Curry með fimmtán stig á innan við tveimur mínútum í nótt | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2016 13:00 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru búnir að jafna einvígið sitt á móti Oklahoma City Thunder í 1-1 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir öruggan 27 stiga heimasigur í nótt, 118-91. Golden State Warriors tapaði fyrsta leiknum frekar óvænt á heimavelli sínum en það var aldrei spurning um hvernig færi í nótt allavega ekki eftir að Stephen Curry sjóðhitnaði um miðjan þriðja leikhlutann. Stephen Curry skoraði nefnilega 15 af 28 stigum sínum, eða meira en helminginn, á innan við tveimur mínútum í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors liðið breytti stöðunni úr 64-57 í 79-59. Curry þurfti bara 15 skot til að skora þessi 28 stig en hann hitti meðal annars úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og öllum fimm vítunum. Stephen Curry setti niður þrjú þriggja stiga skot á þessum kafla og næstum því það fjórða en dómararnir dæmdu réttilega að hann hefði stigið á þriggja stiga línuna. Curry setti líka niður fjögur víti en það fyrsta kom eftir að Kevin Durant fékk á sig tæknivíti fyrir að mótmæla þegar hann fékk á sig villu fyrir að brjóta á Stephen Curry í þriggja siga skoti. Stephen Curry hitti úr tæknivítinu og setti síðan niður öll þrjú vítaskotin sem fylgdi á eftir. Þessi 118 sekúndna kafli fór 15-2 fyrir Golden State Warriors en Kevin Durant skoraði einu körfu Oklahoma City Thunder liðsins í þessari skotsýningu besta leikmanns deildarinnar. Baldur Beck lýsti leiknum í nótt á Stöð 2 Sport og í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þessar mögnuðu tvær mínútur þegar Curry kom munum upp í 20 stig á augabragði. Baldur skrifaði aðeins um skotnýtingu Curry í pistli á NBA Ísland. „Það er gaman að vita til þess að nú er mikið af fólki að klifra upp á Curry-vagninn. Jón og Gunna úti á götu eru að svara áskorunum og láta sig hafa það að horfa á Curry spila körfubolta, þó það væli reyndar um svefnleysi restina af vikunni. NBA körfuboltinn - og sérstaklega Steph Curry og Golden State eiga brýnt erindi til allra Íslendinga. Við erum búin að fara yfir þetta allt saman áður," skrifaði Baldur og bætti við: „Þvílíkur munaður að vera með mann eins og Stephen Curry í liðinu sínu. Þú bara trekkir hann upp og hendir honum inná og hann breytir hnífjöfnum hörkuleik í blástur á tveimur mínútum!," skrifaði Baldur en það er hægt að lesa allan pistil hans hér. NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru búnir að jafna einvígið sitt á móti Oklahoma City Thunder í 1-1 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir öruggan 27 stiga heimasigur í nótt, 118-91. Golden State Warriors tapaði fyrsta leiknum frekar óvænt á heimavelli sínum en það var aldrei spurning um hvernig færi í nótt allavega ekki eftir að Stephen Curry sjóðhitnaði um miðjan þriðja leikhlutann. Stephen Curry skoraði nefnilega 15 af 28 stigum sínum, eða meira en helminginn, á innan við tveimur mínútum í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors liðið breytti stöðunni úr 64-57 í 79-59. Curry þurfti bara 15 skot til að skora þessi 28 stig en hann hitti meðal annars úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og öllum fimm vítunum. Stephen Curry setti niður þrjú þriggja stiga skot á þessum kafla og næstum því það fjórða en dómararnir dæmdu réttilega að hann hefði stigið á þriggja stiga línuna. Curry setti líka niður fjögur víti en það fyrsta kom eftir að Kevin Durant fékk á sig tæknivíti fyrir að mótmæla þegar hann fékk á sig villu fyrir að brjóta á Stephen Curry í þriggja siga skoti. Stephen Curry hitti úr tæknivítinu og setti síðan niður öll þrjú vítaskotin sem fylgdi á eftir. Þessi 118 sekúndna kafli fór 15-2 fyrir Golden State Warriors en Kevin Durant skoraði einu körfu Oklahoma City Thunder liðsins í þessari skotsýningu besta leikmanns deildarinnar. Baldur Beck lýsti leiknum í nótt á Stöð 2 Sport og í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þessar mögnuðu tvær mínútur þegar Curry kom munum upp í 20 stig á augabragði. Baldur skrifaði aðeins um skotnýtingu Curry í pistli á NBA Ísland. „Það er gaman að vita til þess að nú er mikið af fólki að klifra upp á Curry-vagninn. Jón og Gunna úti á götu eru að svara áskorunum og láta sig hafa það að horfa á Curry spila körfubolta, þó það væli reyndar um svefnleysi restina af vikunni. NBA körfuboltinn - og sérstaklega Steph Curry og Golden State eiga brýnt erindi til allra Íslendinga. Við erum búin að fara yfir þetta allt saman áður," skrifaði Baldur og bætti við: „Þvílíkur munaður að vera með mann eins og Stephen Curry í liðinu sínu. Þú bara trekkir hann upp og hendir honum inná og hann breytir hnífjöfnum hörkuleik í blástur á tveimur mínútum!," skrifaði Baldur en það er hægt að lesa allan pistil hans hér.
NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira