Þrjú gulltímabil í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Snæfellskonur fagna þriðja Íslandsmeistaratitli sínum í röð fyrir framan frábæra stuðningsmenn sína. Vísir/Ernir KR-karlar og Snæfells-konur enduðu enn eitt körfuboltatímabilið með gull um hálsinn og bikar í hendi en þau tryggðu sér bæði Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum á Ásvöllum í vikunni. KR-ingar voru bestir í allan vetur í karladeildinni þrátt fyrir að vera án meiddra landsliðsmanna í upphafi tímabil og að hafa misst annan landsliðsmann rétt fyrir úrslitakeppni. Sami kjarninn var enn til staðar og KR-liðið hefur nú unnið níu seríur í röð í úrslitakeppni, eða alls 27 af 35 leikjum sínum í úrslitakeppninni undanfarin þrjú ár.Tíu titlum á eftir en nú jafnir Karlalið KR var ekki bara að vinna þrjú ár í röð í röð í fyrsta sinn í fimm áratugi heldur voru Vesturbæingar einnig að jafna met ÍR-inga yfir flesta Íslandsmeistaratitla í karlaflokki. KR og ÍR hafa nú unnið fimmtán Íslandsmeistaratitla hvort félag en þegar ÍR vann sinn fimmtánda titil vorið 1977 voru KR-ingar tíu titlum á eftir. Helgi Már Magnússon kvaddi sem tvöfaldur meistari en hann er einn af fjórum leikmönnum KR-liðsins í dag sem hafa unnið alla þrjá titlana en hinir eru fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson, Darri Hilmarsson og Pavel Ermolinskij. Finnur Freyr Stefánsson hefur jafnframt unnið Íslandsmeistaratitilinn á fyrstu þremur árum sínum sem þjálfari sem enginn hefur náð síðan Gunnar Þorvarðarson afrekaði það með Njarðvíkurliðið á fyrstu þremur árum úrslitakeppninnar frá 1984 til 1986.Finnur Freyr hefur gert KR að meisturum þrjú ár í röð og Brynjar Þór Björnsson varð meistari í sjötta sinn. Vísir/ErnirMisstu enn einn lykilmanninn Enn á ný þurftu Snæfellskonur að yfirvinna brotthvarf lykilmanns því fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir lagði skóna á hilluna síðasta vor en árið áður hafði Snæfellsliðið misst tvo íslenska byrjunarliðsmenn. Ingi Þór gerði vel í að plata Bryndísi Guðmundsdóttur í Hólminn og við komu hennar fengu Hólmarar aftur meistaraglampann í augun. Gunnhildur Gunnarsdóttir tók við leiðtogahlutverkinu af Hildi og enn á ný vann Snæfellsliðið í Kanahappadrættinu því Haiden Palmer var stórkostleg í allan vetur. Snæfellskonur voru ólíkt síðustu tveimur tímabilum ekki með heimavallarréttinn í lokaúrslitunum en þær unnu alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni eins og síðustu þrjú ár og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með sigri í oddaleik á útivelli.Sögulegt hjá þjálfaranum Snæfellsstelpurnar hafa því enn ekki tapað í úrslitaeinvígi og þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson varð sá fyrsti til að vinna úrslitakeppni kvenna þrjú ár í röð. Fyrir bæði liðin var þetta þó glæsilegra tímabil en árin á undan því að þessu sinni tryggðu þau sér einnig sigur í bikarkeppninni. KR vann einnig deildina og var í fyrsta sinn að vinna deild, úrslitakeppni og bikarkeppni á sama tímabilinu. Snæfellskonur höfðu aldrei unnið bikarinn áður en nú eru Hólmarar handhafar tveggja stærstu bikaranna í kvennaflokki í fyrsta sinn.Sérstakt körfuboltatímabil Þetta var annars mjög sérstakt körfuboltatímabil sem hófst með miklu ævintýri karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Berlínu, innihélt glæstan sigur kvennalandsliðsins á Ungverjum í undankeppni Evrópumótsins og hefur þökk sé Körfuboltakvöldinu og Sportrásum 365 aldrei áður fengið aðra eins umfjöllun á ljósvakamiðlunum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
KR-karlar og Snæfells-konur enduðu enn eitt körfuboltatímabilið með gull um hálsinn og bikar í hendi en þau tryggðu sér bæði Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum á Ásvöllum í vikunni. KR-ingar voru bestir í allan vetur í karladeildinni þrátt fyrir að vera án meiddra landsliðsmanna í upphafi tímabil og að hafa misst annan landsliðsmann rétt fyrir úrslitakeppni. Sami kjarninn var enn til staðar og KR-liðið hefur nú unnið níu seríur í röð í úrslitakeppni, eða alls 27 af 35 leikjum sínum í úrslitakeppninni undanfarin þrjú ár.Tíu titlum á eftir en nú jafnir Karlalið KR var ekki bara að vinna þrjú ár í röð í röð í fyrsta sinn í fimm áratugi heldur voru Vesturbæingar einnig að jafna met ÍR-inga yfir flesta Íslandsmeistaratitla í karlaflokki. KR og ÍR hafa nú unnið fimmtán Íslandsmeistaratitla hvort félag en þegar ÍR vann sinn fimmtánda titil vorið 1977 voru KR-ingar tíu titlum á eftir. Helgi Már Magnússon kvaddi sem tvöfaldur meistari en hann er einn af fjórum leikmönnum KR-liðsins í dag sem hafa unnið alla þrjá titlana en hinir eru fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson, Darri Hilmarsson og Pavel Ermolinskij. Finnur Freyr Stefánsson hefur jafnframt unnið Íslandsmeistaratitilinn á fyrstu þremur árum sínum sem þjálfari sem enginn hefur náð síðan Gunnar Þorvarðarson afrekaði það með Njarðvíkurliðið á fyrstu þremur árum úrslitakeppninnar frá 1984 til 1986.Finnur Freyr hefur gert KR að meisturum þrjú ár í röð og Brynjar Þór Björnsson varð meistari í sjötta sinn. Vísir/ErnirMisstu enn einn lykilmanninn Enn á ný þurftu Snæfellskonur að yfirvinna brotthvarf lykilmanns því fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir lagði skóna á hilluna síðasta vor en árið áður hafði Snæfellsliðið misst tvo íslenska byrjunarliðsmenn. Ingi Þór gerði vel í að plata Bryndísi Guðmundsdóttur í Hólminn og við komu hennar fengu Hólmarar aftur meistaraglampann í augun. Gunnhildur Gunnarsdóttir tók við leiðtogahlutverkinu af Hildi og enn á ný vann Snæfellsliðið í Kanahappadrættinu því Haiden Palmer var stórkostleg í allan vetur. Snæfellskonur voru ólíkt síðustu tveimur tímabilum ekki með heimavallarréttinn í lokaúrslitunum en þær unnu alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni eins og síðustu þrjú ár og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með sigri í oddaleik á útivelli.Sögulegt hjá þjálfaranum Snæfellsstelpurnar hafa því enn ekki tapað í úrslitaeinvígi og þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson varð sá fyrsti til að vinna úrslitakeppni kvenna þrjú ár í röð. Fyrir bæði liðin var þetta þó glæsilegra tímabil en árin á undan því að þessu sinni tryggðu þau sér einnig sigur í bikarkeppninni. KR vann einnig deildina og var í fyrsta sinn að vinna deild, úrslitakeppni og bikarkeppni á sama tímabilinu. Snæfellskonur höfðu aldrei unnið bikarinn áður en nú eru Hólmarar handhafar tveggja stærstu bikaranna í kvennaflokki í fyrsta sinn.Sérstakt körfuboltatímabil Þetta var annars mjög sérstakt körfuboltatímabil sem hófst með miklu ævintýri karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Berlínu, innihélt glæstan sigur kvennalandsliðsins á Ungverjum í undankeppni Evrópumótsins og hefur þökk sé Körfuboltakvöldinu og Sportrásum 365 aldrei áður fengið aðra eins umfjöllun á ljósvakamiðlunum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira