Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2016 09:53 Nái Davíð Oddsson kjöri hefur hann náð einstakri þrennu; borgarstjóri í Reykjavík, forsætisráðherra og forseti Íslands. vísir/ernir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hyggst bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Frá þessu greindi Davíð í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Davíð segist ekki hafa íhugað framboðið lengi. Örfáir dagar séu síðan hann fór að velta því fyrir sér og segist hafa tekið lokaákvörðun í gær. Hann telur reynslu sína og þekkingu nýtast vel í starfi forseta. Aðspurður sagðist hann ekki geta svarað til um hvort ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, hafi skipt máli í ákvarðanatöku sinni. „Ég get ekki svarað þessu með afgerandi hætti vegna þess að það er svo stutt síðan ég fór eiginlega að láta þetta mál ná einhverjum tökum á mér. Ég hef lesið um það að ég hafi verið að velta þessu fyrir mér með hópi manna, það er ekki rétt. Það er eins og ég segi örfáir dagar frá því ég fór að velta þessu fyrir mér, en auðvitað skiptir máli hvort að sitjandi forseti býður sig fram eða ekki,“ sagði Davíð í viðtalinu. Hann hafi verið nokkuð ánægður með Ólaf, þeir þekkist vel, en að sjálfur hafi hann ekki kosið hann. Ólafur hafi verið ákveðinn öryggisventill á óvissutímum.Eins og fasteign - engir faldir gallar Aðspurður sagðist Davíð ætla að draga sig í hlé frá ritstjórnarstörfum á Morgunblaðinu. „Ég tel að eftir að menn eru orðnir frambjóðendur til þessa starfs þá verði þeir að fara varlega og reyna að gæta hófs og sýna sanngirni. En mér finnst nauðsynlegt að það sé vitað hvaða menn eru á ferðinni, fyrir hvað þeir standa og hvað þeir hugsanlega geta eða geta ekki,“ sagði Davið. „Ég sjálfur er þannig að langstærstur hluti þjóðarinnar þekkir mig mjög vel. Þekkir vonandi mína kosti og þekkir vel mína mörgu galla. Þannig að ef þú lítur á mig sem fasteign þá er ég ekki með neina falda galla. Það er heldur betur andstæðingum mínum í gegnum tíðina búið að útmála þá galla upp um alla veggi.“ Davíð sagði hans helstu kosti þá að hann getur brugðist við. Hann sé til staðar þegar á reynir og að það sé forseti sem þjóðin þurfi. Ekki sé verið að leita eftir manni sem geti flutt „fróðlegt spjall“. „Verða að vera menn sem þjóðin veit að þegar virkilega á reynir, getur brugðist við og þá verða það að vera menn sem eru þekktir fyrir það að geta tekið ákvörðun, láta engan rugla í sér, láta engan hagga sér, engan hræra í sér. Það eru þess háttar menn sem þjóðin hlýtur að horfa til,“ sagði Davíð. Það séu hans helstu eiginleikar sem hann telji sig oftast nær hafa nýtt til góðs. „Einhver kann að segja stundum ekki til góðs, en oftast nær til góðs. Þeir myndu nýtast vel og auk þess held ég að mitt viðhorf sem er jafnframt það að ég væri kominn til að láta gott af mér leiða og sé góðviljaður og kominn til að stilla til friðar með mönnum sem ég hef sýnt hvarvetna þrátt fyrir að þrátt fyrir að ég sé þekktur fyrir að vera ákveðinn að það hefur gengið.“ Helstu gallar hans gætu verið þeir að hann hafi verið lengi í pólitík. „[M]enn teldu að ég hefði verið lengi í pólitík og hafi verið þar afgerandi og fengið fólk upp á móti mér en ég hef átt mjög gott að starfa með andstæðingum mínum í pólitík, betur heldur en nokkrir aðrir enda hefur enginn haldið sömu ríkisstjórn lengur í þessu landi heldur en ég.“ Þá var hann spurður hvort hann hefði einhver tengsl við aflandsfélög. „Nei, ég ef því miður aldrei verið svo fjáður eða hugmyndaríkur að eignast það. Ég man ég var með ávísunarreikning, svo ég játi nú, í Cambridge í sumarskóla 1966 eða 1967. Þá fór maður með ávísun í banka og lagði inn á bankareikning þar og borgaði svo með ávísunum.“ Davíð hefur verið nefndur sem mögulegur frambjóðandi, án þess þó að hann hafi staðfest það sjálfur – fyrr en nú. Sögusagnirnar urðu enn háværari eftir að ítarleg úttekt á áhrifum Davíðs á íslenskt samfélag í tveggja opnu skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag. Samkvæmt könnun sem Frjáls verslun gerði dagana 26. apríl og 1. maí er Davíð með tveggja prósenta fylgi, en þátttakendur voru spurðir hvern þeir vildu sem forseta ef þeir mættu nefna hvaða Íslending sem er. Nái Davíð kjöri hefur hann náð einstakri þrennu; borgarstjóri í Reykjavík, forsætisráðherra og forseti Íslands. Davíð er fjórtándi til að bjóða sig fram til embættisins, en aldrei í sögunni hafa eins margir boðið sig fram til forseta Íslands. Hægt er að hlusta á Bylgjuna í beinni útsendingu í vefspilara hér á Vísi. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Páll Magnússon tekur við Sprengisandi á Bylgjunni „Ég er mjög spenntur fyrir því að byrja með þennan þátt.“ 3. maí 2016 15:41 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hyggst bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Frá þessu greindi Davíð í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Davíð segist ekki hafa íhugað framboðið lengi. Örfáir dagar séu síðan hann fór að velta því fyrir sér og segist hafa tekið lokaákvörðun í gær. Hann telur reynslu sína og þekkingu nýtast vel í starfi forseta. Aðspurður sagðist hann ekki geta svarað til um hvort ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, hafi skipt máli í ákvarðanatöku sinni. „Ég get ekki svarað þessu með afgerandi hætti vegna þess að það er svo stutt síðan ég fór eiginlega að láta þetta mál ná einhverjum tökum á mér. Ég hef lesið um það að ég hafi verið að velta þessu fyrir mér með hópi manna, það er ekki rétt. Það er eins og ég segi örfáir dagar frá því ég fór að velta þessu fyrir mér, en auðvitað skiptir máli hvort að sitjandi forseti býður sig fram eða ekki,“ sagði Davíð í viðtalinu. Hann hafi verið nokkuð ánægður með Ólaf, þeir þekkist vel, en að sjálfur hafi hann ekki kosið hann. Ólafur hafi verið ákveðinn öryggisventill á óvissutímum.Eins og fasteign - engir faldir gallar Aðspurður sagðist Davíð ætla að draga sig í hlé frá ritstjórnarstörfum á Morgunblaðinu. „Ég tel að eftir að menn eru orðnir frambjóðendur til þessa starfs þá verði þeir að fara varlega og reyna að gæta hófs og sýna sanngirni. En mér finnst nauðsynlegt að það sé vitað hvaða menn eru á ferðinni, fyrir hvað þeir standa og hvað þeir hugsanlega geta eða geta ekki,“ sagði Davið. „Ég sjálfur er þannig að langstærstur hluti þjóðarinnar þekkir mig mjög vel. Þekkir vonandi mína kosti og þekkir vel mína mörgu galla. Þannig að ef þú lítur á mig sem fasteign þá er ég ekki með neina falda galla. Það er heldur betur andstæðingum mínum í gegnum tíðina búið að útmála þá galla upp um alla veggi.“ Davíð sagði hans helstu kosti þá að hann getur brugðist við. Hann sé til staðar þegar á reynir og að það sé forseti sem þjóðin þurfi. Ekki sé verið að leita eftir manni sem geti flutt „fróðlegt spjall“. „Verða að vera menn sem þjóðin veit að þegar virkilega á reynir, getur brugðist við og þá verða það að vera menn sem eru þekktir fyrir það að geta tekið ákvörðun, láta engan rugla í sér, láta engan hagga sér, engan hræra í sér. Það eru þess háttar menn sem þjóðin hlýtur að horfa til,“ sagði Davíð. Það séu hans helstu eiginleikar sem hann telji sig oftast nær hafa nýtt til góðs. „Einhver kann að segja stundum ekki til góðs, en oftast nær til góðs. Þeir myndu nýtast vel og auk þess held ég að mitt viðhorf sem er jafnframt það að ég væri kominn til að láta gott af mér leiða og sé góðviljaður og kominn til að stilla til friðar með mönnum sem ég hef sýnt hvarvetna þrátt fyrir að þrátt fyrir að ég sé þekktur fyrir að vera ákveðinn að það hefur gengið.“ Helstu gallar hans gætu verið þeir að hann hafi verið lengi í pólitík. „[M]enn teldu að ég hefði verið lengi í pólitík og hafi verið þar afgerandi og fengið fólk upp á móti mér en ég hef átt mjög gott að starfa með andstæðingum mínum í pólitík, betur heldur en nokkrir aðrir enda hefur enginn haldið sömu ríkisstjórn lengur í þessu landi heldur en ég.“ Þá var hann spurður hvort hann hefði einhver tengsl við aflandsfélög. „Nei, ég ef því miður aldrei verið svo fjáður eða hugmyndaríkur að eignast það. Ég man ég var með ávísunarreikning, svo ég játi nú, í Cambridge í sumarskóla 1966 eða 1967. Þá fór maður með ávísun í banka og lagði inn á bankareikning þar og borgaði svo með ávísunum.“ Davíð hefur verið nefndur sem mögulegur frambjóðandi, án þess þó að hann hafi staðfest það sjálfur – fyrr en nú. Sögusagnirnar urðu enn háværari eftir að ítarleg úttekt á áhrifum Davíðs á íslenskt samfélag í tveggja opnu skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag. Samkvæmt könnun sem Frjáls verslun gerði dagana 26. apríl og 1. maí er Davíð með tveggja prósenta fylgi, en þátttakendur voru spurðir hvern þeir vildu sem forseta ef þeir mættu nefna hvaða Íslending sem er. Nái Davíð kjöri hefur hann náð einstakri þrennu; borgarstjóri í Reykjavík, forsætisráðherra og forseti Íslands. Davíð er fjórtándi til að bjóða sig fram til embættisins, en aldrei í sögunni hafa eins margir boðið sig fram til forseta Íslands. Hægt er að hlusta á Bylgjuna í beinni útsendingu í vefspilara hér á Vísi.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Páll Magnússon tekur við Sprengisandi á Bylgjunni „Ég er mjög spenntur fyrir því að byrja með þennan þátt.“ 3. maí 2016 15:41 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Páll Magnússon tekur við Sprengisandi á Bylgjunni „Ég er mjög spenntur fyrir því að byrja með þennan þátt.“ 3. maí 2016 15:41
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent