Kusk á hvítflibbann 18. maí 2016 11:00 Breski smásölukóngurinn Sir Phillip Green hefur undanfarin misseri fengið kusk á hvítflibbann vegna sölu á stórverslanakeðjunni BHS. Green seldi verslanakeðjuna í mars í fyrra á málamyndaupphæð, eitt sterlingspund, og nú rétt ríflega ári síðar er hún gjaldþrota. Illar tungur í breska smásölugeiranum segja augljóst að Green hafi selt BHS með það eitt að markmiði að vera ekki við stjórnvölinn þegar stórverslanakeðjan færi loks í gjaldþrot. Það hefur nefnilega legið fyrir í allnokkur ár að BHS sé varla viðbjargandi. Félagið, sem rekur um 170 verslanir víðsvegar um Bretland, var í eigu Green í 15 ár. Kaupverðið á sínum tíma var ríflega 200 milljónir punda en hann hefur náð því margfalt út úr félaginu með arðgreiðslum, leigutekjum, þóknunum og svo framvegis. Síðustu ár hafa hins vegar ekki verið björt fyrir félagið, það tapar um tuttugu milljónum punda á ári og hefur verið að sligast vegna gríðarlegra lífeyrisskuldbindinga. Nú fyrr í mánuðinum kom loksins að skuldadögum og spilaborgin hrundi með braki og brestum. Sá sem keypti af Green fyrir réttu ári var Dominic nokkur Chappell, en sá var með öllu óþekktur í smásölugeiranum þegar kaupin áttu sér stað. Hann hafði þó unnið nokkur afrek sem kappaksturssölumaður, og hlotið dóm fyrir fjármálamisferli. Hvorugt þótti benda til þess að hann gæti bjargað BHS. Margir töldu að Green hefði handvalið hann til að sigla skútunni í strand. Á þessu rétta ári síðan Chappell keypti félagið á eitt sterlingspund hefur honum þó tekist að ná talsverðu fé út úr félaginu, en samkvæmt fregnum hefur nýju eigendunum tekist að ná um það bil 25 milljónum punda út úr rekstrinum. Svo virðist sem það borgi sig að halda sokknu fleyi á floti. Hvað Green varðar þá er sagan ekki öll sögð enn. Hann hefur hlotið afar slæmt umtal af, og þingmenn í breska þinginu hafa meira að segja krafist þess að hann verði sviptur riddaratign. Þeir sem til þekkja segja að það væri mikið persónulegt áfall fyrir Green, enda er hann þekktur fyrir að vera annt um ímynd sína sem götusölumaðurinn sem braust til æðstu metorða. Sú ímynd er nú í hættu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Viðskipti Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Breski smásölukóngurinn Sir Phillip Green hefur undanfarin misseri fengið kusk á hvítflibbann vegna sölu á stórverslanakeðjunni BHS. Green seldi verslanakeðjuna í mars í fyrra á málamyndaupphæð, eitt sterlingspund, og nú rétt ríflega ári síðar er hún gjaldþrota. Illar tungur í breska smásölugeiranum segja augljóst að Green hafi selt BHS með það eitt að markmiði að vera ekki við stjórnvölinn þegar stórverslanakeðjan færi loks í gjaldþrot. Það hefur nefnilega legið fyrir í allnokkur ár að BHS sé varla viðbjargandi. Félagið, sem rekur um 170 verslanir víðsvegar um Bretland, var í eigu Green í 15 ár. Kaupverðið á sínum tíma var ríflega 200 milljónir punda en hann hefur náð því margfalt út úr félaginu með arðgreiðslum, leigutekjum, þóknunum og svo framvegis. Síðustu ár hafa hins vegar ekki verið björt fyrir félagið, það tapar um tuttugu milljónum punda á ári og hefur verið að sligast vegna gríðarlegra lífeyrisskuldbindinga. Nú fyrr í mánuðinum kom loksins að skuldadögum og spilaborgin hrundi með braki og brestum. Sá sem keypti af Green fyrir réttu ári var Dominic nokkur Chappell, en sá var með öllu óþekktur í smásölugeiranum þegar kaupin áttu sér stað. Hann hafði þó unnið nokkur afrek sem kappaksturssölumaður, og hlotið dóm fyrir fjármálamisferli. Hvorugt þótti benda til þess að hann gæti bjargað BHS. Margir töldu að Green hefði handvalið hann til að sigla skútunni í strand. Á þessu rétta ári síðan Chappell keypti félagið á eitt sterlingspund hefur honum þó tekist að ná talsverðu fé út úr félaginu, en samkvæmt fregnum hefur nýju eigendunum tekist að ná um það bil 25 milljónum punda út úr rekstrinum. Svo virðist sem það borgi sig að halda sokknu fleyi á floti. Hvað Green varðar þá er sagan ekki öll sögð enn. Hann hefur hlotið afar slæmt umtal af, og þingmenn í breska þinginu hafa meira að segja krafist þess að hann verði sviptur riddaratign. Þeir sem til þekkja segja að það væri mikið persónulegt áfall fyrir Green, enda er hann þekktur fyrir að vera annt um ímynd sína sem götusölumaðurinn sem braust til æðstu metorða. Sú ímynd er nú í hættu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Viðskipti Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira