Unun að spila fyrir fullu húsi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2016 10:00 Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar. Vísir/Stefán Það verður mikið undir á Ásvöllum í dag þegar Haukar taka á móti Aftureldingu í þriðja leik lokaúrslitanna í Olísdeild karla. Staðan í rimmunni er 1-1 eftir að Mosfellingum mistókst að fylgja eftir góðum útisigri í fyrsta leik einvígisins og komast í 2-0 á heimavelli. „Það hefði vissulega komið okkur í afar góða stöðu,“ segir Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, sem hefur átt frábæra úrslitakeppni til þessa í marki Mosfellinga. „Nú er það okkar að vakna til lífsins. Menn verða átta sig á því að það er aldrei hægt að ætla að labba yfir lið eins og Hauka.“ Davíð segir að varnarleikurinn þurfi að vera betri en í fyrstu tveimur leikjunum og mikilvægt sé að halda einbeitingu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Haukar hafa skorað mikið úr opnum færum og við þurfum að passa okkur á því að varnarskipulagið okkar sé í lagi. Við þurfum að spila agaðan leik, fyrst og fremst.“ Betra með hverjum leiknum Mikk Pinnonen, Eistlendingurinn sem kom í lið Aftureldingar um áramótin, átti stórleik í fyrsta leik rimmunnar og hefur skorað alls fimmtán mörk í leikjunum tveimur gegn Haukum. „Þetta er allt að koma hjá honum. Þetta var erfitt í fyrstu þegar hann þurfti að aðlagast leik okkar. Hann var nokkuð frábrugðinn skyttunni sem var áður og því þurfti að breyta ýmsu í okkar sóknarleik til að nýta hann sem best,“ segir Davíð. „Hann, Jóhann Gunnar og Guðni Már mynda öflugt þríeyki fyrir utan hjá okkur og þeir skilja hver annan betur með hverjum leiknum,“ segir Davíð. Haukar urðu fyrir áfalli þegar Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi sleit krossband í miðri úrslitakeppni en sóknarleikur liðsins hefur staðið og fallið með Janusi Daða Smárasyni.Fórna ekki allri vörninni „Það er auðvitað lykilatriði fyrir okkur að stöðva hann en við verðum að gæta þess að fórna ekki allri vörninni til þess. Janus er duglegur að losa boltann og koma honum á næsta mann. Þetta snýst allt um að halda okkar skipulagi góðu,“ segir Davíð. Það hefur verið mikil og góð stemning á pöllunum og Rothöggið, stuðningsmannasveit Aftureldingar, hefur látið vel í sér heyra. „Það er unun að spila fyrir fullu húsi eins og í síðasta leik. Ég vona að Rothöggið sé ekki hætt og láti vel í sér heyra í dag. Við leikmenn erum svo sannarlega ekki hættir.“ Olís-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Það verður mikið undir á Ásvöllum í dag þegar Haukar taka á móti Aftureldingu í þriðja leik lokaúrslitanna í Olísdeild karla. Staðan í rimmunni er 1-1 eftir að Mosfellingum mistókst að fylgja eftir góðum útisigri í fyrsta leik einvígisins og komast í 2-0 á heimavelli. „Það hefði vissulega komið okkur í afar góða stöðu,“ segir Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, sem hefur átt frábæra úrslitakeppni til þessa í marki Mosfellinga. „Nú er það okkar að vakna til lífsins. Menn verða átta sig á því að það er aldrei hægt að ætla að labba yfir lið eins og Hauka.“ Davíð segir að varnarleikurinn þurfi að vera betri en í fyrstu tveimur leikjunum og mikilvægt sé að halda einbeitingu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Haukar hafa skorað mikið úr opnum færum og við þurfum að passa okkur á því að varnarskipulagið okkar sé í lagi. Við þurfum að spila agaðan leik, fyrst og fremst.“ Betra með hverjum leiknum Mikk Pinnonen, Eistlendingurinn sem kom í lið Aftureldingar um áramótin, átti stórleik í fyrsta leik rimmunnar og hefur skorað alls fimmtán mörk í leikjunum tveimur gegn Haukum. „Þetta er allt að koma hjá honum. Þetta var erfitt í fyrstu þegar hann þurfti að aðlagast leik okkar. Hann var nokkuð frábrugðinn skyttunni sem var áður og því þurfti að breyta ýmsu í okkar sóknarleik til að nýta hann sem best,“ segir Davíð. „Hann, Jóhann Gunnar og Guðni Már mynda öflugt þríeyki fyrir utan hjá okkur og þeir skilja hver annan betur með hverjum leiknum,“ segir Davíð. Haukar urðu fyrir áfalli þegar Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi sleit krossband í miðri úrslitakeppni en sóknarleikur liðsins hefur staðið og fallið með Janusi Daða Smárasyni.Fórna ekki allri vörninni „Það er auðvitað lykilatriði fyrir okkur að stöðva hann en við verðum að gæta þess að fórna ekki allri vörninni til þess. Janus er duglegur að losa boltann og koma honum á næsta mann. Þetta snýst allt um að halda okkar skipulagi góðu,“ segir Davíð. Það hefur verið mikil og góð stemning á pöllunum og Rothöggið, stuðningsmannasveit Aftureldingar, hefur látið vel í sér heyra. „Það er unun að spila fyrir fullu húsi eins og í síðasta leik. Ég vona að Rothöggið sé ekki hætt og láti vel í sér heyra í dag. Við leikmenn erum svo sannarlega ekki hættir.“
Olís-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira