Aðstoðarmaður innanríkisráðherra vill á þing Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. maí 2016 11:44 Þórdís Kolbrún hefur verið aðstoðarmaður Ólafar Nordal síðan í desember 2014. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, mun sækjast eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Þá mun Haraldur Benediktsson alþingismaður sækjast eftir fyrsta sæti listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni stjórnar kjördæmisráðs Norðvesturkjördæmis þar sem vísað er til kjördæmisþings Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið var síðastliðna helgi. Í samtali við fréttastofu segist Þórdís í raun aðeins hafa lýst yfir áhuga á að sækjast eftir sætinu, hún hafi ekkert formlega kynnt ennþá hvað hún hyggist gera. „En ég sagði í Borgarnesi að ég svona kastaði því út í kosmósið að ég hefði áhuga á að verða þingmaður,“ segir Þórdís. Prófkjör verður haldið í Norðvesturkjördæmi Á þinginu var samþykkt að við uppstillingu á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar í haust skyldi halda prófkjör. Þórdís Kolbrún hefur aldrei setið á þingi áður en hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns innanríkisráðherra síðan í desember 2014. Hún var framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna frá því vorið 2013. Hún var jafnframt kosningastjóri Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu Alþingiskosningar. Haraldur Benediktsson hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2013. Fyrir þann tíma starfaði hann sem bóndi og var í tæpan áratug formaður Bændasamtaka Íslands.Einar K. Guðfinnsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs.vísir/GvaEinar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, skipaði fyrsta sæti listans fyrir síðustu Alþingiskosningar en hann hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér aftur. Hann hefur setið á Alþingi síðan 1991. Á aðalfundinum var samþykkt ályktun þar sem fram kemur að Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi fagni „þeim mikla árangri sem náðst hefur á yfirstandandi kjörtímabili. Bætt lífskjör, lækkandi skuldir heimila og fyrirtækja, lág verðbólga, lítið atvinnuleysi og fjölgun fjölbreytilegra starfa, traust stjórn fjármála ríkisins, lækkandi skuldir hins opinbera, góður viðskiptaafgangur, aukin fjárframlög í mikilvæga málaflokka samfara lækkun skatta, eru til marks um að vel hefur tekist til við stjórn landsins á þessum tíma.“ Þá er Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra þakkað sérstaklega í ályktuninni fyrir þeirra störf í þágu þjóðarinnar. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, mun sækjast eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Þá mun Haraldur Benediktsson alþingismaður sækjast eftir fyrsta sæti listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni stjórnar kjördæmisráðs Norðvesturkjördæmis þar sem vísað er til kjördæmisþings Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið var síðastliðna helgi. Í samtali við fréttastofu segist Þórdís í raun aðeins hafa lýst yfir áhuga á að sækjast eftir sætinu, hún hafi ekkert formlega kynnt ennþá hvað hún hyggist gera. „En ég sagði í Borgarnesi að ég svona kastaði því út í kosmósið að ég hefði áhuga á að verða þingmaður,“ segir Þórdís. Prófkjör verður haldið í Norðvesturkjördæmi Á þinginu var samþykkt að við uppstillingu á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar í haust skyldi halda prófkjör. Þórdís Kolbrún hefur aldrei setið á þingi áður en hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns innanríkisráðherra síðan í desember 2014. Hún var framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna frá því vorið 2013. Hún var jafnframt kosningastjóri Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu Alþingiskosningar. Haraldur Benediktsson hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2013. Fyrir þann tíma starfaði hann sem bóndi og var í tæpan áratug formaður Bændasamtaka Íslands.Einar K. Guðfinnsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs.vísir/GvaEinar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, skipaði fyrsta sæti listans fyrir síðustu Alþingiskosningar en hann hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér aftur. Hann hefur setið á Alþingi síðan 1991. Á aðalfundinum var samþykkt ályktun þar sem fram kemur að Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi fagni „þeim mikla árangri sem náðst hefur á yfirstandandi kjörtímabili. Bætt lífskjör, lækkandi skuldir heimila og fyrirtækja, lág verðbólga, lítið atvinnuleysi og fjölgun fjölbreytilegra starfa, traust stjórn fjármála ríkisins, lækkandi skuldir hins opinbera, góður viðskiptaafgangur, aukin fjárframlög í mikilvæga málaflokka samfara lækkun skatta, eru til marks um að vel hefur tekist til við stjórn landsins á þessum tíma.“ Þá er Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra þakkað sérstaklega í ályktuninni fyrir þeirra störf í þágu þjóðarinnar.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira