„Bara á Íslandi!“: Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2016 15:14 Umfjöllun Hannesar um Davíð spannar fjórar síður og er prýdd 7 myndum. vísir „Hvar í heiminum annars staðar fær maður svona blað, þar sem 4 síður með 7 ljósmyndum birtast um æskuafrek ritstjórans?“ spurði fréttamaðurinn Óðinn Jónsson sig eftir að hafa flett Morgunblaðinu í morgun. Í blaðinu, sem dreift var í öll hús á höfuðborgarsvæðinu í dag, er fjögurra blaðsíðna grein eftir stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson þar sem hann rekur stjórnartíð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Yfirskriftin: „Tímamótin 1991“ en það ár tók Viðeyjarstjórnin svokallaða við stjórnartaumunum. Margir hafa furðað sig á þessum skrifum í dag enda sjaldan sem slíkar „lofgjarðir“ um ritstjórnarmeðlimi rata með þessum hætti á síður blaðanna. „Þegar ég settist niður í morgun, drakk kaffið og borðaði brauðbollu með osti, breiddi ég úr Morgunblaðinu, sem Árvakur hafði sent mér „ókeypis". En svo kom gjaldið: 4 blaðsíður um afrek frá stjórnmálaferli ritstjórans, Davíðs Oddssonar, með 7 ljósmyndum af honum með öðrum valdsmönnum,“ segir Óðinn Jónsson sem furðar sig á sumum þeirra afreka sem Hannes eignar Davíð í greininni.„Meira að segja er látið að því liggja að Davíð hafi breytt hinu og þessu, sem þó búið var að breyta, eins og mjólk í almennum verslunum í Reykjavík 1977, sjónvarp í júlí 1983, sjónvarp á fimmtudögum 1987, bjórinn 1989,“ segir Óðinn. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason klóraði sér að sama skapi í hausnum yfir umfjöllun Hannesar sem hann segir vera til marks um það hvernig Morgunblaðið er að verða „stöðugt skrítnari fjölmiðill.“Þessi klausa úr grein Hannesar kætti Egil Helgason sérstaklega.„Hún er á fjórum blaðsíðum og skrifuð af helsta skósveini ristjórans. Það er hvergi sparað til, með fylgja stórar og glæsilegar litmyndir. Hugsanlegt er að slík sjálfsupphafning ritstjóra sé einsdæmi í vestrænum fjölmiðlum,“ spökulerar Egill á bloggsíðu sinni. „Það voru uppi bollaleggingar um að Davíð Oddsson hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta. Þessi greinaskrif hefðu líklega talist gott innlegg í þá baráttu,“ segir hann ennfremur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans, rak að sama skapi í rogastans þegar hún fékk Morgunblaðið inn um lúguna í morgun. Hún hafði þó ekki verið lengi að komast til botns í málinu. „Ástæðan reynist að helsti aðdàandi ritstjórans þurfti að koma doltlu frà sér. À tveimur opnum. Bara á Íslandi!“ skrifar Anna á Facebook. Heiða B. Heiðars hjá Stundinni er ekki jafnt skemmt. Hún segir útspil Moggans vera „sýnikennsla“ um hvernig hægt sé að „misnota fjölmiðil“ og Illugi Jökulsson er álíka myrkur í máli. „Ég segi fyrir mig að ef ég ynni á Morgunblaðinu, þá myndi mér blöskra svo mjög þetta uppátæki Davíðs ritstjóra að láta skrifa um sig fjögurra síðna helgramannasögu og birta í blaðinu, að ég gæti ekki unnið þar lengur.“ Illugi bætir um betur og segir að grunnskólakrakki sem hefði skrifað þennan texta hefði einfaldlega fengið núll í einkunn. „En höfundurinn er prófessor í stjórnmálafræði við sjálfan Háskóla Íslands.“ Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
„Hvar í heiminum annars staðar fær maður svona blað, þar sem 4 síður með 7 ljósmyndum birtast um æskuafrek ritstjórans?“ spurði fréttamaðurinn Óðinn Jónsson sig eftir að hafa flett Morgunblaðinu í morgun. Í blaðinu, sem dreift var í öll hús á höfuðborgarsvæðinu í dag, er fjögurra blaðsíðna grein eftir stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson þar sem hann rekur stjórnartíð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Yfirskriftin: „Tímamótin 1991“ en það ár tók Viðeyjarstjórnin svokallaða við stjórnartaumunum. Margir hafa furðað sig á þessum skrifum í dag enda sjaldan sem slíkar „lofgjarðir“ um ritstjórnarmeðlimi rata með þessum hætti á síður blaðanna. „Þegar ég settist niður í morgun, drakk kaffið og borðaði brauðbollu með osti, breiddi ég úr Morgunblaðinu, sem Árvakur hafði sent mér „ókeypis". En svo kom gjaldið: 4 blaðsíður um afrek frá stjórnmálaferli ritstjórans, Davíðs Oddssonar, með 7 ljósmyndum af honum með öðrum valdsmönnum,“ segir Óðinn Jónsson sem furðar sig á sumum þeirra afreka sem Hannes eignar Davíð í greininni.„Meira að segja er látið að því liggja að Davíð hafi breytt hinu og þessu, sem þó búið var að breyta, eins og mjólk í almennum verslunum í Reykjavík 1977, sjónvarp í júlí 1983, sjónvarp á fimmtudögum 1987, bjórinn 1989,“ segir Óðinn. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason klóraði sér að sama skapi í hausnum yfir umfjöllun Hannesar sem hann segir vera til marks um það hvernig Morgunblaðið er að verða „stöðugt skrítnari fjölmiðill.“Þessi klausa úr grein Hannesar kætti Egil Helgason sérstaklega.„Hún er á fjórum blaðsíðum og skrifuð af helsta skósveini ristjórans. Það er hvergi sparað til, með fylgja stórar og glæsilegar litmyndir. Hugsanlegt er að slík sjálfsupphafning ritstjóra sé einsdæmi í vestrænum fjölmiðlum,“ spökulerar Egill á bloggsíðu sinni. „Það voru uppi bollaleggingar um að Davíð Oddsson hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta. Þessi greinaskrif hefðu líklega talist gott innlegg í þá baráttu,“ segir hann ennfremur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans, rak að sama skapi í rogastans þegar hún fékk Morgunblaðið inn um lúguna í morgun. Hún hafði þó ekki verið lengi að komast til botns í málinu. „Ástæðan reynist að helsti aðdàandi ritstjórans þurfti að koma doltlu frà sér. À tveimur opnum. Bara á Íslandi!“ skrifar Anna á Facebook. Heiða B. Heiðars hjá Stundinni er ekki jafnt skemmt. Hún segir útspil Moggans vera „sýnikennsla“ um hvernig hægt sé að „misnota fjölmiðil“ og Illugi Jökulsson er álíka myrkur í máli. „Ég segi fyrir mig að ef ég ynni á Morgunblaðinu, þá myndi mér blöskra svo mjög þetta uppátæki Davíðs ritstjóra að láta skrifa um sig fjögurra síðna helgramannasögu og birta í blaðinu, að ég gæti ekki unnið þar lengur.“ Illugi bætir um betur og segir að grunnskólakrakki sem hefði skrifað þennan texta hefði einfaldlega fengið núll í einkunn. „En höfundurinn er prófessor í stjórnmálafræði við sjálfan Háskóla Íslands.“
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira