Ný kynslóð bíður Óskar Steinn Ómarsson skrifar 9. maí 2016 07:00 Andi breytinga svífur yfir vötnum í Samfylkingunni. Í lok þessa mánaðar hefst rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla um formann flokksins og á landsfundi í byrjun júní veljum við nýja forystu. Stefnumótunin á landsfundi verður einnig með óhefðbundnum hætti. Unnið verður áfram með afrakstur hugmyndasmiðja í þjóðfundarfyrirkomulagi sem tryggir að skoðanir allra fái að heyrast. Þær breytingar sem eiga sér nú stað á forystu og starfsháttum Samfylkingarinnar eru nauðsynlegar. Grasrótin hefur lengi verið vanrækt og upplifun margra er að ákveðin gjá hafi myndast milli þingflokks og grasrótar. Það er ekki skrítið ef litið er til þess að engin endurnýjun varð í þingliði Samfylkingarinnar í síðustu alþingiskosningum. Það liggur á að eðlileg endurnýjun eigi sér stað. Miðað við fylgi flokksins í skoðanakönnunum mun það ekki gerast af sjálfu sér. Ný kynslóð jafnaðarmanna stendur á kantinum og bíður eftir tækifæri til að láta ljós sitt skína. Vilji Samfylkingin lifa af sem stjórnmálaafl verða núverandi þingmenn flokksins að búa til pláss fyrir ný andlit. Annars er hætta á að það fjari enn frekar undan grasrótinni og fleiri öflugir einstaklingar finni hugmyndum sínum farveg á öðrum vettvangi, jafnvel í öðrum stjórnmálaflokkum. Ég vil leggja til að sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar taki ekki oddvitasæti á framboðslistum fyrir næstu þingkosningar. Með því er hægt að tryggja að nauðsynleg endurnýjun verði í þingflokki Samfylkingarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Andi breytinga svífur yfir vötnum í Samfylkingunni. Í lok þessa mánaðar hefst rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla um formann flokksins og á landsfundi í byrjun júní veljum við nýja forystu. Stefnumótunin á landsfundi verður einnig með óhefðbundnum hætti. Unnið verður áfram með afrakstur hugmyndasmiðja í þjóðfundarfyrirkomulagi sem tryggir að skoðanir allra fái að heyrast. Þær breytingar sem eiga sér nú stað á forystu og starfsháttum Samfylkingarinnar eru nauðsynlegar. Grasrótin hefur lengi verið vanrækt og upplifun margra er að ákveðin gjá hafi myndast milli þingflokks og grasrótar. Það er ekki skrítið ef litið er til þess að engin endurnýjun varð í þingliði Samfylkingarinnar í síðustu alþingiskosningum. Það liggur á að eðlileg endurnýjun eigi sér stað. Miðað við fylgi flokksins í skoðanakönnunum mun það ekki gerast af sjálfu sér. Ný kynslóð jafnaðarmanna stendur á kantinum og bíður eftir tækifæri til að láta ljós sitt skína. Vilji Samfylkingin lifa af sem stjórnmálaafl verða núverandi þingmenn flokksins að búa til pláss fyrir ný andlit. Annars er hætta á að það fjari enn frekar undan grasrótinni og fleiri öflugir einstaklingar finni hugmyndum sínum farveg á öðrum vettvangi, jafnvel í öðrum stjórnmálaflokkum. Ég vil leggja til að sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar taki ekki oddvitasæti á framboðslistum fyrir næstu þingkosningar. Með því er hægt að tryggja að nauðsynleg endurnýjun verði í þingflokki Samfylkingarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar