Að vera eða fara stjórnarmaðurinn skrifar 20. apríl 2016 10:45 Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. George Osborne fjármálaráðherra ásamt Cameron forsætisráðherra og Jeremy Corbyn, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, eru fyrirferðarmestu stuðningsmenn áframhaldandi veru í ESB. Í útgönguhópnum eru svo aðsópsmiklir menn úr Íhaldsflokknum, þeirra eftirtektarverðastir Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, og dómsmálaráðherrann Michael Gove. Fjármálaráðherrann Osborne hefur nú lagt orð í belg í formi 200 blaðsíðna skýrslu sem útbúin var í ráðuneyti hans. Niðurstöðurnar eru afgerandi. Bretar verða af um 36 milljörðum punda við útgöngu samkvæmt sérfræðingum ráðuneytisins eða sem samsvarar átta prósenta flatri tekjuskattshækkun á ári hverju. Ekki nóg með það, heldur er áætlað að eftir 15 ár verði breska hagkerfið 6,2% minna en ef ekki verður ákveðið að ganga úr sambandinu. Þess utan áætla sérfræðingar Osbornes að útgöngu fylgi snörp veiking sterlingspundsins, minni erlend fjárfesting, verðbólga og vaxtahækkanir. Andstæðingar Osbornes og Camerons saka þá félaga um að ala á ótta fólks – þótt flestir taki nú undir hina hagfræðilegu greiningu að minnsta kosti að hluta. Gove er í sóknarhug og segir að Bretar verði snöggir til að gera viðskiptasamninga við lönd utan ESB og jafnvel í fyllingu tímans við sjálft ESB. Forkólfar viðskiptalífsins styðja áframhaldandi veru í ESB nánast sem einn maður. Fólkið í landinu er þó ekki jafn visst í sinni sök, og finnst of mikið löggjafarvald hafa runnið til Brussel. Kannanir benda til að fylkingarnar séu hnífjafnar. Eins og svo oft áður virðist þetta spurning um hvort hjartað eða höfuðið fær að ráða. Stjórnarmaðurinn leyfir sér að spá sigri aðildarsinna. Fólk á það nefnilega til að láta höfuðið ráða þegar til kastanna kemur, eða kjósa með fasteignaláninu eins og kalla mætti það. Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. George Osborne fjármálaráðherra ásamt Cameron forsætisráðherra og Jeremy Corbyn, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, eru fyrirferðarmestu stuðningsmenn áframhaldandi veru í ESB. Í útgönguhópnum eru svo aðsópsmiklir menn úr Íhaldsflokknum, þeirra eftirtektarverðastir Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, og dómsmálaráðherrann Michael Gove. Fjármálaráðherrann Osborne hefur nú lagt orð í belg í formi 200 blaðsíðna skýrslu sem útbúin var í ráðuneyti hans. Niðurstöðurnar eru afgerandi. Bretar verða af um 36 milljörðum punda við útgöngu samkvæmt sérfræðingum ráðuneytisins eða sem samsvarar átta prósenta flatri tekjuskattshækkun á ári hverju. Ekki nóg með það, heldur er áætlað að eftir 15 ár verði breska hagkerfið 6,2% minna en ef ekki verður ákveðið að ganga úr sambandinu. Þess utan áætla sérfræðingar Osbornes að útgöngu fylgi snörp veiking sterlingspundsins, minni erlend fjárfesting, verðbólga og vaxtahækkanir. Andstæðingar Osbornes og Camerons saka þá félaga um að ala á ótta fólks – þótt flestir taki nú undir hina hagfræðilegu greiningu að minnsta kosti að hluta. Gove er í sóknarhug og segir að Bretar verði snöggir til að gera viðskiptasamninga við lönd utan ESB og jafnvel í fyllingu tímans við sjálft ESB. Forkólfar viðskiptalífsins styðja áframhaldandi veru í ESB nánast sem einn maður. Fólkið í landinu er þó ekki jafn visst í sinni sök, og finnst of mikið löggjafarvald hafa runnið til Brussel. Kannanir benda til að fylkingarnar séu hnífjafnar. Eins og svo oft áður virðist þetta spurning um hvort hjartað eða höfuðið fær að ráða. Stjórnarmaðurinn leyfir sér að spá sigri aðildarsinna. Fólk á það nefnilega til að láta höfuðið ráða þegar til kastanna kemur, eða kjósa með fasteignaláninu eins og kalla mætti það.
Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira