Grænt ríki Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. maí 2016 07:00 Magn úrgangs á hvern íbúa í Reykjavík hefur dregist saman um 22 prósent á tíu árum. Flokkun hefur aukist verulega síðustu mánuði, bæði flokkun pappírs og plasts frá blönduðu sorpi. Á sama tíma berast fréttir af því að þátttaka í grænum verkefnum hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins sé slæleg. Aðeins þrjátíu ríkisstofnanir hafa tekið þátt í stórum hvataverkefnum í umhverfismálum af alls 160 stofnunum og aðeins þrjú af átta ráðuneytum. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í gær þar sem fram kom að þrátt fyrir ítrekaða hvatningu halda aðeins 26 stofnanir svokallað Grænt bókhald. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir verkefnin nú þegar hafa skilað miklum sparnaði fyrir ríkið og umhverfið. Pappírsnotkun stofnana sem skiluðu Grænu bókhaldi fyrir árið 2014 minnkaði um 29 prósent. Hún segir að ef allar stofnanir myndu minnka pappírsnotkun sína eins mikið og þær sem skiluðu Grænu bókhaldi, myndu sparast rúmlega sjötíu milljónir. Rafmagnsnotkun hefur minnkað um 13 prósent milli ára sem sparaði aðrar 57 milljónir á milli ára. Þá er auk þess mun dýrara fyrir stofnanir að senda frá sér óflokkaðan úrgang en þann flokkaða. Í nóvember skrifuðu yfir hundrað fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum. Þau skuldbundu sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Þá gaf Reykjavíkurborg það út á loftslagsráðstefnunni í París fyrir áramót að hún stefni að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 prósent fyrir árið 2020 og um 73 prósent árið 2050. Hlýnun jarðar er talin eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Íslenska ríkið hefur, ásamt sveitarfélögum, skuldbundið sig til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2013 kom fram að beita ætti hvetjandi aðgerðum til að ýta undir græna starfsemi í efnahagslífinu. „Nýta ber vistvæna orkugjafa enn frekar við samgöngur. Hvatt verði til þess að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis. Brýnt er að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda, bæði með því að draga úr beinni losun af mannavöldum og með því að stórauka landgræðslu, skógrækt og aðra eflingu gróðurlenda,“ segir í yfirlýsingunni. Það skýtur því skökku við að ráðuneyti og sveitarfélög séu svo aftarlega á merinni þegar kemur að grænum aðgerðum. Þó framangreind markmið ríkisstjórnarinnar séu langt í frá þau einu í stefnuyfirlýsingunni sem lítið hefur verið gert til að ná, þá vekur það furðu að þau tækifæri sem þó eru til staðar, með hvataverkefnum Umhverfisstofnunar, séu ekki nýtt. Starfsemi og mannlíf í þéttbýli skýrir um 80 prósent orkunotkunar og koltvísýringslosunar í heiminum. Á þessum málum verður ekki tekið nema með þátttöku stærsta atvinnurekanda landsins sem er ríkið.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Magn úrgangs á hvern íbúa í Reykjavík hefur dregist saman um 22 prósent á tíu árum. Flokkun hefur aukist verulega síðustu mánuði, bæði flokkun pappírs og plasts frá blönduðu sorpi. Á sama tíma berast fréttir af því að þátttaka í grænum verkefnum hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins sé slæleg. Aðeins þrjátíu ríkisstofnanir hafa tekið þátt í stórum hvataverkefnum í umhverfismálum af alls 160 stofnunum og aðeins þrjú af átta ráðuneytum. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í gær þar sem fram kom að þrátt fyrir ítrekaða hvatningu halda aðeins 26 stofnanir svokallað Grænt bókhald. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir verkefnin nú þegar hafa skilað miklum sparnaði fyrir ríkið og umhverfið. Pappírsnotkun stofnana sem skiluðu Grænu bókhaldi fyrir árið 2014 minnkaði um 29 prósent. Hún segir að ef allar stofnanir myndu minnka pappírsnotkun sína eins mikið og þær sem skiluðu Grænu bókhaldi, myndu sparast rúmlega sjötíu milljónir. Rafmagnsnotkun hefur minnkað um 13 prósent milli ára sem sparaði aðrar 57 milljónir á milli ára. Þá er auk þess mun dýrara fyrir stofnanir að senda frá sér óflokkaðan úrgang en þann flokkaða. Í nóvember skrifuðu yfir hundrað fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum. Þau skuldbundu sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Þá gaf Reykjavíkurborg það út á loftslagsráðstefnunni í París fyrir áramót að hún stefni að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 prósent fyrir árið 2020 og um 73 prósent árið 2050. Hlýnun jarðar er talin eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Íslenska ríkið hefur, ásamt sveitarfélögum, skuldbundið sig til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2013 kom fram að beita ætti hvetjandi aðgerðum til að ýta undir græna starfsemi í efnahagslífinu. „Nýta ber vistvæna orkugjafa enn frekar við samgöngur. Hvatt verði til þess að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis. Brýnt er að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda, bæði með því að draga úr beinni losun af mannavöldum og með því að stórauka landgræðslu, skógrækt og aðra eflingu gróðurlenda,“ segir í yfirlýsingunni. Það skýtur því skökku við að ráðuneyti og sveitarfélög séu svo aftarlega á merinni þegar kemur að grænum aðgerðum. Þó framangreind markmið ríkisstjórnarinnar séu langt í frá þau einu í stefnuyfirlýsingunni sem lítið hefur verið gert til að ná, þá vekur það furðu að þau tækifæri sem þó eru til staðar, með hvataverkefnum Umhverfisstofnunar, séu ekki nýtt. Starfsemi og mannlíf í þéttbýli skýrir um 80 prósent orkunotkunar og koltvísýringslosunar í heiminum. Á þessum málum verður ekki tekið nema með þátttöku stærsta atvinnurekanda landsins sem er ríkið.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4. maí.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun