Ný kynslóð bíður Óskar Steinn Ómarsson skrifar 9. maí 2016 07:00 Andi breytinga svífur yfir vötnum í Samfylkingunni. Í lok þessa mánaðar hefst rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla um formann flokksins og á landsfundi í byrjun júní veljum við nýja forystu. Stefnumótunin á landsfundi verður einnig með óhefðbundnum hætti. Unnið verður áfram með afrakstur hugmyndasmiðja í þjóðfundarfyrirkomulagi sem tryggir að skoðanir allra fái að heyrast. Þær breytingar sem eiga sér nú stað á forystu og starfsháttum Samfylkingarinnar eru nauðsynlegar. Grasrótin hefur lengi verið vanrækt og upplifun margra er að ákveðin gjá hafi myndast milli þingflokks og grasrótar. Það er ekki skrítið ef litið er til þess að engin endurnýjun varð í þingliði Samfylkingarinnar í síðustu alþingiskosningum. Það liggur á að eðlileg endurnýjun eigi sér stað. Miðað við fylgi flokksins í skoðanakönnunum mun það ekki gerast af sjálfu sér. Ný kynslóð jafnaðarmanna stendur á kantinum og bíður eftir tækifæri til að láta ljós sitt skína. Vilji Samfylkingin lifa af sem stjórnmálaafl verða núverandi þingmenn flokksins að búa til pláss fyrir ný andlit. Annars er hætta á að það fjari enn frekar undan grasrótinni og fleiri öflugir einstaklingar finni hugmyndum sínum farveg á öðrum vettvangi, jafnvel í öðrum stjórnmálaflokkum. Ég vil leggja til að sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar taki ekki oddvitasæti á framboðslistum fyrir næstu þingkosningar. Með því er hægt að tryggja að nauðsynleg endurnýjun verði í þingflokki Samfylkingarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Andi breytinga svífur yfir vötnum í Samfylkingunni. Í lok þessa mánaðar hefst rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla um formann flokksins og á landsfundi í byrjun júní veljum við nýja forystu. Stefnumótunin á landsfundi verður einnig með óhefðbundnum hætti. Unnið verður áfram með afrakstur hugmyndasmiðja í þjóðfundarfyrirkomulagi sem tryggir að skoðanir allra fái að heyrast. Þær breytingar sem eiga sér nú stað á forystu og starfsháttum Samfylkingarinnar eru nauðsynlegar. Grasrótin hefur lengi verið vanrækt og upplifun margra er að ákveðin gjá hafi myndast milli þingflokks og grasrótar. Það er ekki skrítið ef litið er til þess að engin endurnýjun varð í þingliði Samfylkingarinnar í síðustu alþingiskosningum. Það liggur á að eðlileg endurnýjun eigi sér stað. Miðað við fylgi flokksins í skoðanakönnunum mun það ekki gerast af sjálfu sér. Ný kynslóð jafnaðarmanna stendur á kantinum og bíður eftir tækifæri til að láta ljós sitt skína. Vilji Samfylkingin lifa af sem stjórnmálaafl verða núverandi þingmenn flokksins að búa til pláss fyrir ný andlit. Annars er hætta á að það fjari enn frekar undan grasrótinni og fleiri öflugir einstaklingar finni hugmyndum sínum farveg á öðrum vettvangi, jafnvel í öðrum stjórnmálaflokkum. Ég vil leggja til að sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar taki ekki oddvitasæti á framboðslistum fyrir næstu þingkosningar. Með því er hægt að tryggja að nauðsynleg endurnýjun verði í þingflokki Samfylkingarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun