Trump sá eini sem eftir er í kapphlaupi Repúblikana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2016 23:00 Donald Trump virðist vera búinn að tryggja sér útnefninguna. John Kasich, ríkisstjóri Ohio, tilkynnti í kvöld opinberlega að hann væri hættur við að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana í forsetakosningum Bandaríkjanna sem haldnar verða í nóvember. Kasich hafði aðeins unnið sigur í forkosningum Repúblikana í heimaríki sínu Ohio og hafði honum mistekist að halda í við Trump og Ted Cruz. Kasich vonaðist þó til þess að geta barist fyrir útnefningu sinni á flokksþingi Repúblikana í júlí. Það féll þó um sjálft sig eftir yfirburðasigur Trumop í Indiana-ríki þar sem hann nældi sér í alla 57 fulltrúa fylkisins. Sigurinn gerði það að verkum að Ted Cruz dró framboð sitt til baka í gær og þá stóð Kasich einn eftir á móti Donald Trump í keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins. Fátt sem ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaframbjóðandi Repúblikana-flokksins í væntanlegum kosningum þar sem hann mun að öllum líkindum mæta Hillary Clinton. Eftir á að kjósa í níu ríkjum Bandaríkjanna en þar sem Trump er einn eftir í framboði eru þær forkosningar sem framundan eru nánast formsatriði. Trump þarf 1.247 kjörmenn til þess að tryggja sér útnefningu Repúblikana-flokksins en hann er nú með stuðning 1.053 kjörmanna. Síðustu forkosningarnar fara fram 7. júní þegar kosið verður samtímis í fimm ríkjum, þar á meðal Kaliforníu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sigurvegari í Indiana: Tilnefning Repúblikana gott sem gulltryggð Útgönguspár benda til þess að Trump verði kominn með um það bil 1049 kjörmenn í fyrramálið. 3. maí 2016 23:20 Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22 Allar líkur á að Kasich sé hættur í kapphlaupinu við Trump Tilnefning Repúblikanaflokkins virðist liggja fyrir þar sem allir andstæðingar Trump hafa sagt sig úr leik. 4. maí 2016 16:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
John Kasich, ríkisstjóri Ohio, tilkynnti í kvöld opinberlega að hann væri hættur við að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana í forsetakosningum Bandaríkjanna sem haldnar verða í nóvember. Kasich hafði aðeins unnið sigur í forkosningum Repúblikana í heimaríki sínu Ohio og hafði honum mistekist að halda í við Trump og Ted Cruz. Kasich vonaðist þó til þess að geta barist fyrir útnefningu sinni á flokksþingi Repúblikana í júlí. Það féll þó um sjálft sig eftir yfirburðasigur Trumop í Indiana-ríki þar sem hann nældi sér í alla 57 fulltrúa fylkisins. Sigurinn gerði það að verkum að Ted Cruz dró framboð sitt til baka í gær og þá stóð Kasich einn eftir á móti Donald Trump í keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins. Fátt sem ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaframbjóðandi Repúblikana-flokksins í væntanlegum kosningum þar sem hann mun að öllum líkindum mæta Hillary Clinton. Eftir á að kjósa í níu ríkjum Bandaríkjanna en þar sem Trump er einn eftir í framboði eru þær forkosningar sem framundan eru nánast formsatriði. Trump þarf 1.247 kjörmenn til þess að tryggja sér útnefningu Repúblikana-flokksins en hann er nú með stuðning 1.053 kjörmanna. Síðustu forkosningarnar fara fram 7. júní þegar kosið verður samtímis í fimm ríkjum, þar á meðal Kaliforníu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sigurvegari í Indiana: Tilnefning Repúblikana gott sem gulltryggð Útgönguspár benda til þess að Trump verði kominn með um það bil 1049 kjörmenn í fyrramálið. 3. maí 2016 23:20 Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22 Allar líkur á að Kasich sé hættur í kapphlaupinu við Trump Tilnefning Repúblikanaflokkins virðist liggja fyrir þar sem allir andstæðingar Trump hafa sagt sig úr leik. 4. maí 2016 16:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Trump sigurvegari í Indiana: Tilnefning Repúblikana gott sem gulltryggð Útgönguspár benda til þess að Trump verði kominn með um það bil 1049 kjörmenn í fyrramálið. 3. maí 2016 23:20
Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22
Allar líkur á að Kasich sé hættur í kapphlaupinu við Trump Tilnefning Repúblikanaflokkins virðist liggja fyrir þar sem allir andstæðingar Trump hafa sagt sig úr leik. 4. maí 2016 16:39