fræðsluskiltum, sem skýra sögu Reykjavíkur.Þurfa fleira en hótel Borgargestir þurfa fleira en hótel. Við verðum að hafa eitthvað til að sýna þeim. Þarna höfum við helgistað tvennra trúarbragða á bæ fyrsta landnámsmannsins. Það hygg ég sé einstætt. Þarna er grunnur dómkirkju, sem trúlega hefur verið sú minnsta í heiminum. Við getum miðlað sjaldgæfri sögu um upphaf byggðar og höfuðborgar og sýnt hvernig hún tengist Alþingi, menntun, myndlist, atvinnusögu og frelsisbaráttu. Myndir dýrlinga Víkurkirkju geta skreytt söguskiltin ásamt myndum úr ásatrú. Mynd Þorkels mána, sem þráði að deyja inn í sólarljósið er þarna fyrir. Öll þessi næring trúar og menningar leitar til okkar á þessum stað eins og eftir ósýnilegum naflastreng. Getur ekki verið, að einmitt þarna sé „nafli“ Reykjavíkur? Ef við leggjumst í skoðun á honum, held ég að við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu, að þennan stað verði að varðveita.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun