Sigurður Ingi efni loforðin við aldraða og öryrkja! Björgvin Guðmundsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Nýr forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur tekið við af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Það kemur í hlut hans að efna stærsta kosningaloforð flokksins við aldraða og öryrkja. Eftirfarandi var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir þingkosningarnar 2013: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar (kjaragliðnunar) þeirra á krepputímanum. Þetta kosningaloforð var endurtekið af frambjóðendum flokksins í kosningabaráttunni 2013. Það er ekki farið að efna þetta loforð enn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík sagði að hækka þyrfti lífeyri um 20% til þess að efna þetta loforð. Nú hefur verið ákveðið að flýta næstu þingkosningum til haustsins. Sigurður Ingi hefur því stuttan tíma til þess að efna loforðið. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti það sama fyrir kosningar 2013. Á landsfundi flokksins var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur STRAX til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér kemur það alveg skýrt fram á hvern hátt á að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans og það er tekið fram, að þetta skuli gert strax. Sigurður Ingi, nýr forsætisráðherra, ætti því ekki að vera í vandræðum með að fá samþykki fjármálaráðherrans, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins við mál þetta. Sigurður Ingi er vandaður maður. Ég hygg, að það megi treysta honum til þess að efna þetta stærsta kosningaloforð við aldraða og öryrkja. Það er engin undankoma. Efni ríkisstjórn Sigurðar Inga ekki þetta loforð við aldraða og öryrkja fljótlega bætist það við syndaregistur stjórnarinnar og verða viðbótarrök fyrir því, að stjórnin fari frá. Stjórnin hefur hálft ár til þess að efna þetta loforð. Síðan hefur bæst við ný kjaragliðnun á árinu 2015. Á því ári hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en lífeyrir hækkaði aðeins um 3%. Hér vantar því 11,5 prósentustig. Ríkisstjórnin hefur ekki lofað að leiðrétta lífeyri vegna þessarar kjaragliðnunar. En rökin fyrir því að leiðrétta vegna kjaragliðnunar 2015 eru nákvæmlega þau sömu og rökin fyrir leiðréttingu vegna fyrri kjaragliðnunar. Ég vona að nýi forsætisráðherrann vilji leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar síðasta árs. Ef hvort tveggja er leiðrétt samtímis þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúm 30%. Aldraða og öryrkja munar um þá hækkun. Hún skiptir sköpum um það hvort þeir geti lifað af lífeyrinum eða ekki. Þessi leiðrétting gæti verið liður í því, að stjórnvöld sættist við þjóðina. Ég skora á Sigurð Inga forsætisráðherra að efna loforðin við aldraða og öryrkja strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nýr forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur tekið við af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Það kemur í hlut hans að efna stærsta kosningaloforð flokksins við aldraða og öryrkja. Eftirfarandi var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir þingkosningarnar 2013: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar (kjaragliðnunar) þeirra á krepputímanum. Þetta kosningaloforð var endurtekið af frambjóðendum flokksins í kosningabaráttunni 2013. Það er ekki farið að efna þetta loforð enn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík sagði að hækka þyrfti lífeyri um 20% til þess að efna þetta loforð. Nú hefur verið ákveðið að flýta næstu þingkosningum til haustsins. Sigurður Ingi hefur því stuttan tíma til þess að efna loforðið. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti það sama fyrir kosningar 2013. Á landsfundi flokksins var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur STRAX til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér kemur það alveg skýrt fram á hvern hátt á að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans og það er tekið fram, að þetta skuli gert strax. Sigurður Ingi, nýr forsætisráðherra, ætti því ekki að vera í vandræðum með að fá samþykki fjármálaráðherrans, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins við mál þetta. Sigurður Ingi er vandaður maður. Ég hygg, að það megi treysta honum til þess að efna þetta stærsta kosningaloforð við aldraða og öryrkja. Það er engin undankoma. Efni ríkisstjórn Sigurðar Inga ekki þetta loforð við aldraða og öryrkja fljótlega bætist það við syndaregistur stjórnarinnar og verða viðbótarrök fyrir því, að stjórnin fari frá. Stjórnin hefur hálft ár til þess að efna þetta loforð. Síðan hefur bæst við ný kjaragliðnun á árinu 2015. Á því ári hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en lífeyrir hækkaði aðeins um 3%. Hér vantar því 11,5 prósentustig. Ríkisstjórnin hefur ekki lofað að leiðrétta lífeyri vegna þessarar kjaragliðnunar. En rökin fyrir því að leiðrétta vegna kjaragliðnunar 2015 eru nákvæmlega þau sömu og rökin fyrir leiðréttingu vegna fyrri kjaragliðnunar. Ég vona að nýi forsætisráðherrann vilji leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar síðasta árs. Ef hvort tveggja er leiðrétt samtímis þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúm 30%. Aldraða og öryrkja munar um þá hækkun. Hún skiptir sköpum um það hvort þeir geti lifað af lífeyrinum eða ekki. Þessi leiðrétting gæti verið liður í því, að stjórnvöld sættist við þjóðina. Ég skora á Sigurð Inga forsætisráðherra að efna loforðin við aldraða og öryrkja strax.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun