Brýnt að styrkja flutningskerfi raforku á Reykjanesi Sverrir Jan Norðfjörð skrifar 27. apríl 2016 07:00 Aðgangur að tryggu rafmagni er forsenda lífsgæða eins og kom berlega í ljós á Reykjanesi fyrir rúmu ári þegar járnplata fauk á Suðurnesjalínu 1 og olli nokkurra klukkutíma straumleysi á svæðinu. Auk hefðbundinna afleiðinga straumleysisins fyrir heimili og fyrirtæki, svo sem fjárhagstjóns og óþæginda, urðu einnig verulegar truflanir á fjarskiptum, röskun á tækjabúnaði Keflavíkurflugvallar ásamt ýmsum öðrum atvikum sem tengjast öryggi almennings. Þessi atburður þann 6. febrúar 2015 sýndi í hnotskurn hve viðkvæmt flutningskerfi raforku á Reykjanesi er, eins og Landsnet hefur bent á í rúman áratug, en nú hillir loksins undir úrbætur með byggingu Suðurnesjalínu 2. Þörf fyrir bætta tengingu Ánægjulegt var að sjá Örn Þorvaldsson, rafiðnaðarmann og fyrrverandi starfsmann Landsvirkjunar og Landsnets, taka undir þau meginrök Landsnets í grein í Fréttablaðinu 21. apríl 2016 að þörf væri fyrir lagningu annarrar flutningslínu út á Reykjanes til að auka afhendingaröryggi kerfisins þar. Eina tenging Reykjaness í dag við meginflutningskerfi Landsnets er um Suðurnesjalínu 1, þannig að öryggi flutningskerfisins á svæðinu er algerlega ófullnægjandi, eins og dæmin sanna. Ekki er deilt um að þörf er á annarri flutningslínu til að tryggja afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi. Jafnframt er flutningsgeta Suðurnesjalínu 1, sem rekin er á 132 kV spennu, nú fullnýtt á stundum eins og fleiri háspennulínur í flutningskerfi Landsnets. Orkutap í raforkuflutningskerfinu eru í dag um 350-400 GWst á ári, eða sem samsvarar raforkuframleiðslu virkjunarinnar í Svartsengi. Ein besta leiðin til að auka nýtni orkuframleiðslunnar og draga úr orkutapi í flutningskerfinu er að hækka spennu á línum sem eru mikið lestaðar. Á Reykjanesi blasir jafnframt við að erfitt væri að nýta þá jarðhitakosti sem settir eru fram í nýtingarflokki Rammaáætlunar á Suðurnesjum án þeirrar viðbótarflutningsgetu sem bygging Suðurnesjalínu 2 skapar, en hún verður byggð svo hana megi reka á 220 kV spennu. Bæði núverandi virkjanir á Reykjanesi og virkjanakostir þar í nýtingarflokki rammaáætlunar byggjast á jarðvarma. Slíkar virkjanir henta illa þegar bregðast þarf við sveiflum í raforkukerfinu og halda uppi jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar á orkumarkaði og það hefur valdið vandkvæðum og straumleysi á svæðinu þegar Suðurnesjalína 1 hefur farið úr rekstri vegna viðhalds eða truflana, eins og sýndi sig í áðurnefndri truflun 6. febrúar 2015 . Af þessum sökum er afar mikilvægt að Reykjanes búi yfir sterkum tengingum við meginflutningskerfið, einkum og sér í lagi þegar bætast við fleiri jarðvarmavirkjanir innan svæðisins. Sveigjanleiki mikilvægur Sveigjanleiki í flutningskerfinu er ekki eingöngu vegna virkjana heldur einnig til að styðja við vöxt í raforkunotkun hjá heimilum, iðnaði og annarri margvíslegri atvinnustarfssemi á Suðurnesjum. Með byggingu 220 kV Suðurnesjalínu 2 verður byggt upp sterkt hryggjarstykki í flutningskerfinu á Suðurnesjum. 220 kV flutningslínur eru að öllu jöfnu betur í stakk búnar til að standast ytri áraun en 132 kV línur. Enn fremur mun tenging Suðurnesja á 220 kV hafa í för með sér að raffræðilegur styrkur flutningskerfisins á Suðurnesjum mun aukast meira en verið hefði með 132 kV tengingu. Þessi aukni styrkur veldur því að hætta á spennusveiflum og annarri röskun spennugæða vegna truflana í kerfinu minnkar. Núverandi virkjanir á svæðinu, ásamt virkjanakostum í nýtingarflokki rammaáætlunar, telja rúmlega 400 MW uppsetts afls. Það er meira en tvöfalt það afl sem dæmigerð 132 kV lína getur flutt en við hönnun kerfisins verður að gera ráð fyrir að hægt sé að flytja megnið af þeirri framleiðslu út af svæðinu um eina flutningslínu, svo skilyrðum um afhendingaröryggi sé fullnægt. Á Reykjanesi hefur átt sér stað mikil þróun á orkuvinnslu og orkunotkun undanfarin ár. Áætlanir gera ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram á komandi árum og því er það mat Landsnets að ekki sé ásættanlegt að tengja svæðið einungis á 132kV spennustigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Aðgangur að tryggu rafmagni er forsenda lífsgæða eins og kom berlega í ljós á Reykjanesi fyrir rúmu ári þegar járnplata fauk á Suðurnesjalínu 1 og olli nokkurra klukkutíma straumleysi á svæðinu. Auk hefðbundinna afleiðinga straumleysisins fyrir heimili og fyrirtæki, svo sem fjárhagstjóns og óþæginda, urðu einnig verulegar truflanir á fjarskiptum, röskun á tækjabúnaði Keflavíkurflugvallar ásamt ýmsum öðrum atvikum sem tengjast öryggi almennings. Þessi atburður þann 6. febrúar 2015 sýndi í hnotskurn hve viðkvæmt flutningskerfi raforku á Reykjanesi er, eins og Landsnet hefur bent á í rúman áratug, en nú hillir loksins undir úrbætur með byggingu Suðurnesjalínu 2. Þörf fyrir bætta tengingu Ánægjulegt var að sjá Örn Þorvaldsson, rafiðnaðarmann og fyrrverandi starfsmann Landsvirkjunar og Landsnets, taka undir þau meginrök Landsnets í grein í Fréttablaðinu 21. apríl 2016 að þörf væri fyrir lagningu annarrar flutningslínu út á Reykjanes til að auka afhendingaröryggi kerfisins þar. Eina tenging Reykjaness í dag við meginflutningskerfi Landsnets er um Suðurnesjalínu 1, þannig að öryggi flutningskerfisins á svæðinu er algerlega ófullnægjandi, eins og dæmin sanna. Ekki er deilt um að þörf er á annarri flutningslínu til að tryggja afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi. Jafnframt er flutningsgeta Suðurnesjalínu 1, sem rekin er á 132 kV spennu, nú fullnýtt á stundum eins og fleiri háspennulínur í flutningskerfi Landsnets. Orkutap í raforkuflutningskerfinu eru í dag um 350-400 GWst á ári, eða sem samsvarar raforkuframleiðslu virkjunarinnar í Svartsengi. Ein besta leiðin til að auka nýtni orkuframleiðslunnar og draga úr orkutapi í flutningskerfinu er að hækka spennu á línum sem eru mikið lestaðar. Á Reykjanesi blasir jafnframt við að erfitt væri að nýta þá jarðhitakosti sem settir eru fram í nýtingarflokki Rammaáætlunar á Suðurnesjum án þeirrar viðbótarflutningsgetu sem bygging Suðurnesjalínu 2 skapar, en hún verður byggð svo hana megi reka á 220 kV spennu. Bæði núverandi virkjanir á Reykjanesi og virkjanakostir þar í nýtingarflokki rammaáætlunar byggjast á jarðvarma. Slíkar virkjanir henta illa þegar bregðast þarf við sveiflum í raforkukerfinu og halda uppi jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar á orkumarkaði og það hefur valdið vandkvæðum og straumleysi á svæðinu þegar Suðurnesjalína 1 hefur farið úr rekstri vegna viðhalds eða truflana, eins og sýndi sig í áðurnefndri truflun 6. febrúar 2015 . Af þessum sökum er afar mikilvægt að Reykjanes búi yfir sterkum tengingum við meginflutningskerfið, einkum og sér í lagi þegar bætast við fleiri jarðvarmavirkjanir innan svæðisins. Sveigjanleiki mikilvægur Sveigjanleiki í flutningskerfinu er ekki eingöngu vegna virkjana heldur einnig til að styðja við vöxt í raforkunotkun hjá heimilum, iðnaði og annarri margvíslegri atvinnustarfssemi á Suðurnesjum. Með byggingu 220 kV Suðurnesjalínu 2 verður byggt upp sterkt hryggjarstykki í flutningskerfinu á Suðurnesjum. 220 kV flutningslínur eru að öllu jöfnu betur í stakk búnar til að standast ytri áraun en 132 kV línur. Enn fremur mun tenging Suðurnesja á 220 kV hafa í för með sér að raffræðilegur styrkur flutningskerfisins á Suðurnesjum mun aukast meira en verið hefði með 132 kV tengingu. Þessi aukni styrkur veldur því að hætta á spennusveiflum og annarri röskun spennugæða vegna truflana í kerfinu minnkar. Núverandi virkjanir á svæðinu, ásamt virkjanakostum í nýtingarflokki rammaáætlunar, telja rúmlega 400 MW uppsetts afls. Það er meira en tvöfalt það afl sem dæmigerð 132 kV lína getur flutt en við hönnun kerfisins verður að gera ráð fyrir að hægt sé að flytja megnið af þeirri framleiðslu út af svæðinu um eina flutningslínu, svo skilyrðum um afhendingaröryggi sé fullnægt. Á Reykjanesi hefur átt sér stað mikil þróun á orkuvinnslu og orkunotkun undanfarin ár. Áætlanir gera ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram á komandi árum og því er það mat Landsnets að ekki sé ásættanlegt að tengja svæðið einungis á 132kV spennustigi.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun