Enski boltinn

Kýldi dómarinn í gólfið í miðjum handboltaleik | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
mynd/skjáskot
Ótrúlegt atvik kom upp í leik Vinaroz og Benetusser í neðri deildum spænska handboltans um helgina en þar var ráðist á dómara með fólskulegum hætti.

Þegar dæmt var vítakast varð einn leikmaður Benetusser svakalega reiður og tók upp á því að kýla annan dómarann í gólfið. Höggið var rosalega fast og steinlá dómarinn.

„Á þeim 16 árum sem ég hef dæmt hef ég aldrei lent í öðru eins. Ég var í áfalli eftir höggið,“ er haft eftir dómaranum Daniel Orts á Marca.

Spænska handknattleikssambandið er búið að gefa út yfirlýsingu þar sem það fordæmir verknaðinn og á leikmaðurinn væntanlega yfir höfði sér langt leikbann.

Þetta ótrúlega atvik má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×