Trump býst við að hækka skatta hinna ríkustu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2016 21:26 Ætlar sér að loka ýmsum leiðum sem hinir ríkustu nýta sér til þess að minnka skattbyrði sína. Vísir/Getty Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana-flokksins, býst við því að hann myndi hækka skatta hinna ríkustu í Bandaríkjunum verði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna. Trump hefur áður lagt til að skattar verði lækkaðar þvert yfir borðið en nú segist hann ekki reikna með að tillögur sínar verði samþykktar óbreyttar í bandaríska þinginu verði hann kjörinn forseti. „Þegar kemur að því að semja við þingið verða tillögurnar töluvert breyttar,“ sagði Trump. „Að mínu mati þurfa skattarnir á hina ríkustu að hækka að einhverju leyti.“ Tillögur Trump í skattamálum eru þær ítarlegustu sem hann hefur sett fram. Samkvæmt tillögunum munu þeir sem lægstar tekjur hafa, undir 50 þúsund dollurum á ári, ekki greiða neina tekjuskatta. Undir þann flokk fellur um helmingur Bandaríkjamanna. Önnur skattþrep samkvæmt tillögum Trump eru 10 prósent, 20 prósent og 25 prósent en síðasta skattþrepið er ætlað þeim sem mestar tekjur hafa eða meira en 300 þúsund dollara á ári. Er það talsvert lægra en hæsta skattþrepið í núverandi kerfi sem er 39,6 prósent á tekjur yfir 413 þúsund dollara. Þrátt fyrir þessa lækkanir hyggst Trump þó loka ýmsum leiðum sem tekjuháir nýta sér til þess að minna skattbyrði sína. „Ég er tilbúinn til þess að greiða hærri skatta,“ sagði Trump sem sjálfur er vellauðugur. „Og vitið þið hvað? Ég held að hinir ríkustu sé einnig tilbúnir til þess. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sá eini sem eftir er í kapphlaupi Repúblikana John Kasich tilkynnti í kvöld að hann væri hættur við að bjóða sig fram. Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana 4. maí 2016 23:00 Trump fær ekki stuðning Bush Líklegur mótherji Trumps í forsetakosningunum, Hillary Clinton, mælist með 6 prósentustiga forskot á hann í meðaltali skoðanakannana Real Clear Politics. 6. maí 2016 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana-flokksins, býst við því að hann myndi hækka skatta hinna ríkustu í Bandaríkjunum verði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna. Trump hefur áður lagt til að skattar verði lækkaðar þvert yfir borðið en nú segist hann ekki reikna með að tillögur sínar verði samþykktar óbreyttar í bandaríska þinginu verði hann kjörinn forseti. „Þegar kemur að því að semja við þingið verða tillögurnar töluvert breyttar,“ sagði Trump. „Að mínu mati þurfa skattarnir á hina ríkustu að hækka að einhverju leyti.“ Tillögur Trump í skattamálum eru þær ítarlegustu sem hann hefur sett fram. Samkvæmt tillögunum munu þeir sem lægstar tekjur hafa, undir 50 þúsund dollurum á ári, ekki greiða neina tekjuskatta. Undir þann flokk fellur um helmingur Bandaríkjamanna. Önnur skattþrep samkvæmt tillögum Trump eru 10 prósent, 20 prósent og 25 prósent en síðasta skattþrepið er ætlað þeim sem mestar tekjur hafa eða meira en 300 þúsund dollara á ári. Er það talsvert lægra en hæsta skattþrepið í núverandi kerfi sem er 39,6 prósent á tekjur yfir 413 þúsund dollara. Þrátt fyrir þessa lækkanir hyggst Trump þó loka ýmsum leiðum sem tekjuháir nýta sér til þess að minna skattbyrði sína. „Ég er tilbúinn til þess að greiða hærri skatta,“ sagði Trump sem sjálfur er vellauðugur. „Og vitið þið hvað? Ég held að hinir ríkustu sé einnig tilbúnir til þess.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sá eini sem eftir er í kapphlaupi Repúblikana John Kasich tilkynnti í kvöld að hann væri hættur við að bjóða sig fram. Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana 4. maí 2016 23:00 Trump fær ekki stuðning Bush Líklegur mótherji Trumps í forsetakosningunum, Hillary Clinton, mælist með 6 prósentustiga forskot á hann í meðaltali skoðanakannana Real Clear Politics. 6. maí 2016 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Trump sá eini sem eftir er í kapphlaupi Repúblikana John Kasich tilkynnti í kvöld að hann væri hættur við að bjóða sig fram. Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana 4. maí 2016 23:00
Trump fær ekki stuðning Bush Líklegur mótherji Trumps í forsetakosningunum, Hillary Clinton, mælist með 6 prósentustiga forskot á hann í meðaltali skoðanakannana Real Clear Politics. 6. maí 2016 07:00