Sjálfstæður réttur barna til beggja foreldra Þóra Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2016 07:00 Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er gengið út frá því að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt vera foreldrum efst í huga. Jafnframt er meginreglan sú að börn skuli ekki aðskilin frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra nema nauðsyn beri til, svo sem ef barn sætir misnotkun eða er vanrækt. Í formála Barnasáttmálans er því lýst að hvert barn eigi að alast upp í fjölskylduumhverfi þar sem ríkir hamingja, ást og skilningur. Sem betur fer býr meirihluti barna á Íslandi við slíkt nærandi og hvetjandi umhverfi. Þegar foreldrar slíta samvistum, getur veröld barna og foreldra þeirra farið á hvolf og djúp sár geta myndast sem tekur tíma og vinnu að græða. Í flestum tilfellum ganga skilnaðir tiltölulega vel. Samkvæmt rannsóknum ná foreldrar í um 80% tilvika að semja um skilnaðarskilmála án sérstakrar aðstoðar. Í öðrum tilfellum ganga skilnaðir hins vegar ekki jafn vel. Þar ríkir jafnan mikil reiði á milli foreldra, særindi, ásakanir og spenna, og börnin líða þjáningar vegna þess. Þeim er jafnvel gert að taka afstöðu með öðru hvoru foreldrinu gegn hinu og þannig verða þau á milli sem eins konar vopn í valdabaráttu foreldra sinna. Barnaheill telja að gefa þurfi stöðu og líðan barna sem verða á milli í átökum foreldra eftir skilnað meiri gaum. Sérstaklega af börnum sem missa tengsl við annað foreldri sitt vegna þessara aðstæðna. Börn bera ekki ábyrgð á vellíðan foreldra sinna og þeim má ekki beita sem vopni í baráttu þeirra um völd. Foreldrum ber skylda til að greiða úr samskiptaerfiðleikum án þess að leggja ábyrgð á börn sín í því verkefni. Börn eiga sjálfstæðan rétt á að umgangast og þekkja báða foreldra sína og báðum foreldrum ber að stuðla að því að umgengni gangi vel fyrir barnið, í undantekningartilfellum þarf þó stuðning eða eftirilit yfirvalda. Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á foreldra, stjórnvöld og samfélagið allt að gæta þess að börn séu ekki látin bera ábyrgð í deilum foreldra og að börn séu ekki útilokuð frá samvistum við annað foreldri sitt nema að öryggi þeirra sé í raun ógnað. Samtökin biðla til foreldra að hafa hagsmuni barna sinna í forgrunni við allar ákvarðanir sem þau varða. Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, vanrækslu og óæskilegum áhrifum, svo sem hatursorðræðu og ógnandi aðstæðum. Þau eiga rétt á að njóta sömu tækifæra til að lifa hamingjuríku lífi og okkur ber öllum skylda til að gæta sameiginlega að því að svo megi verða. Barnaheill vilja ítreka að börn eru viðkvæmur hópur sem eiga rétt á sérstakri vernd og þau eiga rétt á því að vera virt sem einstaklingar með sjálfstæð réttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er gengið út frá því að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt vera foreldrum efst í huga. Jafnframt er meginreglan sú að börn skuli ekki aðskilin frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra nema nauðsyn beri til, svo sem ef barn sætir misnotkun eða er vanrækt. Í formála Barnasáttmálans er því lýst að hvert barn eigi að alast upp í fjölskylduumhverfi þar sem ríkir hamingja, ást og skilningur. Sem betur fer býr meirihluti barna á Íslandi við slíkt nærandi og hvetjandi umhverfi. Þegar foreldrar slíta samvistum, getur veröld barna og foreldra þeirra farið á hvolf og djúp sár geta myndast sem tekur tíma og vinnu að græða. Í flestum tilfellum ganga skilnaðir tiltölulega vel. Samkvæmt rannsóknum ná foreldrar í um 80% tilvika að semja um skilnaðarskilmála án sérstakrar aðstoðar. Í öðrum tilfellum ganga skilnaðir hins vegar ekki jafn vel. Þar ríkir jafnan mikil reiði á milli foreldra, særindi, ásakanir og spenna, og börnin líða þjáningar vegna þess. Þeim er jafnvel gert að taka afstöðu með öðru hvoru foreldrinu gegn hinu og þannig verða þau á milli sem eins konar vopn í valdabaráttu foreldra sinna. Barnaheill telja að gefa þurfi stöðu og líðan barna sem verða á milli í átökum foreldra eftir skilnað meiri gaum. Sérstaklega af börnum sem missa tengsl við annað foreldri sitt vegna þessara aðstæðna. Börn bera ekki ábyrgð á vellíðan foreldra sinna og þeim má ekki beita sem vopni í baráttu þeirra um völd. Foreldrum ber skylda til að greiða úr samskiptaerfiðleikum án þess að leggja ábyrgð á börn sín í því verkefni. Börn eiga sjálfstæðan rétt á að umgangast og þekkja báða foreldra sína og báðum foreldrum ber að stuðla að því að umgengni gangi vel fyrir barnið, í undantekningartilfellum þarf þó stuðning eða eftirilit yfirvalda. Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á foreldra, stjórnvöld og samfélagið allt að gæta þess að börn séu ekki látin bera ábyrgð í deilum foreldra og að börn séu ekki útilokuð frá samvistum við annað foreldri sitt nema að öryggi þeirra sé í raun ógnað. Samtökin biðla til foreldra að hafa hagsmuni barna sinna í forgrunni við allar ákvarðanir sem þau varða. Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, vanrækslu og óæskilegum áhrifum, svo sem hatursorðræðu og ógnandi aðstæðum. Þau eiga rétt á að njóta sömu tækifæra til að lifa hamingjuríku lífi og okkur ber öllum skylda til að gæta sameiginlega að því að svo megi verða. Barnaheill vilja ítreka að börn eru viðkvæmur hópur sem eiga rétt á sérstakri vernd og þau eiga rétt á því að vera virt sem einstaklingar með sjálfstæð réttindi.
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun