Tónn fyrir tragedíu Ívar Halldórsson skrifar 27. apríl 2016 15:53 Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur. Góður dagur í vinnunni kemur hreinlega ekki af sjálfu sér. Sem atvinnurekandi hitti ég margt fólk í mínu starfi sem kemur úr ýmsum öngum atvinnulífsins. Ég heyri sögur þess af fyrri störfum og fyrrverandi samstarfsfólki. Algengt er að heyra athugasemdir um leiðinlega vinnustaði og neikvætt andrúmsloft þeirra sem var hvati til atvinnuleita viðkomandi umsækjenda. Þá er eins og óhamingjan hafi elt þessar manneskjur á röndum milli vinnustaða. Þessir óheppnu einstaklingar virðast alltaf lenda með leiðinlega fólkinu í samfélaginu, hvar sem það drepur niður fæti í fyrirtækjum. Þeir virðast alltaf einhvern veginn enda með fýlupokum og leiðindaskjóðum. Tilvera þeirra virðist full af óheppilegum vinnustaða-tilviljunum þegar þeir, að því er virðist ramba aftur og aftur á ömurlegustu vinnustaði landsins. En getur það verið að margir séu í raun svona óheppnir? Ég held ekki. Mín skoðun er sú að viðmót samstarfsfólks til okkar endurspegli að miklu leyti okkar eigin útgjöf. Ef ég sem nýr starfsmaður gef ekkert af mér til samstarfsfólks míns, get ég ekki vænst þess að fá vinsemd og viðurkenningu á silfurfati. Ef ég mæti til vinnu með neikvætt viðhorf til starfsins og fullur efasemda um ágæti fólksins sem á vinnustaðnum er, hef ég sjálfur sett tóninn fyrir tragedíu. Ég ætla að ganga svo langt að segja að það sé hægt að hlakka til þess að fara í vinnu sem er þannig séð ekkert sérstaklega skemmtileg. En til þess að það sé hægt verður viðkomandi að líta á starf sitt og samstarfsfólk sem eins konar nýstofnaðan bankareikning. Fyrst þarf að leggja inn á reikninginn með því að sýna áhuga og metnað í starfi, og jafnframt þarf að gæta þess að jákvæðni, ákafi og virðing einkenni far og fas. Þá vísar á gott að finna eitthvað jákvætt í fari samstarfsmanna, sýna þeim vinsemd og finna einhvern farveg fyrir hrós - eða bara góðan aulabrandara. Það er að mínu mati ekki starfið sem gerir vinnustað skemmtilegan, heldur fólkið sem á honum er, og fólkið verður í manns eigin augum ekki mikið skemmtilegra en maður er sjálfur. Ef lagt er reglulega inn á reikninginn ávaxtast inneignin jafnt og þétt. Svo er að sama skapi hægt að taka út af reikningnum og fylla á eigin hamingjutank. Úttektarheimild á vinnustað verður aldrei meiri en innistæða sú sem hefur safnast upp með góðum innlögnum - þótt væntanlega hafi innborgun safnað einhverjum vöxtum. Vinnustaðir eru nefnilega ekki fullir af leiðinlegu fólki. Flest fólk er afar skemmtilegt fólk, þótt svo virðist ekki alltaf vera raunin í fyrstu. Það þarf að falast eftir því sem býr inn við beinið því sá fjársjóður birtist sjaldnast af sjálfu sér. Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur, en þó upplifun sem er innan seilingar allra þeirra sem bera sig eftir henni. Ég hlakka sjálfur alltaf til þess að fara í vinnuna og takast á við verkefni dagsins með frábæru fólki, sem ég kalla ekki bara vinnufélaga - heldur vini og félaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur. Góður dagur í vinnunni kemur hreinlega ekki af sjálfu sér. Sem atvinnurekandi hitti ég margt fólk í mínu starfi sem kemur úr ýmsum öngum atvinnulífsins. Ég heyri sögur þess af fyrri störfum og fyrrverandi samstarfsfólki. Algengt er að heyra athugasemdir um leiðinlega vinnustaði og neikvætt andrúmsloft þeirra sem var hvati til atvinnuleita viðkomandi umsækjenda. Þá er eins og óhamingjan hafi elt þessar manneskjur á röndum milli vinnustaða. Þessir óheppnu einstaklingar virðast alltaf lenda með leiðinlega fólkinu í samfélaginu, hvar sem það drepur niður fæti í fyrirtækjum. Þeir virðast alltaf einhvern veginn enda með fýlupokum og leiðindaskjóðum. Tilvera þeirra virðist full af óheppilegum vinnustaða-tilviljunum þegar þeir, að því er virðist ramba aftur og aftur á ömurlegustu vinnustaði landsins. En getur það verið að margir séu í raun svona óheppnir? Ég held ekki. Mín skoðun er sú að viðmót samstarfsfólks til okkar endurspegli að miklu leyti okkar eigin útgjöf. Ef ég sem nýr starfsmaður gef ekkert af mér til samstarfsfólks míns, get ég ekki vænst þess að fá vinsemd og viðurkenningu á silfurfati. Ef ég mæti til vinnu með neikvætt viðhorf til starfsins og fullur efasemda um ágæti fólksins sem á vinnustaðnum er, hef ég sjálfur sett tóninn fyrir tragedíu. Ég ætla að ganga svo langt að segja að það sé hægt að hlakka til þess að fara í vinnu sem er þannig séð ekkert sérstaklega skemmtileg. En til þess að það sé hægt verður viðkomandi að líta á starf sitt og samstarfsfólk sem eins konar nýstofnaðan bankareikning. Fyrst þarf að leggja inn á reikninginn með því að sýna áhuga og metnað í starfi, og jafnframt þarf að gæta þess að jákvæðni, ákafi og virðing einkenni far og fas. Þá vísar á gott að finna eitthvað jákvætt í fari samstarfsmanna, sýna þeim vinsemd og finna einhvern farveg fyrir hrós - eða bara góðan aulabrandara. Það er að mínu mati ekki starfið sem gerir vinnustað skemmtilegan, heldur fólkið sem á honum er, og fólkið verður í manns eigin augum ekki mikið skemmtilegra en maður er sjálfur. Ef lagt er reglulega inn á reikninginn ávaxtast inneignin jafnt og þétt. Svo er að sama skapi hægt að taka út af reikningnum og fylla á eigin hamingjutank. Úttektarheimild á vinnustað verður aldrei meiri en innistæða sú sem hefur safnast upp með góðum innlögnum - þótt væntanlega hafi innborgun safnað einhverjum vöxtum. Vinnustaðir eru nefnilega ekki fullir af leiðinlegu fólki. Flest fólk er afar skemmtilegt fólk, þótt svo virðist ekki alltaf vera raunin í fyrstu. Það þarf að falast eftir því sem býr inn við beinið því sá fjársjóður birtist sjaldnast af sjálfu sér. Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur, en þó upplifun sem er innan seilingar allra þeirra sem bera sig eftir henni. Ég hlakka sjálfur alltaf til þess að fara í vinnuna og takast á við verkefni dagsins með frábæru fólki, sem ég kalla ekki bara vinnufélaga - heldur vini og félaga.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun