Ef þú misstir af Gerard þá getur þú séð allt saman hér | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2016 17:00 Íslenskt stuðningsfólk ætlar að fjölmenna til Frakklands Vísir/Getty Knattspyrnusamband Íslands er á fullu að undirbúa leikmenn og starfsmenn sína fyrir sögulegt sumar þar sem íslenska karlalandsliðið tekur þátt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Skemmtilegur súpufundur í vikunni var gott skref fyrir þá stuðningsfólk sem er á leiðinni út í næsta mánuði. Nú eru bara 26 dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Frakklandi sem verður á móti Portúgal í Saint-Étienne 14. júní næstkomandi. íslenska liðið spilar líka við Ungverjaland í Marseille og við Austurríki í Saint-Denis. Það er full ástæða fyrir íslensku stuðningsmennina til að kynna sér aðstæður í borgunum og nýta ferðina í fleira en að fylgjast með afrekum strákanna okkar inn á fótboltavellinum. Það var því mjög góð aðsókn á nítjánda súpufund Knattspyrnusambandsins sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli í hádeginu í gær. Viðburðurinn var tilvalinn fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem hafa tryggt sér miða á leiki liðsins í Frakklandi. Rétt tæplega 130 manns gerðu sér ferð í Laugardalinn til að hlýða á Gerard Lemarquis, kennara og fréttaritara, fjalla um frönsku borgirnar Marseille, Saint-Étienne, Lyon og París, sögu knattspyrnuliða borganna, áhugaverða staði til að skoða og fleira í þeim dúr á léttum og skemmtilegum nótum. Gérard Lemarquis hefur verið búsettur á Íslandi í rúmlega 40 ár og kennt frönsku bæði í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla Íslands. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og hefur haldið mörg vinsæl námskeið um Frakkland hjá Endurmenntun HÍ. Íslenska liðið spilar reyndar ekki í Lyon en borgin er stutt frá Saint-Étienne og því hugsanlegur gististaður fyrir íslenska stuðningsfólkið. Knattspyrnusambandið gerði líka þeim greiða sem komust ekki í Laugardalinn í gær. Erindið var nefnilega tekið upp og er nú aðgengilegt þeim sem misstu af og áhuga hafa á að hlusta á það sem Gerard hafði að segja. KSÍ baðst velvirðingar á hljóðtruflunum í upphafi myndbandsins en segir það síðan lagast fljótt. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. Súpufundur KSÍ, 18. maí 2016 - Gerard Lemarquis fjallar um Marseille, St. Etienne, Lyon og París (St. Denis) from KSI on Vimeo. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands er á fullu að undirbúa leikmenn og starfsmenn sína fyrir sögulegt sumar þar sem íslenska karlalandsliðið tekur þátt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Skemmtilegur súpufundur í vikunni var gott skref fyrir þá stuðningsfólk sem er á leiðinni út í næsta mánuði. Nú eru bara 26 dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Frakklandi sem verður á móti Portúgal í Saint-Étienne 14. júní næstkomandi. íslenska liðið spilar líka við Ungverjaland í Marseille og við Austurríki í Saint-Denis. Það er full ástæða fyrir íslensku stuðningsmennina til að kynna sér aðstæður í borgunum og nýta ferðina í fleira en að fylgjast með afrekum strákanna okkar inn á fótboltavellinum. Það var því mjög góð aðsókn á nítjánda súpufund Knattspyrnusambandsins sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli í hádeginu í gær. Viðburðurinn var tilvalinn fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem hafa tryggt sér miða á leiki liðsins í Frakklandi. Rétt tæplega 130 manns gerðu sér ferð í Laugardalinn til að hlýða á Gerard Lemarquis, kennara og fréttaritara, fjalla um frönsku borgirnar Marseille, Saint-Étienne, Lyon og París, sögu knattspyrnuliða borganna, áhugaverða staði til að skoða og fleira í þeim dúr á léttum og skemmtilegum nótum. Gérard Lemarquis hefur verið búsettur á Íslandi í rúmlega 40 ár og kennt frönsku bæði í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla Íslands. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og hefur haldið mörg vinsæl námskeið um Frakkland hjá Endurmenntun HÍ. Íslenska liðið spilar reyndar ekki í Lyon en borgin er stutt frá Saint-Étienne og því hugsanlegur gististaður fyrir íslenska stuðningsfólkið. Knattspyrnusambandið gerði líka þeim greiða sem komust ekki í Laugardalinn í gær. Erindið var nefnilega tekið upp og er nú aðgengilegt þeim sem misstu af og áhuga hafa á að hlusta á það sem Gerard hafði að segja. KSÍ baðst velvirðingar á hljóðtruflunum í upphafi myndbandsins en segir það síðan lagast fljótt. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. Súpufundur KSÍ, 18. maí 2016 - Gerard Lemarquis fjallar um Marseille, St. Etienne, Lyon og París (St. Denis) from KSI on Vimeo.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira