Metleikur á öðrum fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2016 08:00 Helena Sverrisdóttir hefur skorað 62 stig á 68 mínútum í úrslitaeinvíginu og Haukar hafa unnið með 21 stigi þegar hún er á vellinum. Fréttablaðið/Anton Haukakonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Stykkishólmi á morgun og með því hreinlega sótt bikarinn í Hólminn þar sem hann hefur verið með heimili undanfarin tvö ár. Aðalástæða þess er mögnuð frammistaða Helenu Sverrisdóttur í leik þrjú þar sem hún neitaði að tapa leiknum þrátt fyrir að spila nánast á öðrum fætinum. Helena skoraði 45 stig á 44 mínútum og 50 sekúndum eða meira en stig á mínútu. Hún skoraði tíu stigum meira en næststigahæsti leikmaður Haukaliðsins.Algjörlega andsetin „Svo ég vitni í Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfara þá var Helena algjörlega andsetin inni á vellinum,“ sagði þjálfarinn Ingvar Þór Guðjónsson við Vísi eftir leikinn. Helena meiddist á kálfa í leik eitt og missti af síðustu fimmtán mínútum leiksins. Haukar voru 40-25 yfir þegar Helena fór af velli en Snæfellskonur unnu síðustu fimmtán mínúturnar 39-25 og svo annan leikinn 69-54 þar sem Helena var ekki með. Helena kom hins vegar til baka í gær og leiddi sitt lið til sigurs. Hún hélt Haukum inn í leiknum í fyrri hálfleik með því að skora 17 af 26 stigum liðsins í fyrri hálfleik (65 prósent). Helena skoraði síðan 22 stig á síðustu átta mínútum og í framlengingu þar sem Haukaliðið vann upp tíu stiga forskot Snæfells. Helena skoraði jöfnunarkörfuna tæpum þremur sekúndum fyrir leikslok og gerði síðan 7 af 13 stigum Hauka í framlengingunni. Hanna átti metið Helena bætti 23 ára gamalt met Hönnu Bjargar Kjartansdóttur sem hafði allt frá 23. mars 1993 verið sú íslenska kona sem hafði skorað mest í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Hanna skoraði 34 stig í leiknum þegar Keflavík varð fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistaratitil kvenna í úrslitakeppni. Helena var meira að segja farin að nálgast stigamet hinnar bandarísku Penny Peppas sem er nú sú eina sem hefur skorað meira í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Peppas skoraði 49 stig í sigri Blika í fyrsta leik lokaúrslitanna 1995. Blikar unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil.48 stiga sveifla Mikilvægi Helenu fyrir Hauka í þessu úrslitaeinvígi sést ekki síst á því að hún er búin að skora 62 stig á 68 mínútum í einvíginu og Haukaliðið er búið að vinna með 21 stigi þegar hún er inni á vellinum en tapa með 27 stigum þegar hún er utan vallar. Fjórði leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi annað kvöld. Þar geta Haukar tryggt sér Íslandsmeistaratitil kvenna í fjórða sinn. „Þær eru ekki búnar að tapa þarna í tvö ár og hversu sætt væri að vinna Íslandsmeistaratitilinn á þeirra heimavelli. Núna ætla ég bara að njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld. Mig langar bara að spila aftur núna, þetta er svo skemmtilegt," sagði Helena við Stöð 2 Sport eftir leikinn. Dominos-deild kvenna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Sjá meira
Haukakonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Stykkishólmi á morgun og með því hreinlega sótt bikarinn í Hólminn þar sem hann hefur verið með heimili undanfarin tvö ár. Aðalástæða þess er mögnuð frammistaða Helenu Sverrisdóttur í leik þrjú þar sem hún neitaði að tapa leiknum þrátt fyrir að spila nánast á öðrum fætinum. Helena skoraði 45 stig á 44 mínútum og 50 sekúndum eða meira en stig á mínútu. Hún skoraði tíu stigum meira en næststigahæsti leikmaður Haukaliðsins.Algjörlega andsetin „Svo ég vitni í Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfara þá var Helena algjörlega andsetin inni á vellinum,“ sagði þjálfarinn Ingvar Þór Guðjónsson við Vísi eftir leikinn. Helena meiddist á kálfa í leik eitt og missti af síðustu fimmtán mínútum leiksins. Haukar voru 40-25 yfir þegar Helena fór af velli en Snæfellskonur unnu síðustu fimmtán mínúturnar 39-25 og svo annan leikinn 69-54 þar sem Helena var ekki með. Helena kom hins vegar til baka í gær og leiddi sitt lið til sigurs. Hún hélt Haukum inn í leiknum í fyrri hálfleik með því að skora 17 af 26 stigum liðsins í fyrri hálfleik (65 prósent). Helena skoraði síðan 22 stig á síðustu átta mínútum og í framlengingu þar sem Haukaliðið vann upp tíu stiga forskot Snæfells. Helena skoraði jöfnunarkörfuna tæpum þremur sekúndum fyrir leikslok og gerði síðan 7 af 13 stigum Hauka í framlengingunni. Hanna átti metið Helena bætti 23 ára gamalt met Hönnu Bjargar Kjartansdóttur sem hafði allt frá 23. mars 1993 verið sú íslenska kona sem hafði skorað mest í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Hanna skoraði 34 stig í leiknum þegar Keflavík varð fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistaratitil kvenna í úrslitakeppni. Helena var meira að segja farin að nálgast stigamet hinnar bandarísku Penny Peppas sem er nú sú eina sem hefur skorað meira í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Peppas skoraði 49 stig í sigri Blika í fyrsta leik lokaúrslitanna 1995. Blikar unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil.48 stiga sveifla Mikilvægi Helenu fyrir Hauka í þessu úrslitaeinvígi sést ekki síst á því að hún er búin að skora 62 stig á 68 mínútum í einvíginu og Haukaliðið er búið að vinna með 21 stigi þegar hún er inni á vellinum en tapa með 27 stigum þegar hún er utan vallar. Fjórði leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi annað kvöld. Þar geta Haukar tryggt sér Íslandsmeistaratitil kvenna í fjórða sinn. „Þær eru ekki búnar að tapa þarna í tvö ár og hversu sætt væri að vinna Íslandsmeistaratitilinn á þeirra heimavelli. Núna ætla ég bara að njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld. Mig langar bara að spila aftur núna, þetta er svo skemmtilegt," sagði Helena við Stöð 2 Sport eftir leikinn.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Sjá meira