Fótbolti

Leiknir R. með fullt hús | Fjarðabyggð vann grannaslaginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn, til hægri, skoraði í sigri Leiknis.
Kolbeinn, til hægri, skoraði í sigri Leiknis. vísir/getty
Þremur af fimm leikjum dagsins er lokið í Inkasso-deildinni í knattspyrnu. Leiknir, Fjarðabyggð og Keflavík unnu góða sigra.

Leiknir gerði út um leikinn gegn HK á fyrstu 24. mínútum leiksins, en þeir voru komnir þá í 3-0 og leik lokið. HK klóraði í bakkann, en lokatölur urðu svo 4-1.

Leiknir hefur unnið fyrstu tvo leikina, en HK einungis með eitt stig eftir þá tvo.

Fjarðabyggð vann grannaslaginn gegn Leikni, en Cristian Puscas skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik. Fjarðabyggð er með þrjú stig, en Leiknir F. eitt.

Keflavík vann svo sinn fyrsta sigur í Inkasso-deildinni, en þeir áttu í litlum vandræðum með Selfoss á heimavelli.

Nú klukkan 16.00 hefst leikur Þórs og Fram og svo klukkan 17.15 hefst leikur Hauka og KA, en hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Öll úrslit og markaskorar (fengið frá úrslit.net):

Leiknir Reykjavík - HK 4-1

1-0 Kolbeinn Kárason (7.), 2-0 Elvar Páll Sigurðsson (16.), 3-0 Atli Arnarson (24.), 3-1 Guðmundur Þór Júlíusson (33.), 4-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson (90.).

Leiknir F. - Fjarðabyggð

0-1 Cristian Puscas (56.).

Keflavík - Selfoss 3-0

1-0 Magnús Þórir Matthíasson (16.), 2-0 Sigurbergur Elísson (19.), 3-0 Jónas Guðni Sævarsson (59.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×