Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. apríl 2016 07:00 Hillary Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum að kvöldi forkosningadags í New York, þar sem hún sigraði með yfirburðum. Fréttablaðið/EPA Hillary Clinton og Donald Trump virðast nú nokkuð örugg orðin með útnefningu eftir úrslit forkosninganna í New York á þriðjudag. Donald Trump ber nú höfuð og herðar yfir aðra repúblikana og Sanders þyrfti að takast hið ómögulega ef hann ætti að komast fram úr Clinton úr því sem komið er. „Kapphlaupið um útnefningu er komið á lokasprettinn og sigur er í sjónmáli,“ sagði Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum. Hún sagði líka við stuðningsmenn Sanders að miklu meira sameini þau en sundraði. Sanders ætlar að hugsa sig eitthvað um, í ljósi niðurstöðunnar frá New York, áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann ætli að halda áfram baráttu sinni. Sigur er vart í sjónmáli lengur en hann hefur ítrekað sagt að hann sé ekki bara að berjast fyrir því að verða forseti heldur til að koma málstað sínum á framfæri, um að bylting þurfi að verða í bandarískum stjórnmálum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem CNN birti í gær, hefur bilið á milli Clinton og Sanders minnkað. Hún mælist þar með 50 prósenta fylgi en hann með 48 prósent. Enn eiga þó eftir að líða þó nokkrar vikur áður en forkosningunum lýkur, og strangt til tekið er enginn enn búinn að tryggja sér meirihluta á landsþingum flokkanna í júlí. Síðasti forkosningadagurinn er 7. júní og þar ganga kjósendur í hinu fjölmenna ríki Kaliforníu til atkvæða. Ekki er víst að niðurstaðan ráðist fyrr en þá, og jafnvel mögulegt að enginn hafi tryggt sér öruggan sigur á landsþingi. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton myndi sigra Trump í forsetakosningum, verði þau forsetaefni flokka sinna. Samkvæmt samantekt RealClearPolitics.com á könnunum síðustu vikurnar er Clinton spáð 48,8 prósenta fylgi en Trump 39,5 prósentum. Trump sló hins vegar að nokkru nýjan tón í sigurræðu sinni eftir forkosningarnar í New York. Aldrei þessu vant þótti hann frekar hófsamur í tali, og andstæðingum hans þykir það ekki góðs viti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Hillary Clinton og Donald Trump virðast nú nokkuð örugg orðin með útnefningu eftir úrslit forkosninganna í New York á þriðjudag. Donald Trump ber nú höfuð og herðar yfir aðra repúblikana og Sanders þyrfti að takast hið ómögulega ef hann ætti að komast fram úr Clinton úr því sem komið er. „Kapphlaupið um útnefningu er komið á lokasprettinn og sigur er í sjónmáli,“ sagði Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum. Hún sagði líka við stuðningsmenn Sanders að miklu meira sameini þau en sundraði. Sanders ætlar að hugsa sig eitthvað um, í ljósi niðurstöðunnar frá New York, áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann ætli að halda áfram baráttu sinni. Sigur er vart í sjónmáli lengur en hann hefur ítrekað sagt að hann sé ekki bara að berjast fyrir því að verða forseti heldur til að koma málstað sínum á framfæri, um að bylting þurfi að verða í bandarískum stjórnmálum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem CNN birti í gær, hefur bilið á milli Clinton og Sanders minnkað. Hún mælist þar með 50 prósenta fylgi en hann með 48 prósent. Enn eiga þó eftir að líða þó nokkrar vikur áður en forkosningunum lýkur, og strangt til tekið er enginn enn búinn að tryggja sér meirihluta á landsþingum flokkanna í júlí. Síðasti forkosningadagurinn er 7. júní og þar ganga kjósendur í hinu fjölmenna ríki Kaliforníu til atkvæða. Ekki er víst að niðurstaðan ráðist fyrr en þá, og jafnvel mögulegt að enginn hafi tryggt sér öruggan sigur á landsþingi. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton myndi sigra Trump í forsetakosningum, verði þau forsetaefni flokka sinna. Samkvæmt samantekt RealClearPolitics.com á könnunum síðustu vikurnar er Clinton spáð 48,8 prósenta fylgi en Trump 39,5 prósentum. Trump sló hins vegar að nokkru nýjan tón í sigurræðu sinni eftir forkosningarnar í New York. Aldrei þessu vant þótti hann frekar hófsamur í tali, og andstæðingum hans þykir það ekki góðs viti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira