Karl-Anthony Towns nýliði ársins í NBA Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2016 17:30 Karl-Anthony Towns er einn sá allra efnilegasti í dag. vísir/getty Karl-Anthony Towns, miðherji Minnesota Timberwolves, var í dag útnefndur nýliði ársins í NBA-deildinni í körfubolta en líkt og Stephen Curry í valinu á leikmanni ársins fékk Town einróma kosningu. Allir 130 fréttamennirnir og sérfræðingarnir sem hafa atkvæðisrétt settu Towns í fyrsta sætið á undan Lettanum Kristaps Porzingis hjá New York Knicks. Hann var annar með yfirburðum, fékk 117 atkvæði í annað sætið. Aðrir voru ekki einu sinni líklegir en Nikola Jokic hjá Denver Nuggets var í þriðja sæti í kosningunni. Hann fékk sjö atkvæði í annað sætið en 38 í þriðja sætið og endaði þar. Karl-Anthony Towns er annar leikmaður Minnesota í röð sem hlýtur þessa nafnbót en í fyrra var Kanadamaðurinn Andrew Wiggins kosinn nýliði ársins. Timberwolves er með ungt og gríðarlega spennandi lið sem verður áhugavert að fylgjast með á næstu árum. Towns var valinn númer eitt í nýliðavalinu í fyrra en hann spilaði með Kentucky-háskólanum sem tapaði ekki leik í háskólaboltanum á síðustu leiktíð fyrr en í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þessi tvítugi miðherji skilaði 18,3 stigum að meðaltali í leik auk þess sem hann tók 10,5 fráköst og gaf tvær stoðsendindingar. Þá varði hann 1,7 skot að meðaltali í leik og skaut 81,1 prósent af vítalínunni.Minnesota @Timberwolves Forward @KarlTowns named UNANIMOUS @Kia NBA Rookie of the Year! #KiaROY pic.twitter.com/RyOf48K8Ek— NBA (@NBA) May 16, 2016 OFFICIAL: Karl-Anthony Towns named 2015-16 KIA NBA Rookie of the Year in #UNANIMOUS Vote! #Back2Back #PowerOfThePack pic.twitter.com/Hel8dk57tE— Timberwolves (@Timberwolves) May 16, 2016 NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Karl-Anthony Towns, miðherji Minnesota Timberwolves, var í dag útnefndur nýliði ársins í NBA-deildinni í körfubolta en líkt og Stephen Curry í valinu á leikmanni ársins fékk Town einróma kosningu. Allir 130 fréttamennirnir og sérfræðingarnir sem hafa atkvæðisrétt settu Towns í fyrsta sætið á undan Lettanum Kristaps Porzingis hjá New York Knicks. Hann var annar með yfirburðum, fékk 117 atkvæði í annað sætið. Aðrir voru ekki einu sinni líklegir en Nikola Jokic hjá Denver Nuggets var í þriðja sæti í kosningunni. Hann fékk sjö atkvæði í annað sætið en 38 í þriðja sætið og endaði þar. Karl-Anthony Towns er annar leikmaður Minnesota í röð sem hlýtur þessa nafnbót en í fyrra var Kanadamaðurinn Andrew Wiggins kosinn nýliði ársins. Timberwolves er með ungt og gríðarlega spennandi lið sem verður áhugavert að fylgjast með á næstu árum. Towns var valinn númer eitt í nýliðavalinu í fyrra en hann spilaði með Kentucky-háskólanum sem tapaði ekki leik í háskólaboltanum á síðustu leiktíð fyrr en í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þessi tvítugi miðherji skilaði 18,3 stigum að meðaltali í leik auk þess sem hann tók 10,5 fráköst og gaf tvær stoðsendindingar. Þá varði hann 1,7 skot að meðaltali í leik og skaut 81,1 prósent af vítalínunni.Minnesota @Timberwolves Forward @KarlTowns named UNANIMOUS @Kia NBA Rookie of the Year! #KiaROY pic.twitter.com/RyOf48K8Ek— NBA (@NBA) May 16, 2016 OFFICIAL: Karl-Anthony Towns named 2015-16 KIA NBA Rookie of the Year in #UNANIMOUS Vote! #Back2Back #PowerOfThePack pic.twitter.com/Hel8dk57tE— Timberwolves (@Timberwolves) May 16, 2016
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira