Sigurður Ingi efni loforðin við aldraða og öryrkja! Björgvin Guðmundsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Nýr forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur tekið við af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Það kemur í hlut hans að efna stærsta kosningaloforð flokksins við aldraða og öryrkja. Eftirfarandi var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir þingkosningarnar 2013: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar (kjaragliðnunar) þeirra á krepputímanum. Þetta kosningaloforð var endurtekið af frambjóðendum flokksins í kosningabaráttunni 2013. Það er ekki farið að efna þetta loforð enn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík sagði að hækka þyrfti lífeyri um 20% til þess að efna þetta loforð. Nú hefur verið ákveðið að flýta næstu þingkosningum til haustsins. Sigurður Ingi hefur því stuttan tíma til þess að efna loforðið. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti það sama fyrir kosningar 2013. Á landsfundi flokksins var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur STRAX til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér kemur það alveg skýrt fram á hvern hátt á að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans og það er tekið fram, að þetta skuli gert strax. Sigurður Ingi, nýr forsætisráðherra, ætti því ekki að vera í vandræðum með að fá samþykki fjármálaráðherrans, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins við mál þetta. Sigurður Ingi er vandaður maður. Ég hygg, að það megi treysta honum til þess að efna þetta stærsta kosningaloforð við aldraða og öryrkja. Það er engin undankoma. Efni ríkisstjórn Sigurðar Inga ekki þetta loforð við aldraða og öryrkja fljótlega bætist það við syndaregistur stjórnarinnar og verða viðbótarrök fyrir því, að stjórnin fari frá. Stjórnin hefur hálft ár til þess að efna þetta loforð. Síðan hefur bæst við ný kjaragliðnun á árinu 2015. Á því ári hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en lífeyrir hækkaði aðeins um 3%. Hér vantar því 11,5 prósentustig. Ríkisstjórnin hefur ekki lofað að leiðrétta lífeyri vegna þessarar kjaragliðnunar. En rökin fyrir því að leiðrétta vegna kjaragliðnunar 2015 eru nákvæmlega þau sömu og rökin fyrir leiðréttingu vegna fyrri kjaragliðnunar. Ég vona að nýi forsætisráðherrann vilji leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar síðasta árs. Ef hvort tveggja er leiðrétt samtímis þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúm 30%. Aldraða og öryrkja munar um þá hækkun. Hún skiptir sköpum um það hvort þeir geti lifað af lífeyrinum eða ekki. Þessi leiðrétting gæti verið liður í því, að stjórnvöld sættist við þjóðina. Ég skora á Sigurð Inga forsætisráðherra að efna loforðin við aldraða og öryrkja strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýr forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur tekið við af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Það kemur í hlut hans að efna stærsta kosningaloforð flokksins við aldraða og öryrkja. Eftirfarandi var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir þingkosningarnar 2013: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar (kjaragliðnunar) þeirra á krepputímanum. Þetta kosningaloforð var endurtekið af frambjóðendum flokksins í kosningabaráttunni 2013. Það er ekki farið að efna þetta loforð enn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík sagði að hækka þyrfti lífeyri um 20% til þess að efna þetta loforð. Nú hefur verið ákveðið að flýta næstu þingkosningum til haustsins. Sigurður Ingi hefur því stuttan tíma til þess að efna loforðið. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti það sama fyrir kosningar 2013. Á landsfundi flokksins var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur STRAX til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér kemur það alveg skýrt fram á hvern hátt á að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans og það er tekið fram, að þetta skuli gert strax. Sigurður Ingi, nýr forsætisráðherra, ætti því ekki að vera í vandræðum með að fá samþykki fjármálaráðherrans, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins við mál þetta. Sigurður Ingi er vandaður maður. Ég hygg, að það megi treysta honum til þess að efna þetta stærsta kosningaloforð við aldraða og öryrkja. Það er engin undankoma. Efni ríkisstjórn Sigurðar Inga ekki þetta loforð við aldraða og öryrkja fljótlega bætist það við syndaregistur stjórnarinnar og verða viðbótarrök fyrir því, að stjórnin fari frá. Stjórnin hefur hálft ár til þess að efna þetta loforð. Síðan hefur bæst við ný kjaragliðnun á árinu 2015. Á því ári hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en lífeyrir hækkaði aðeins um 3%. Hér vantar því 11,5 prósentustig. Ríkisstjórnin hefur ekki lofað að leiðrétta lífeyri vegna þessarar kjaragliðnunar. En rökin fyrir því að leiðrétta vegna kjaragliðnunar 2015 eru nákvæmlega þau sömu og rökin fyrir leiðréttingu vegna fyrri kjaragliðnunar. Ég vona að nýi forsætisráðherrann vilji leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar síðasta árs. Ef hvort tveggja er leiðrétt samtímis þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúm 30%. Aldraða og öryrkja munar um þá hækkun. Hún skiptir sköpum um það hvort þeir geti lifað af lífeyrinum eða ekki. Þessi leiðrétting gæti verið liður í því, að stjórnvöld sættist við þjóðina. Ég skora á Sigurð Inga forsætisráðherra að efna loforðin við aldraða og öryrkja strax.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun